Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 12. mars 2025 07:00 Varðstaða um líffræðilega fjölbreytni er eitt brýnasta viðfangsefni umhverfismála í dag og áherslumál hjá nýrri ríkisstjórn. Mikil hnignun hefur orðið í líffræðilegri fjölbreytni á alþjóðavísu. Vistkerfum er raskað, búsvæði tegunda skreppa saman og tegundum í útrýmingarhættu fjölgar hratt. Staða okkar hér á Íslandi hvað varðar líffræðilega fjölbreytni er um margt sérstök. Sérstaðan felst ekki í mikilli tegundafjölbreytni heldur í vistkerfum sem hafa mótast og þróast með þeim virku ferlum, eldvirkninni, jöklunum og veðrinu, sem hafa frá öndverðu einkennt landið. Staðsetning Íslands úti í miðju Atlantshafi gerir okkur að mikilvægum dvalar- og viðkomustað fuglastofna og í hafinu mætast hlýir og kaldir hafstraumar sem skapa aðstæður fyrir auðugt og fjölbreytt sjávarlífríki. Auðlindir náttúrunnar hafa haldið í okkur lífinu frá landnámi og eru enn í dag grundvöllur velmegunar okkar. En náttúran hefur líka látið á sjá og á Íslandi finnast mikið röskuð vistkerfi sem nauðsynlegt er að koma í betra horf. Vaxandi ásókn er í auðlindir og landrými fyrir margvíslegar athafnir. Þessu fylgir álag á lífríki og viðkvæm vistkerfi sem brýnt er að lágmarka eins og kostur er. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi í verndun líffræðilegrar fjölbreytni á heimsvísu. En það gerist ekki af sjálfu sér heldur kallar á pólitískt frumkvæði og skýra stefnumörkun. Dýpra alþjóðasamstarf og virk þátttaka í alþjóðlegum vísindarannsóknum eru lykilinn að því að hámarka árangur Íslands í þessum efnum. Þess vegna tel ég einboðið að Ísland gerist aðili að IPBES, milliríkjavettvangi vísinda og stefnumótunar um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu, og hef sett af stað vinnu í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu sem miðar að þessu. IPBES er helsti vettvangur alþjóðlega vísindasamfélagsins til að safna, greina og koma á framfæri grundvallarupplýsingum um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni og veita ráðgjöf á þessu sviði. Sú ráðgjöf hefur þegar sett mark sitt á alþjóðlega stefnumótun umhverfismála, svo sem hjá samningum Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, loftslagsmál og eyðimerkurmyndun. Lykillinn að öflugu starfi IPBES eru skýrslur sem byggjast á heildstæðu mati á viðamiklum vísindagögnum af ýmsum toga. Skýrslurnar hafa fjallað um margvísleg málefni: samspil líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsmála, framandi tegundir, sjálfbæra nýtingu, hlutverk líffræðilegrar fjölbreytni við að tryggja fæðuöryggi, samspil við lýðheilsu, hlutverk fyrirtækja og margt fleira. Skýrslurnar hafa reynst notadrjúgar í allri stefnumótun í málaflokknum. Starfsemi IPBES er stýrt af aðildarþjóðum. Þar hafa þær tækifæri til að leggja línurnar en einnig að tryggja aðkomu sinna sérfræðinga að lykilverkefnum. Ísland hefur hingað til aðeins verið áheyrnaraðili en með fullri aðild skapast tækifæri til að styrkja framlag Íslands á alþjóðavettvangi og koma íslenskum áherslum betur á dagskrá, meðal annars þegar kemur að málefnum norðurslóða. Með þátttökunni gefst okkur líka tækifæri til að efla sess líffræðilegrar fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu í krafti baklandsins sem IPBES færir okkur. Þannig náum við vonandi betri árangri í þeim viðfangsefnum sem brýnust eru hér á landi. Vinna stendur nú yfir við gerð heildstæðrar stefnu um líffræðilega fjölbreytni. Snorri Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem hefur farið fyrir stýrihópi um málið, mun greina frá stöðu vinnunnar á kynningarfundi í Norræna húsinu fimmtudaginn 13. mars kl. 9:30. Fundinum verður streymt á vef Stjórnarráðsins. Ég hvet öll þau sem hafa áhuga á málaflokknum til að fylgjast með og taka þátt í umræðunni. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Varðstaða um líffræðilega fjölbreytni er eitt brýnasta viðfangsefni umhverfismála í dag og áherslumál hjá nýrri ríkisstjórn. Mikil hnignun hefur orðið í líffræðilegri fjölbreytni á alþjóðavísu. Vistkerfum er raskað, búsvæði tegunda skreppa saman og tegundum í útrýmingarhættu fjölgar hratt. Staða okkar hér á Íslandi hvað varðar líffræðilega fjölbreytni er um margt sérstök. Sérstaðan felst ekki í mikilli tegundafjölbreytni heldur í vistkerfum sem hafa mótast og þróast með þeim virku ferlum, eldvirkninni, jöklunum og veðrinu, sem hafa frá öndverðu einkennt landið. Staðsetning Íslands úti í miðju Atlantshafi gerir okkur að mikilvægum dvalar- og viðkomustað fuglastofna og í hafinu mætast hlýir og kaldir hafstraumar sem skapa aðstæður fyrir auðugt og fjölbreytt sjávarlífríki. Auðlindir náttúrunnar hafa haldið í okkur lífinu frá landnámi og eru enn í dag grundvöllur velmegunar okkar. En náttúran hefur líka látið á sjá og á Íslandi finnast mikið röskuð vistkerfi sem nauðsynlegt er að koma í betra horf. Vaxandi ásókn er í auðlindir og landrými fyrir margvíslegar athafnir. Þessu fylgir álag á lífríki og viðkvæm vistkerfi sem brýnt er að lágmarka eins og kostur er. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi í verndun líffræðilegrar fjölbreytni á heimsvísu. En það gerist ekki af sjálfu sér heldur kallar á pólitískt frumkvæði og skýra stefnumörkun. Dýpra alþjóðasamstarf og virk þátttaka í alþjóðlegum vísindarannsóknum eru lykilinn að því að hámarka árangur Íslands í þessum efnum. Þess vegna tel ég einboðið að Ísland gerist aðili að IPBES, milliríkjavettvangi vísinda og stefnumótunar um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu, og hef sett af stað vinnu í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu sem miðar að þessu. IPBES er helsti vettvangur alþjóðlega vísindasamfélagsins til að safna, greina og koma á framfæri grundvallarupplýsingum um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni og veita ráðgjöf á þessu sviði. Sú ráðgjöf hefur þegar sett mark sitt á alþjóðlega stefnumótun umhverfismála, svo sem hjá samningum Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, loftslagsmál og eyðimerkurmyndun. Lykillinn að öflugu starfi IPBES eru skýrslur sem byggjast á heildstæðu mati á viðamiklum vísindagögnum af ýmsum toga. Skýrslurnar hafa fjallað um margvísleg málefni: samspil líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsmála, framandi tegundir, sjálfbæra nýtingu, hlutverk líffræðilegrar fjölbreytni við að tryggja fæðuöryggi, samspil við lýðheilsu, hlutverk fyrirtækja og margt fleira. Skýrslurnar hafa reynst notadrjúgar í allri stefnumótun í málaflokknum. Starfsemi IPBES er stýrt af aðildarþjóðum. Þar hafa þær tækifæri til að leggja línurnar en einnig að tryggja aðkomu sinna sérfræðinga að lykilverkefnum. Ísland hefur hingað til aðeins verið áheyrnaraðili en með fullri aðild skapast tækifæri til að styrkja framlag Íslands á alþjóðavettvangi og koma íslenskum áherslum betur á dagskrá, meðal annars þegar kemur að málefnum norðurslóða. Með þátttökunni gefst okkur líka tækifæri til að efla sess líffræðilegrar fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu í krafti baklandsins sem IPBES færir okkur. Þannig náum við vonandi betri árangri í þeim viðfangsefnum sem brýnust eru hér á landi. Vinna stendur nú yfir við gerð heildstæðrar stefnu um líffræðilega fjölbreytni. Snorri Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem hefur farið fyrir stýrihópi um málið, mun greina frá stöðu vinnunnar á kynningarfundi í Norræna húsinu fimmtudaginn 13. mars kl. 9:30. Fundinum verður streymt á vef Stjórnarráðsins. Ég hvet öll þau sem hafa áhuga á málaflokknum til að fylgjast með og taka þátt í umræðunni. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun