„Ég hef unnið í heilsubransanum í 40 ár og upplifað á eigin skinni hversu mikil áhrif náttúran getur haft á heilsu fólks,“ segir Karl Kristian.
Þegar Karl Kristian stofnaði New Nordic árið 1990 var markmið hans skýrt - að sameina vísindi og náttúru til að skapa áhrifaríkar heilsulausnir. Fyrsta vara fyrirtækisins, Frutin, var meðal fyrstu jurtabætiefna á markaði og hefur það að markmiði að vinna gegn brjóstsviða með náttúrulegu sítrusþykkni. Þessi vara nýtur enn mikilla vinsælda um allan heim, sem sýnir fram á virði náttúrulegra lausna í daglegu lífi fólks.
Í dag hefur New Nordic stækkað verulega og býður upp á vörur eins og Hair Volume, Active Liver, Apple Cider og Melissa Dream, sem njóta mikilla vinsælda. „Með stöðugum árlegum vexti í 34 ár erum við stolt af því að sjá sífellt fleiri uppgötva kraftinn sem náttúran hefur upp á að bjóða, það sem við köllum töfra náttúrunnar.“

Þegar vísindi og kraftur jurta mætast
„Það sem áður var gamall viskubrunnur er nú staðfest með vísindum,“ segir Karl Kristian. New Nordic leggur mikla áherslu á að styðjast við rannsóknir til að tryggja að jurtabætiefnin hafi raunveruleg áhrif. Með alþjóðlegu rannsóknarteymi sínu vinnur fyrirtækið með náttúrulegum innihaldsefnum eins og Annurca-eplum, Lion’s Mane sveppum og frönskum sjávarfuruberki, efnum sem eru í auknum mæli rannsökuð fyrir möguleg áhrif þeirra á bæði innri og ytri heilsu.

Spennandi nýjungar fyrir heila og líkama
Eitt af því sem hefur vakið hvað mesta athygli undanfarið eru rannsóknir á Lion’s Mane sveppnum og mögulegum áhrifum hans á heilastarfsemi. „Sífellt fleiri vísindagreinar kanna hvort þessi sveppur geti haft jákvæð áhrif á minni, einbeitingu og taugavirkni,“ segir Karl Kristian.

Á sama tíma hafa nýjungar eins og Restless Legs, sem inniheldur franskt sjávarfuruberki og brenninetlu, vakið athygli fyrir möguleg jákvæð áhrif á fótapirring. „Ég hef sjálfur glímt við fótapirring í mörg ár og prófað ýmsar lausnir, en ég verð að viðurkenna að árangurinn af þessari vöru kom mér skemmtilega á óvart. Ég bjóst við að finna mun, en ekki svona mikinn mun. Við erum bara rétt að byrja,“ segir Karl Kristian með sannfæringu. „Rannsóknir á náttúrulegum innihaldsefnum þróast hratt og við hlökkum til að færa fólki fleiri áhugaverðar lausnir byggðar á krafti náttúrunnar.“
Töfrar náttúrunnar seldar í 44 löndum og fleiri að bætast við
Í dag eru vörur New Nordic seldar í 44 löndum og fyrirtækið heldur áfram að þróa nýjar og spennandi lausnir sem sameina kraft jurta og vísindi. Þetta er meira en bara bætiefni – þetta er lífsstíll, þar sem náttúran og vísindin vinna saman til að bæta heilsu og vellíðan fólks um allan heim.
„Við trúum því að náttúran hafi svörin og með réttum rannsóknum og þróun getum við nýtt jurtirnar á áhrifaríkan hátt,“ segir Karl Kristian. „Það er ótrúlegt að sjá hvernig jurtir geta haft jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan fólks og við erum staðráðin í að veita enn fleirum tækifæri til að njóta þeirra.“ Með yfir 30 ára reynslu og óbilandi ástríðu fyrir náttúrulegum lausnum hefur New Nordic fest sig í sessi sem leiðandi fyrirtæki á sínu sviði. Sérfræðingar fyrirtækisins vinna hörðum höndum að því að þróa vörur sem byggja á rannsóknum og náttúrulegum innihaldsefnum, með það að markmiði að styðja við heilsu og vellíðan þeirra sem nota þær. „Við fáum endurtekið viðbrögð frá ánægðum notendum sem segja að þeir finni fyrir mun og þess vegna kaup þeir vörurnar aftur og aftur.“