Sindri Kristinn Ólafsson er 28 ára gamall og kom til FH frá Keflavík fyrir 2023 tímabilið.
Hann spilaði 20 leiki með FH í Bestu deildinni 2023 og 23 leiki í Bestu deildinni í fyrra.
Síðasta sumar fékk á sig 39 mörk í 23 leikjum og hélt marki sínu þrisvar hreinu.
Sindri Kristinn var búinn að spila tvo leiki með FH í Lengjubikarnum í ár en var ekki með í síðustu tveimur leikjum.
Mathias Rosenörn gekk í raðir FH í byrjun síðasta mánaðar og var þá ljóst að Sindri yrði varamarkvörður í sumar.
FH-ingar þakka Sindra fyrir veru sína í Krikanum og óska honum góðs gengis í næstu verkefnum.
Sindri spilar því ekki í Bestu deildinni í sumar heldur í Lengjudeildinni með Keflavík. Keflavíkurliðið var einum leik frá því að komast upp í Bestu deildina en liðið tapaði úrslitaleik um sætið á móti Aftureldingu.