Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Jakob Bjarnar skrifar 14. mars 2025 15:45 Ingibjörg og svo þær Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírötum. Ingibjörg er afar ósátt við bókun meirihlutans í Reykjavík, svo ekki sé meira sagt. vísir/vilhelm Þingmaðurinn Ingibjörg Isaksen nær vart upp í nef sér vegna bókunar meirihlutans í Reykjavík þar sem þeir segja að felling trjáa í Öskjuhlíð sé ekki í þágu borgarbúa. Meirihlutinn vill að ríkið borgi brúasann. „Ég er orðlaus yfir bókun meirihlutans í Reykjavík varðandi trjáfellingar í Öskjuhlíð. Flugvöllurinn er líflína fólksins á landsbyggðinni og á alltaf að njóta vafans,“ segir Ingibjörg í nýrri Facebookfærslu. Gagnrýna málsmeðferð ISAVIA og Samgöngustofu harðlega Í fundargerð borgarráðs Reykjavíkur frá 12. mars varðandi þetta mál er trjáfelling í Öskjuhlíð samþykkt og vísað áfram til staðfestingar borgarráðs. Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Vinstri grænna vilja hins vegar að sá reikningur sem til falli verði greiddur af ríkinu því trjáfellingin sé ekki í þágu borgarbúa: „Við föllumst á áætlun um fellingu trjáa í Öskjuhlíð vegna flugöryggis sem kynnt var á fundinum. Við gagnrýnum um leið málsmeðferð ISAVIA og Samgöngustofu. Óskýrleiki hefur því miður einkennt ferlið sem hefur gert borginni erfitt fyrir,“ segir í bókunni. Er dæmi nefnt, að minnisblað ISAVIA frá í september 2024 hafi ekki borist borginni fyrr en í janúar 2025. Trjáfellingin í þágu allra landsmanna! „Við teljum fulla ástæðu til að árétta að skógurinn í Öskjuhlíðinni er mikilvægt upplifunar- og útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Vi munum gæta þeirra hagsmuna áfram en ekki síður flugöryggis. Verkferlar sem varða öryggi flugvallarins þurfa að vera skýrir hvað varðar alla aðila málsins. Við teljum enfremur að eðlilegast sé að ríkið standi straum af kostnaði trjáfellingarinnar,“ segir í bókunninni. Sem endar á orðunum: „Hún er ekki í þágu borgarbúa.“ Þetta telur Ingibjörg fyrir neðan allar hellur: „Það má vel vera að meirihlutinn líti svo á að trjáfellingin sé ekki í þágu borgarbúa - ég lít svo á að hún sé í þágu allra landsmanna enda borgarbúar hluti landsmanna! Held að meirihluti borgarstjórnar ætti að gera sér grein fyrir hlutverki höfuðborgar landsins.“ Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00 Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Lokið var við að fella um fimm hundruð tré í hæsta forgangi í Öskjuhlíð um helgina. Ekki hefur verið ákveðið hvort það dugi til að opna austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 24. febrúar 2025 11:46 Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Vinna við að fella fjörutíu til fimmtíu tré í Öskjuhlíðinni hófst í dag. Vonast er til að með þessu verði hægt að opna flugbraut Reykjavíkurflugvallar aftur. Henni var lokað þar sem hæð trjánna þótti ógna öryggi flugfarþega. 11. febrúar 2025 14:36 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira
„Ég er orðlaus yfir bókun meirihlutans í Reykjavík varðandi trjáfellingar í Öskjuhlíð. Flugvöllurinn er líflína fólksins á landsbyggðinni og á alltaf að njóta vafans,“ segir Ingibjörg í nýrri Facebookfærslu. Gagnrýna málsmeðferð ISAVIA og Samgöngustofu harðlega Í fundargerð borgarráðs Reykjavíkur frá 12. mars varðandi þetta mál er trjáfelling í Öskjuhlíð samþykkt og vísað áfram til staðfestingar borgarráðs. Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Vinstri grænna vilja hins vegar að sá reikningur sem til falli verði greiddur af ríkinu því trjáfellingin sé ekki í þágu borgarbúa: „Við föllumst á áætlun um fellingu trjáa í Öskjuhlíð vegna flugöryggis sem kynnt var á fundinum. Við gagnrýnum um leið málsmeðferð ISAVIA og Samgöngustofu. Óskýrleiki hefur því miður einkennt ferlið sem hefur gert borginni erfitt fyrir,“ segir í bókunni. Er dæmi nefnt, að minnisblað ISAVIA frá í september 2024 hafi ekki borist borginni fyrr en í janúar 2025. Trjáfellingin í þágu allra landsmanna! „Við teljum fulla ástæðu til að árétta að skógurinn í Öskjuhlíðinni er mikilvægt upplifunar- og útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Vi munum gæta þeirra hagsmuna áfram en ekki síður flugöryggis. Verkferlar sem varða öryggi flugvallarins þurfa að vera skýrir hvað varðar alla aðila málsins. Við teljum enfremur að eðlilegast sé að ríkið standi straum af kostnaði trjáfellingarinnar,“ segir í bókunninni. Sem endar á orðunum: „Hún er ekki í þágu borgarbúa.“ Þetta telur Ingibjörg fyrir neðan allar hellur: „Það má vel vera að meirihlutinn líti svo á að trjáfellingin sé ekki í þágu borgarbúa - ég lít svo á að hún sé í þágu allra landsmanna enda borgarbúar hluti landsmanna! Held að meirihluti borgarstjórnar ætti að gera sér grein fyrir hlutverki höfuðborgar landsins.“
Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00 Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Lokið var við að fella um fimm hundruð tré í hæsta forgangi í Öskjuhlíð um helgina. Ekki hefur verið ákveðið hvort það dugi til að opna austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 24. febrúar 2025 11:46 Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Vinna við að fella fjörutíu til fimmtíu tré í Öskjuhlíðinni hófst í dag. Vonast er til að með þessu verði hægt að opna flugbraut Reykjavíkurflugvallar aftur. Henni var lokað þar sem hæð trjánna þótti ógna öryggi flugfarþega. 11. febrúar 2025 14:36 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira
Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00
Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Lokið var við að fella um fimm hundruð tré í hæsta forgangi í Öskjuhlíð um helgina. Ekki hefur verið ákveðið hvort það dugi til að opna austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 24. febrúar 2025 11:46
Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Vinna við að fella fjörutíu til fimmtíu tré í Öskjuhlíðinni hófst í dag. Vonast er til að með þessu verði hægt að opna flugbraut Reykjavíkurflugvallar aftur. Henni var lokað þar sem hæð trjánna þótti ógna öryggi flugfarþega. 11. febrúar 2025 14:36