Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2025 19:49 Ásthildur Lóa Þórsdóttir menntamálaráðherra segir að gera þurfi gangskör í málefnum barna með fjölþættan vanda. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástand í Breiðholtsskóla, þar sem hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri úr öðrum skólum hafa haldið öllu hverfinu í heljargreipum. Börn hafa ekki þorað að mæta í skólann og ofbeldi verið daglegt brauð. Móðir drengs við skólann lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ráðist hafi verið á son hennar á leikvelli við Breiðholtsskóla í fyrradag, á sama tíma og foreldrar funduðu um stöðuna. Hún sagði son sinn hafa brotnað saman og grátbeðið hana um að þau flyttu úr hverfinu. Hún segir skólayfirvöld og borgina bregðast takmarkað við ástandinu og að grípa hefði átt inn í mun fyrr. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins síðdegis þar sem því er vísað á bug að ekkert hafi verið aðhafst af hálfu skólans eða sviðsins. Gripið hafi verið til ýmiskonar úrræða, til dæmis hafi stuðningur og sérkennsla verið aukin, hópaskiptingu verið breytt til að koma á vinnufriði í sjöunda bekk, velferðarsvið og barnavernd hefðu komið að málum og fræðsla hafi verið aukin. Skólastjórnendum finnist aðgerðir hafa skilað árangri, vinnufriður sé mun betri og nemendum líði betur. Þar kemur jafnframt fram að fyrrnefnd árás sé litin alvarlegum augum og starfsfólk skólans hafi aðstoðað lögreglu við rannsóknina. Mennta- og barnamálaráðherra segir þessi mál inni á borði ráðuneytisins og Menntamálastofnunar. „Svo vorum við nú í ríkisstjórninni áðan að samþykkja frá okkur kostnaðarskiptingu sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda. Þannig að við erum virkilega að fara að taka til hendinni þar og gera gangskör í þessum málum sem hafa verið vanrækt í alveg gríðarlega langan tíma. Það verður að fara í markvissar aðgerðir og við erum að fara að gera það,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Barnavernd Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástand í Breiðholtsskóla, þar sem hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri úr öðrum skólum hafa haldið öllu hverfinu í heljargreipum. Börn hafa ekki þorað að mæta í skólann og ofbeldi verið daglegt brauð. Móðir drengs við skólann lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ráðist hafi verið á son hennar á leikvelli við Breiðholtsskóla í fyrradag, á sama tíma og foreldrar funduðu um stöðuna. Hún sagði son sinn hafa brotnað saman og grátbeðið hana um að þau flyttu úr hverfinu. Hún segir skólayfirvöld og borgina bregðast takmarkað við ástandinu og að grípa hefði átt inn í mun fyrr. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins síðdegis þar sem því er vísað á bug að ekkert hafi verið aðhafst af hálfu skólans eða sviðsins. Gripið hafi verið til ýmiskonar úrræða, til dæmis hafi stuðningur og sérkennsla verið aukin, hópaskiptingu verið breytt til að koma á vinnufriði í sjöunda bekk, velferðarsvið og barnavernd hefðu komið að málum og fræðsla hafi verið aukin. Skólastjórnendum finnist aðgerðir hafa skilað árangri, vinnufriður sé mun betri og nemendum líði betur. Þar kemur jafnframt fram að fyrrnefnd árás sé litin alvarlegum augum og starfsfólk skólans hafi aðstoðað lögreglu við rannsóknina. Mennta- og barnamálaráðherra segir þessi mál inni á borði ráðuneytisins og Menntamálastofnunar. „Svo vorum við nú í ríkisstjórninni áðan að samþykkja frá okkur kostnaðarskiptingu sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda. Þannig að við erum virkilega að fara að taka til hendinni þar og gera gangskör í þessum málum sem hafa verið vanrækt í alveg gríðarlega langan tíma. Það verður að fara í markvissar aðgerðir og við erum að fara að gera það,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Barnavernd Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira