Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar 11. mars 2025 12:32 Að skrá hönnun er bæði einföld og ódýr leið til að tryggja vernd á sjónrænum áhrifum hennar og verjast eftirlíkingum. Þegar horft er til þess hugvits og grósku sem finna má hér á landi þá er ljóst að umsóknir um skráningu hönnunar frá íslenskum aðilum eru ekki að skila sér í nægum mæli til Hugverkastofunnar. Með fyrirhuguðum breytingum á hönnunarlöggjöf opnast ný sóknarfæri m.a. á sviði stafrænnar hönnunar. Ert þú eða þín starfsemi með hönnunarmálin á hreinu? Finna má hönnun allt í kringum okkur. Sem dæmi gæti það verið stóllinn sem þú situr á, lampinn á borðinu þínu, umbúðirnar utan af uppáhalds súkkulaðinu þínu eða lögun súkkulaðisins sjálfs. Það voru jafnvel ákveðnir þættir í hönnun þessara vara, t.d. lögun eða form, sem drógu þig að þeim. Vissir þú að skráð hönnun verndar einmitt þessa þætti, þ.e. sjónræn áhrif hönnunar? Hönnun er ein tegund hugverka (e. intellectual property) og hefur stundum verið nefnt „hið gleymda barn hugverkaréttinda“ þar sem systkini þess, einkum vörumerki og einkaleyfi, hljóta oft meiri athygli og umfjöllun. Hönnun er þó enginn eftirbátur systkina sinna og líkt og með aðrar tegundir hugverka getur það skipt sköpun fyrir rétthafa þeirra að rétt sé staðið að verndun þeirra frá upphafi. Af hverju að skrá hönnun? Helsta vopnið í verndun hönnunar er að fá réttindin skráð hjá Hugverkastofunni, sem er bæði einföld og hagkvæm leið. Með verndun og skráningu hönnunar skapast eignarréttur og auðveldara verður að sanna eignarhald eða sýsla með eignina á ýmsan hátt, t.d. að selja eða veita öðrum nytjaleyfi til notkunar á réttindunum. Okkur kann að þykja sjálfsagt að tryggja og skrá áþreifanlegar eignir á borð við fasteignir og bifreiðir en það er ekki síður mikilvægt að huga að vernd og skráningu óáþreifanlegra réttinda á borð við hönnun. Fáist hönnun skráð getur hún notið verndar í allt að 25 ár og skráningin veitir einkarétt til að nýta hönnunina og banna það öðrum. Þannig getur skráning skipt sköpun í að verjast ágangi annarra, þ.e. þegar aðrir nota hönnun í atvinnustarfsemi sinni án leyfis eða framleiða og selja eftirlíkingar. Slíkt getur óneitanlega haft slæm áhrif á orðspor þess sem á viðkomandi hönnun og leitt til fjárhagslegs tjóns. Ef eigandi hönnunar telur brotið á rétti sínum er fyrsta skrefið yfirleitt að benda framleiðanda eftirlíkingar á skráninguna og óska eftir að framleiðslu og sölu eftirlíkingar sé hætt. Dugi það ekki til er ráðlagt að leita til lögfræðinga sem sérhæfa sig í slíkum málum og geta, eftir atvikum, aðstoðað við að leita til dómstóla eða grípa til annarra aðgerða til að koma í veg fyrir frekari brot og mögulega krefjast skaðabóta. Ef ætlunin er að tryggja vernd hönnunarinnar erlendis er mikilvægt að huga að skráningu réttindanna þar einnig þar sem hönnunarskráning er ávallt landsbundin og skráning hér á landi veitir eingöngu rétt hér. Það er til dæmis tiltölulega einfalt og hagkvæmt að sækja um skráningu hönnunar í Evrópusambandinu hjá Hugverkastofu Evrópusambandsins, EUIPO. Íslensk hönnun skilar sér ekki í skráningar eins og ætla mætti Ef rýnt er í upplýsingar um hönnunarskráningar hérlendis þá er ljóst að skráningar frá erlendum aðilum eru mun fleiri en frá innlendum aðilum. Spyrja má hvort innlendir aðilar einfaldlega viti ekki af þessari leið til að vernda hönnun. Á árunum 2018-2023 birti Hugverkastofan samtals 59 hönnunarskráningar í eigu innlendra aðila. Á sama tímabili voru birtar 462 skráningar í eigu aðila frá Sviss, Bandaríkjunum, Kína og Ítalíu, líkt og súluritið sýnir: Áhugavert er að skoða hverskonar vörur má finna í hönnunarskráningum þessara landa. Skráð hönnun svissneskra aðila er t.d. einkum klukkur, úr og pennar. Hönnun bandarískra aðila er einkum í tengslum við fjarskiptatæki og tengdan búnað, læknisfræðilegan búnað eða tæki til nota á rannsóknarstofum og glermuni til heimilisnota. Kínverskir aðilar einbeita sér hins vegar einkum að hönnun í tengslum við farartæki, parta og/eða fylgihluti þeirra en einnig ljósbúnað, s.s. lampa og loftljós. Þá eru ítalskir aðilar með áberandi fjölda af skráningum í tengslum við ljósbúnað. Örðugt er að greina ákveðna strauma eða stefnur í innlendum hönnunarskráningum en mest hefur verið um hönnun í tengslum við skartgripi, húsgögn, glermuni, fatnað, leiki/leikföng og byggingar, s.s. færanleg hús. Sóknarfæri með breyttri löggjöf Fyrirhugaðar eru breytingar á hönnunarlögum m.a. með hliðsjón af hönnunartilskipun ESB sem Ísland er skuldbundið til að innleiða. Það stendur því til að nútímavæða regluverkið og meðal væntanlegra breytinga er að hönnun mun ekki þurfa að varða eiginlega vöru og opnað verður fyrir skráningu stafrænnar hönnunar í hreyfiformi. Sem dæmi gæti innan- og utanhússhönnun í myndbandsformi mögulega orðið skráningarhæf. Það er því ljóst að spennandi tímar eru framundan í heimi hönnunar. Fyrirhugað er virkt samráðsferli um ný hönnunarlög og innleiðingu tilskipunarinnar og hvetur Hugverkastofan áhugasama til að kynna sér tilskipunina og koma gagnlegum ábendingum á framfæri svo regluverkið þjóni rétthöfum sem best. Frekari upplýsingar um hönnun og skilyrði fyrir skráningu er að finna á vef Hugverkastofunnar. Höfundur er lögfræðingur hjá Hugverkastofunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundar- og hugverkaréttur Tíska og hönnun Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Að skrá hönnun er bæði einföld og ódýr leið til að tryggja vernd á sjónrænum áhrifum hennar og verjast eftirlíkingum. Þegar horft er til þess hugvits og grósku sem finna má hér á landi þá er ljóst að umsóknir um skráningu hönnunar frá íslenskum aðilum eru ekki að skila sér í nægum mæli til Hugverkastofunnar. Með fyrirhuguðum breytingum á hönnunarlöggjöf opnast ný sóknarfæri m.a. á sviði stafrænnar hönnunar. Ert þú eða þín starfsemi með hönnunarmálin á hreinu? Finna má hönnun allt í kringum okkur. Sem dæmi gæti það verið stóllinn sem þú situr á, lampinn á borðinu þínu, umbúðirnar utan af uppáhalds súkkulaðinu þínu eða lögun súkkulaðisins sjálfs. Það voru jafnvel ákveðnir þættir í hönnun þessara vara, t.d. lögun eða form, sem drógu þig að þeim. Vissir þú að skráð hönnun verndar einmitt þessa þætti, þ.e. sjónræn áhrif hönnunar? Hönnun er ein tegund hugverka (e. intellectual property) og hefur stundum verið nefnt „hið gleymda barn hugverkaréttinda“ þar sem systkini þess, einkum vörumerki og einkaleyfi, hljóta oft meiri athygli og umfjöllun. Hönnun er þó enginn eftirbátur systkina sinna og líkt og með aðrar tegundir hugverka getur það skipt sköpun fyrir rétthafa þeirra að rétt sé staðið að verndun þeirra frá upphafi. Af hverju að skrá hönnun? Helsta vopnið í verndun hönnunar er að fá réttindin skráð hjá Hugverkastofunni, sem er bæði einföld og hagkvæm leið. Með verndun og skráningu hönnunar skapast eignarréttur og auðveldara verður að sanna eignarhald eða sýsla með eignina á ýmsan hátt, t.d. að selja eða veita öðrum nytjaleyfi til notkunar á réttindunum. Okkur kann að þykja sjálfsagt að tryggja og skrá áþreifanlegar eignir á borð við fasteignir og bifreiðir en það er ekki síður mikilvægt að huga að vernd og skráningu óáþreifanlegra réttinda á borð við hönnun. Fáist hönnun skráð getur hún notið verndar í allt að 25 ár og skráningin veitir einkarétt til að nýta hönnunina og banna það öðrum. Þannig getur skráning skipt sköpun í að verjast ágangi annarra, þ.e. þegar aðrir nota hönnun í atvinnustarfsemi sinni án leyfis eða framleiða og selja eftirlíkingar. Slíkt getur óneitanlega haft slæm áhrif á orðspor þess sem á viðkomandi hönnun og leitt til fjárhagslegs tjóns. Ef eigandi hönnunar telur brotið á rétti sínum er fyrsta skrefið yfirleitt að benda framleiðanda eftirlíkingar á skráninguna og óska eftir að framleiðslu og sölu eftirlíkingar sé hætt. Dugi það ekki til er ráðlagt að leita til lögfræðinga sem sérhæfa sig í slíkum málum og geta, eftir atvikum, aðstoðað við að leita til dómstóla eða grípa til annarra aðgerða til að koma í veg fyrir frekari brot og mögulega krefjast skaðabóta. Ef ætlunin er að tryggja vernd hönnunarinnar erlendis er mikilvægt að huga að skráningu réttindanna þar einnig þar sem hönnunarskráning er ávallt landsbundin og skráning hér á landi veitir eingöngu rétt hér. Það er til dæmis tiltölulega einfalt og hagkvæmt að sækja um skráningu hönnunar í Evrópusambandinu hjá Hugverkastofu Evrópusambandsins, EUIPO. Íslensk hönnun skilar sér ekki í skráningar eins og ætla mætti Ef rýnt er í upplýsingar um hönnunarskráningar hérlendis þá er ljóst að skráningar frá erlendum aðilum eru mun fleiri en frá innlendum aðilum. Spyrja má hvort innlendir aðilar einfaldlega viti ekki af þessari leið til að vernda hönnun. Á árunum 2018-2023 birti Hugverkastofan samtals 59 hönnunarskráningar í eigu innlendra aðila. Á sama tímabili voru birtar 462 skráningar í eigu aðila frá Sviss, Bandaríkjunum, Kína og Ítalíu, líkt og súluritið sýnir: Áhugavert er að skoða hverskonar vörur má finna í hönnunarskráningum þessara landa. Skráð hönnun svissneskra aðila er t.d. einkum klukkur, úr og pennar. Hönnun bandarískra aðila er einkum í tengslum við fjarskiptatæki og tengdan búnað, læknisfræðilegan búnað eða tæki til nota á rannsóknarstofum og glermuni til heimilisnota. Kínverskir aðilar einbeita sér hins vegar einkum að hönnun í tengslum við farartæki, parta og/eða fylgihluti þeirra en einnig ljósbúnað, s.s. lampa og loftljós. Þá eru ítalskir aðilar með áberandi fjölda af skráningum í tengslum við ljósbúnað. Örðugt er að greina ákveðna strauma eða stefnur í innlendum hönnunarskráningum en mest hefur verið um hönnun í tengslum við skartgripi, húsgögn, glermuni, fatnað, leiki/leikföng og byggingar, s.s. færanleg hús. Sóknarfæri með breyttri löggjöf Fyrirhugaðar eru breytingar á hönnunarlögum m.a. með hliðsjón af hönnunartilskipun ESB sem Ísland er skuldbundið til að innleiða. Það stendur því til að nútímavæða regluverkið og meðal væntanlegra breytinga er að hönnun mun ekki þurfa að varða eiginlega vöru og opnað verður fyrir skráningu stafrænnar hönnunar í hreyfiformi. Sem dæmi gæti innan- og utanhússhönnun í myndbandsformi mögulega orðið skráningarhæf. Það er því ljóst að spennandi tímar eru framundan í heimi hönnunar. Fyrirhugað er virkt samráðsferli um ný hönnunarlög og innleiðingu tilskipunarinnar og hvetur Hugverkastofan áhugasama til að kynna sér tilskipunina og koma gagnlegum ábendingum á framfæri svo regluverkið þjóni rétthöfum sem best. Frekari upplýsingar um hönnun og skilyrði fyrir skráningu er að finna á vef Hugverkastofunnar. Höfundur er lögfræðingur hjá Hugverkastofunni.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar