Innlent

Reyndu að þvinga mann til að taka úr hrað­banka

Lovísa Arnardóttir skrifar
Tveir reyndu að þvinga annan til að taka pening úr hraðbanka á Seltjarnarnesi. 
Tveir reyndu að þvinga annan til að taka pening úr hraðbanka á Seltjarnarnesi.  Vísir/Arnar

Tilkynnt var í dag um tvo einstaklinga sem reyndu að þvinga þann þriðja til að taka pening úr hraðbanka. Atvikið átti sér stað á Seltjarnarnesi. Samkvæmt upplýsingum í dagbók lögreglunnar voru þessir tveir aðilar farnir þegar lögreglu bar að.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að alls gisti þrír einstaklingar í fangaklefa eins og er og að á tímabilinu frá fimm í morgun til klukkan 17 í dag hafi verið bókuð 192 mál í kerfi lögreglunnar.

Þar á meðal var tilkynnt um þjófnað í miðborginni og Vesturbæ. Þá var einn handtekinn fyrir brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga í Hafnarfirði. Í Kópavogi var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ölvaður reiðhjólamaður hjólaði á bíl og um að ekið hefði verið á gangandi vegfarenda í Kópavogi.

Þá var einnig tilkynnt um hóp af ungmennum að hrella fólk í Mjódd í Breiðholti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×