Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. mars 2025 13:31 Bradley Cooper og Gigi Hadid í New York. Getty Fyrirsætan Gigi Hadid hefur hingað til haldið ástarlífi sínu utan sviðsljóssins, en í nýju forsíðuviðtali við tímaritið Vogue ræðir hún nú í fyrsta sinn opinberlega um kærasta sinn, leikarann Bradley Cooper. Hadid og Cooper byrjuðu saman í lok ársins 2023 og hafa síðan þá reynt að halda því utan sviðsljóssins. Fyrstu sögusagnirnar spruttu upp í október sama ár þegar þau sáust saman á veitingastaðnum Via Carota í New York. Í janúar 2024 staðfestu þau samband sitt opinberlega með því að ganga hönd í hönd um götur London. Það kom því mörgum á óvart þegar Hadid rauf þögnina um ástina í umræddu viðtali við Vogue. Hingað til hafa þau hvorki rætt samband sitt opinberlega né mætt saman á viðburði, þótt paparazzi-ljósmyndarar hafi stundum náð þeim á mynd á götum New York-borgar. Í viðtalinu kemur fram að parið hafi kynnst í barnaafmæli hjá sameiginlegum vinum. „Þú vilt gefa þér sjálfri venjulega reynslu af stefnumótum,“ sagði Hadid. „Og jafnvel fyrir vini mína sem eru ekki í sviðsljósinu getur það verið erfitt. Hvert ferðu? Hvernig byrjarðu að kynnast nýju fólki? Og svo bætist við enn ein áskorunin, sem snýr að persónuvernd og öryggi. Maður vill trúa því að fólk standi með manni og deili engum upplýsingum með TMZ eða á Deuxmoi, en maður getur aldrei verið viss.“ „Að deila sambandinu opinberlega er einfaldlega ekki hluti af því hvernig við erum saman, af hvaða ástæðu sem það kann að vera,“ segir Hadid. Hún segri frá því hvernig Cooper kom inn í líf hennar á réttum tíma. „Lykilatriðið er að komast á þann stað að vita hvað maður vill og á skilið í sambandi, og að finna einhvern sem er á sama stað í lífinu. Og að vinna í sjálfum sér til að verða besti mögulegi makinn fyrir hvort annað.“ Hadid segist bera mikla virðingu fyrir Cooper. „Hann gefur mér svo mikið, hvatningu og einfaldlega trú á sjálfri mér. Ég er bara virkilega heppin. Það er besta orðið til að lýsa þessari tilfinningu.“ Hadid á fjögurra ára dóttur, Khai, með söngvaranum Zayn Malik, og Cooper á sjö ára dóttur, Leu, með fyrirsætunni Irinu Shayk. Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Hadid og Cooper byrjuðu saman í lok ársins 2023 og hafa síðan þá reynt að halda því utan sviðsljóssins. Fyrstu sögusagnirnar spruttu upp í október sama ár þegar þau sáust saman á veitingastaðnum Via Carota í New York. Í janúar 2024 staðfestu þau samband sitt opinberlega með því að ganga hönd í hönd um götur London. Það kom því mörgum á óvart þegar Hadid rauf þögnina um ástina í umræddu viðtali við Vogue. Hingað til hafa þau hvorki rætt samband sitt opinberlega né mætt saman á viðburði, þótt paparazzi-ljósmyndarar hafi stundum náð þeim á mynd á götum New York-borgar. Í viðtalinu kemur fram að parið hafi kynnst í barnaafmæli hjá sameiginlegum vinum. „Þú vilt gefa þér sjálfri venjulega reynslu af stefnumótum,“ sagði Hadid. „Og jafnvel fyrir vini mína sem eru ekki í sviðsljósinu getur það verið erfitt. Hvert ferðu? Hvernig byrjarðu að kynnast nýju fólki? Og svo bætist við enn ein áskorunin, sem snýr að persónuvernd og öryggi. Maður vill trúa því að fólk standi með manni og deili engum upplýsingum með TMZ eða á Deuxmoi, en maður getur aldrei verið viss.“ „Að deila sambandinu opinberlega er einfaldlega ekki hluti af því hvernig við erum saman, af hvaða ástæðu sem það kann að vera,“ segir Hadid. Hún segri frá því hvernig Cooper kom inn í líf hennar á réttum tíma. „Lykilatriðið er að komast á þann stað að vita hvað maður vill og á skilið í sambandi, og að finna einhvern sem er á sama stað í lífinu. Og að vinna í sjálfum sér til að verða besti mögulegi makinn fyrir hvort annað.“ Hadid segist bera mikla virðingu fyrir Cooper. „Hann gefur mér svo mikið, hvatningu og einfaldlega trú á sjálfri mér. Ég er bara virkilega heppin. Það er besta orðið til að lýsa þessari tilfinningu.“ Hadid á fjögurra ára dóttur, Khai, með söngvaranum Zayn Malik, og Cooper á sjö ára dóttur, Leu, með fyrirsætunni Irinu Shayk.
Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira