„Magnað að ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lovísa Arnardóttir skrifar 13. mars 2025 19:26 Ólafur Jóhann með kærustunni sinni, Sigurlaugu, úti í Svíþjóð þar sem aðgerðin var framkvæmd. Aðsend Ólafur Jóhann Steinsson útvarpsmaður og áhrifavaldur fór fyrir þremur vikum í hjartaaðgerð. Hann segir aðgerðina það erfiðasta sem hann hafi nokkurn tíma gengið í gegnum, bæði líkamlega og andlega. „Ég fæddist með hjartagalla og fór í fyrstu aðgerðina í Boston bara tveggja daga gamall. Svo vissi ég alltaf að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð en það hefur aldrei gerst. Það er í raun magnað að ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð. Það var svo 2019 sem var farið að tala um að það gæti styst í hana og svo gerðist það bara í janúar,“ segir Ólafur Jóhann. Í janúar var honum sagt að aðgerðin yrði líklega framkvæmd einhvern tímann á næstu sex mánuðum. Í febrúar hafi hann svo verið boðaður í aðgerðina. Foreldrar hans og kærasta fylgdu honum út og dvöldu með honum í Svíþjóð í þrjár vikur. @olafurjohann123 Ekki skemmtilegar vikur, farið vel með ykkur <3 ♬ original sound - oli Ólafur segir frá því í færslu á Tiktok að spítalahótelið hafi verið ágætt og að þjónustan hafi verið fín. Þar hafi unnið íslensk kona og auk þess hafi fylgt þeim túlkur sem aðstoðaði á fundum á spítalanum. Ólafur segir spítalavistina sjálfa á tímapunktum hafa verið hræðilega og sumir dagarnir verið hreint óbærilegir. Endalaus bið „Þetta var endalaus bið. Ég fór ekki út í tvær vikur. Þetta tók mjög á andlega heilsu,“ segir Ólafur Jóhann. Hann segir það hafa hjálpað verulega að opna sig um þetta á samfélagsmiðlum. „Það hjálpaði mjög mikið að pósta þessu,“ segir hann og að viðbrögðin sömuleiðis hjálpi. Eftir fyrstu aðgerðina aðeins tveggja daga gamall. Aðsend Ólafur Jóhann fjallar nokkuð ítarlega um aðgerðina í færslu á Instagram. Þar kemur fram að hún hafi bæði verið stærri og erfiðari en hún hafi átt að vera. Nauðsynlegt var að stækka ósæðarlokuna auk þess sem einn hluti hjartans stíflaðist sem þýddi að hjartað sló aðeins um 30 slög á mínútu. Hefur endurhæfinguna Dagarnir eftir aðgerðina gengu svo nokkuð brösuglega. Hann var sendur á almenna deild eftir um sólarhring en svo aftur á gjörgæslu vegna þess að of mikill vökvi var í bæði lungum og hjarta. Á einum tímapunkti þurfti að setja dren til að fjarlægja vökvann. Ólafur Jóhann segir það „lang-lang-lang-versti dagur lífs hans“. „… orð geta ekki lýst sársaukanum sem ég upplifði þennan dag,“ segir hann í færslunni. Eftir þetta fékk hann þó að fara aftur á almenna deild þar sem hann hóf endurhæfingu sína, að labba, byggja upp þol og borða, sem hann segir hafa verið erfitt því hann hafði ekki matarlyst. Svona lítur hjartað í Ólafi Jóhanni út í dag. Aðsend „Dagarnir voru langir og næturnar líka, endalaust af sýklalyfjum, ég fékk blóð þar sem kornin í mínu voru ekki góð og dagarnir voru bara í bið og að reyna að gera eitthvað til að byggja upp þolið,“ segir Ólafur og að hann hafi aldrei verið jafn langt niðri andlega og hann var á þessum tímapunkti. Stuttu seinna var honum svo tilkynnt að hann þyrfti gangráð en vegna veikinda var ekki hægt að koma honum fyrir strax. Það tókst þó að lokum og stuttu eftir það fékk hann að fara heim. Ólafur Jóhann segir það sennilega besta dag lífs síns. „Núna er langt recovery ferli framundan og nýr veruleiki, ég heyri vangefið mikið í hjartalokunni minni en það mun venjast einn daginn og svo er ég kominn með svona fínt ör framan á mig,“ segir hann að lokum í færslu sem hann birti um málið á Instagram. Fegin að aðgerðinni er lokið Í samtali við fréttastofu segist hann afar feginn að aðgerðinni sé lokið. „Það er eiginlega bara fínt að þetta hafi verið gert núna, ég er að vona að ég verði góður í sumar. Það var bara gott að klára þetta af,“ segir hann. Sigurlaug og Ólafur Jóhann dvöldu í alls þrjár vikur í Svíþjóð vegna aðgerðarinnar. Aðsend Aðgerðin er vonandi sú síðasta sem hann fer í. „Það þarf að skipta um gangráð á tíu ára fresti en læknarnir sögðu að þetta ætti að vera síðasta aðgerðin. En maður veit auðvitað aldrei. Við erum núna bara að slaka á og svo hefst endurhæfing eftir nokkrar vikur.“ Svíþjóð Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Rikki G svaraði kallinu og lét draum Ólafs Jóhanns rætast Ólafur Jóhann Steinsson Tik-Tok stjarna er orðinn útvarpsmaður á FM957. Þetta var tilkynnt í Brennslunni á dögunum en Rikki G segist ekki hafa getað annað en samþykkt umsóknina eftir að Ólafur birti skilaboð til kappans á auglýsingaskilti á Times Square í New York. 29. apríl 2024 10:46 Svakalegasta atvinnuumsókn sem sést hefur á FM957 Útvarpsmaðurinn Rikki G vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í morgunþættinum Brennslunni á FM957 í morgun þegar Ólafur Jóhann Steinsson Tik-Tok stjarna sýndi honum flennistórt auglýsingaskilti á Times Square í New York þar sem hann hafði birt óvænta bón til útvarpsmannsins. 24. apríl 2024 13:07 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
„Ég fæddist með hjartagalla og fór í fyrstu aðgerðina í Boston bara tveggja daga gamall. Svo vissi ég alltaf að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð en það hefur aldrei gerst. Það er í raun magnað að ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð. Það var svo 2019 sem var farið að tala um að það gæti styst í hana og svo gerðist það bara í janúar,“ segir Ólafur Jóhann. Í janúar var honum sagt að aðgerðin yrði líklega framkvæmd einhvern tímann á næstu sex mánuðum. Í febrúar hafi hann svo verið boðaður í aðgerðina. Foreldrar hans og kærasta fylgdu honum út og dvöldu með honum í Svíþjóð í þrjár vikur. @olafurjohann123 Ekki skemmtilegar vikur, farið vel með ykkur <3 ♬ original sound - oli Ólafur segir frá því í færslu á Tiktok að spítalahótelið hafi verið ágætt og að þjónustan hafi verið fín. Þar hafi unnið íslensk kona og auk þess hafi fylgt þeim túlkur sem aðstoðaði á fundum á spítalanum. Ólafur segir spítalavistina sjálfa á tímapunktum hafa verið hræðilega og sumir dagarnir verið hreint óbærilegir. Endalaus bið „Þetta var endalaus bið. Ég fór ekki út í tvær vikur. Þetta tók mjög á andlega heilsu,“ segir Ólafur Jóhann. Hann segir það hafa hjálpað verulega að opna sig um þetta á samfélagsmiðlum. „Það hjálpaði mjög mikið að pósta þessu,“ segir hann og að viðbrögðin sömuleiðis hjálpi. Eftir fyrstu aðgerðina aðeins tveggja daga gamall. Aðsend Ólafur Jóhann fjallar nokkuð ítarlega um aðgerðina í færslu á Instagram. Þar kemur fram að hún hafi bæði verið stærri og erfiðari en hún hafi átt að vera. Nauðsynlegt var að stækka ósæðarlokuna auk þess sem einn hluti hjartans stíflaðist sem þýddi að hjartað sló aðeins um 30 slög á mínútu. Hefur endurhæfinguna Dagarnir eftir aðgerðina gengu svo nokkuð brösuglega. Hann var sendur á almenna deild eftir um sólarhring en svo aftur á gjörgæslu vegna þess að of mikill vökvi var í bæði lungum og hjarta. Á einum tímapunkti þurfti að setja dren til að fjarlægja vökvann. Ólafur Jóhann segir það „lang-lang-lang-versti dagur lífs hans“. „… orð geta ekki lýst sársaukanum sem ég upplifði þennan dag,“ segir hann í færslunni. Eftir þetta fékk hann þó að fara aftur á almenna deild þar sem hann hóf endurhæfingu sína, að labba, byggja upp þol og borða, sem hann segir hafa verið erfitt því hann hafði ekki matarlyst. Svona lítur hjartað í Ólafi Jóhanni út í dag. Aðsend „Dagarnir voru langir og næturnar líka, endalaust af sýklalyfjum, ég fékk blóð þar sem kornin í mínu voru ekki góð og dagarnir voru bara í bið og að reyna að gera eitthvað til að byggja upp þolið,“ segir Ólafur og að hann hafi aldrei verið jafn langt niðri andlega og hann var á þessum tímapunkti. Stuttu seinna var honum svo tilkynnt að hann þyrfti gangráð en vegna veikinda var ekki hægt að koma honum fyrir strax. Það tókst þó að lokum og stuttu eftir það fékk hann að fara heim. Ólafur Jóhann segir það sennilega besta dag lífs síns. „Núna er langt recovery ferli framundan og nýr veruleiki, ég heyri vangefið mikið í hjartalokunni minni en það mun venjast einn daginn og svo er ég kominn með svona fínt ör framan á mig,“ segir hann að lokum í færslu sem hann birti um málið á Instagram. Fegin að aðgerðinni er lokið Í samtali við fréttastofu segist hann afar feginn að aðgerðinni sé lokið. „Það er eiginlega bara fínt að þetta hafi verið gert núna, ég er að vona að ég verði góður í sumar. Það var bara gott að klára þetta af,“ segir hann. Sigurlaug og Ólafur Jóhann dvöldu í alls þrjár vikur í Svíþjóð vegna aðgerðarinnar. Aðsend Aðgerðin er vonandi sú síðasta sem hann fer í. „Það þarf að skipta um gangráð á tíu ára fresti en læknarnir sögðu að þetta ætti að vera síðasta aðgerðin. En maður veit auðvitað aldrei. Við erum núna bara að slaka á og svo hefst endurhæfing eftir nokkrar vikur.“
Svíþjóð Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Rikki G svaraði kallinu og lét draum Ólafs Jóhanns rætast Ólafur Jóhann Steinsson Tik-Tok stjarna er orðinn útvarpsmaður á FM957. Þetta var tilkynnt í Brennslunni á dögunum en Rikki G segist ekki hafa getað annað en samþykkt umsóknina eftir að Ólafur birti skilaboð til kappans á auglýsingaskilti á Times Square í New York. 29. apríl 2024 10:46 Svakalegasta atvinnuumsókn sem sést hefur á FM957 Útvarpsmaðurinn Rikki G vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í morgunþættinum Brennslunni á FM957 í morgun þegar Ólafur Jóhann Steinsson Tik-Tok stjarna sýndi honum flennistórt auglýsingaskilti á Times Square í New York þar sem hann hafði birt óvænta bón til útvarpsmannsins. 24. apríl 2024 13:07 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Rikki G svaraði kallinu og lét draum Ólafs Jóhanns rætast Ólafur Jóhann Steinsson Tik-Tok stjarna er orðinn útvarpsmaður á FM957. Þetta var tilkynnt í Brennslunni á dögunum en Rikki G segist ekki hafa getað annað en samþykkt umsóknina eftir að Ólafur birti skilaboð til kappans á auglýsingaskilti á Times Square í New York. 29. apríl 2024 10:46
Svakalegasta atvinnuumsókn sem sést hefur á FM957 Útvarpsmaðurinn Rikki G vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í morgunþættinum Brennslunni á FM957 í morgun þegar Ólafur Jóhann Steinsson Tik-Tok stjarna sýndi honum flennistórt auglýsingaskilti á Times Square í New York þar sem hann hafði birt óvænta bón til útvarpsmannsins. 24. apríl 2024 13:07