Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. mars 2025 21:03 Steingerður segir leitt að missa af ráðstefnunni. Þrátt fyrir það hafi henni verið vel tekið hér heima, og hún ekki mætt neinum fordómum. Trans kona sem sótt hefur árlega ráðstefnu í San Francisco í um áratug segist ekki hafa treyst sér í ferðina vegna nýrra reglna um skráð kyn í vegabréfi í Bandaríkjunum. Það sé ótrúlegt að sjá Bandaríkin skipa sér í hóp með öðrum löndum sem trans fólk forðist að ferðast til. „Ég var á leiðinni á stærstu leikjahönnuða- og framleiðendaráðstefna í heimi, sem er búin að vera þarna í tugi ára. Ég hef farið þangað í svona tíu ár,“ segir Steingerður Lóa Gunnarsdóttir leikjahönnuður. Fyrirhuguð brottför var á föstudag, en nú er ljóst að ekkert verður úr ferðinni. Steingerður er með meistarapróf í leikjahönnun frá NYU, og sótti ráðstefnuna fyrst þegar hún var þar við nám. „Ég hef farið eiginlega á hverju ári síðan, fyrir utan Covid-árin, og er búin að vera í sjálfboðavinnu á ráðstefnunni og verið að sjá um borðspilahorn á hátíðinni. Ég hef verið að sjá um skipulagið þar í nokkur ár, og þarf í raun að gera það í fjarvinnu þótt ég fái ekki að vera með á hátíðinni.“ Steingerður segir ótrúlegt að sjá Bandaríkin skipa sér á lista með Rússlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar kemur að málefnum trans fólks. Ástæðan er fyrirskipun innan úr utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, um að landamæraverðir skuli, í tilfellum þar sem grunur leikur á að ferðalangar greini rangt frá kyni sínu, meta hvort beita eigi lagaákvæði sem myndi banna viðkomandi að koma til Bandaríkjanna til frambúðar. Ómögulegt að vita hvað gerist við landamærin Fyrirskipunin, sem var í formi minnisblaðs, kom fram eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun um að trans íþróttafólk mætti ekki keppa í íþróttum kvenna. „En ef maður skoðar minnisblaðið þá er það bara allt trans fólk sem er um að ræða,“ segir Steingerður, sem hefur fylgst vel með gangi mála vestanhafs. „Það er ómögulegt að vita hvort það verði vandamál út af þessu eða ekki, en ég þori ekki að fara.“ Óljóst hvaða sannanir þurfi Steingerður segir að við komuna til Bandaríkjanna gæti vegabréf hennar vakið upp grunsemdir þar sem kyn hennar á vegabréfinu er ekki það sama og henni var úthlutað við fæðingu. „Þá þurfa þeir sannanir. Það er mjög óljóst hvaða sannanir það eru, hvort þeir myndu þá vilja fá að skoða mann - jafnvel sís manneskjur eru stressaðar um að fara í gegnum vegabréfaeftirlitið.“ Slík skoðun geti leitt af sér bann við inngöngu í landið, og jafnvel lífstíðarlandvistarbann. Það er nokkuð sem Steingerður hættir ekki á. „Ég reyndi að kynna mér þetta eins mikið og ég gat, vegna þess að þetta er svo nýtt. Ég veit af nokkrum öðrum erlendis sem eru að hætta við ferðir til Bandaríkjanna út af þessu.“ Hélt ekki að Bandaríkin færu sömu leið og Rússland Steingerður segir sorglegt að sjá þessa þróun í málefnum trans fólks vestan hafs. „Þetta er bara ótrúlegt. Maður hélt ekki að þetta færi á sama stað og Rússland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og þessi lönd sem ég vissi nú þegar að ég ætti ekki að fara til. Vonandi að þetta lagist, það verði hægt að sýna fram á að þessar reglugerðir standist ekki lög og þessu verði snúið til baka.“ Þrátt fyrir allt vill Steingerður ekki aðeins velta sér upp úr neikvæðni þegar kemur að málefnum trans fólks, og bætir við: „Mitt ferli hefur allt verið ótrúlega jákvætt og mér verið tekið vel á Íslandi. Ég hef aldrei lent í neinum fordómum. Það er svo leiðinlegt að lesa alltaf bara hörmungarsögur af trans fólki. Það hefur allt verið frábært hér, en það er leiðinilegt að komast ekki í þessa ferð.“ Hinsegin Bandaríkin Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
„Ég var á leiðinni á stærstu leikjahönnuða- og framleiðendaráðstefna í heimi, sem er búin að vera þarna í tugi ára. Ég hef farið þangað í svona tíu ár,“ segir Steingerður Lóa Gunnarsdóttir leikjahönnuður. Fyrirhuguð brottför var á föstudag, en nú er ljóst að ekkert verður úr ferðinni. Steingerður er með meistarapróf í leikjahönnun frá NYU, og sótti ráðstefnuna fyrst þegar hún var þar við nám. „Ég hef farið eiginlega á hverju ári síðan, fyrir utan Covid-árin, og er búin að vera í sjálfboðavinnu á ráðstefnunni og verið að sjá um borðspilahorn á hátíðinni. Ég hef verið að sjá um skipulagið þar í nokkur ár, og þarf í raun að gera það í fjarvinnu þótt ég fái ekki að vera með á hátíðinni.“ Steingerður segir ótrúlegt að sjá Bandaríkin skipa sér á lista með Rússlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar kemur að málefnum trans fólks. Ástæðan er fyrirskipun innan úr utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, um að landamæraverðir skuli, í tilfellum þar sem grunur leikur á að ferðalangar greini rangt frá kyni sínu, meta hvort beita eigi lagaákvæði sem myndi banna viðkomandi að koma til Bandaríkjanna til frambúðar. Ómögulegt að vita hvað gerist við landamærin Fyrirskipunin, sem var í formi minnisblaðs, kom fram eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun um að trans íþróttafólk mætti ekki keppa í íþróttum kvenna. „En ef maður skoðar minnisblaðið þá er það bara allt trans fólk sem er um að ræða,“ segir Steingerður, sem hefur fylgst vel með gangi mála vestanhafs. „Það er ómögulegt að vita hvort það verði vandamál út af þessu eða ekki, en ég þori ekki að fara.“ Óljóst hvaða sannanir þurfi Steingerður segir að við komuna til Bandaríkjanna gæti vegabréf hennar vakið upp grunsemdir þar sem kyn hennar á vegabréfinu er ekki það sama og henni var úthlutað við fæðingu. „Þá þurfa þeir sannanir. Það er mjög óljóst hvaða sannanir það eru, hvort þeir myndu þá vilja fá að skoða mann - jafnvel sís manneskjur eru stressaðar um að fara í gegnum vegabréfaeftirlitið.“ Slík skoðun geti leitt af sér bann við inngöngu í landið, og jafnvel lífstíðarlandvistarbann. Það er nokkuð sem Steingerður hættir ekki á. „Ég reyndi að kynna mér þetta eins mikið og ég gat, vegna þess að þetta er svo nýtt. Ég veit af nokkrum öðrum erlendis sem eru að hætta við ferðir til Bandaríkjanna út af þessu.“ Hélt ekki að Bandaríkin færu sömu leið og Rússland Steingerður segir sorglegt að sjá þessa þróun í málefnum trans fólks vestan hafs. „Þetta er bara ótrúlegt. Maður hélt ekki að þetta færi á sama stað og Rússland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og þessi lönd sem ég vissi nú þegar að ég ætti ekki að fara til. Vonandi að þetta lagist, það verði hægt að sýna fram á að þessar reglugerðir standist ekki lög og þessu verði snúið til baka.“ Þrátt fyrir allt vill Steingerður ekki aðeins velta sér upp úr neikvæðni þegar kemur að málefnum trans fólks, og bætir við: „Mitt ferli hefur allt verið ótrúlega jákvætt og mér verið tekið vel á Íslandi. Ég hef aldrei lent í neinum fordómum. Það er svo leiðinlegt að lesa alltaf bara hörmungarsögur af trans fólki. Það hefur allt verið frábært hér, en það er leiðinilegt að komast ekki í þessa ferð.“
Hinsegin Bandaríkin Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira