McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2025 09:01 McLaren maðurinn Lando Norris brosir út að eyrum þegar George Russell óskar honum til hamingju með að hafa náð ráspólnum. AFP/TRACEY NEARMY McLaren menn ætla sér stóra hluta á nýju formúlu 1 tímabili og þeir stóðu undir þeim vonum og væntingum í tímatöku fyrir ástralska kappaksturinn sem fram fór í nótt. Lando Norris og Oscar Piastri, ökumenn McLaren, verða tveir fremstir á ráspólunum en heimsmeistari síðustu fjögurra ára, Max Verstappen há Red Bull, byrjar þriðji. „Þetta er fullkomin leið til að byrja tímabilið en þetta er bara forkeppnin ekki satt? Við skulum bíða og sjá á morgun því þetta verður varasöm keppni,“ sagði Lando Norris. Norris var aðeins 0,084 á undan liðsfélaga sínum en Max Verstappen var síðan 0,385 sekúndum á eftir Piastri. George Russell hjá Mercedes byrjar fjórði og Yuki Tsunoda há Racing Bull er fimmti á ráspól. Williams maðurinn Alex Albon er sjötti og náði að vera á undan báðum Ferrari bílunum sem ollu vonbrigðum. Charles Lecler verður sjöundi og Lewis Hamilton þarf að byrja áttundi. Fyrsti kappakstur tímabilsins fer síðan fram á brautinni í Melbourne í nótt. McLaren hefur ekki verið á ráspól í ástralska kappakstrinum í þrettán ár eða síðan Lewis Hamilton byrjaði fremstur árið 2012. Hamilton mun nú keppa í fyrsta sinn í Ferrari bílnum en þarf að gera mun betur en í tímatökunni ef hann ætlar að blanda sér eitthvað í baráttuna. Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lando Norris og Oscar Piastri, ökumenn McLaren, verða tveir fremstir á ráspólunum en heimsmeistari síðustu fjögurra ára, Max Verstappen há Red Bull, byrjar þriðji. „Þetta er fullkomin leið til að byrja tímabilið en þetta er bara forkeppnin ekki satt? Við skulum bíða og sjá á morgun því þetta verður varasöm keppni,“ sagði Lando Norris. Norris var aðeins 0,084 á undan liðsfélaga sínum en Max Verstappen var síðan 0,385 sekúndum á eftir Piastri. George Russell hjá Mercedes byrjar fjórði og Yuki Tsunoda há Racing Bull er fimmti á ráspól. Williams maðurinn Alex Albon er sjötti og náði að vera á undan báðum Ferrari bílunum sem ollu vonbrigðum. Charles Lecler verður sjöundi og Lewis Hamilton þarf að byrja áttundi. Fyrsti kappakstur tímabilsins fer síðan fram á brautinni í Melbourne í nótt. McLaren hefur ekki verið á ráspól í ástralska kappakstrinum í þrettán ár eða síðan Lewis Hamilton byrjaði fremstur árið 2012. Hamilton mun nú keppa í fyrsta sinn í Ferrari bílnum en þarf að gera mun betur en í tímatökunni ef hann ætlar að blanda sér eitthvað í baráttuna.
Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira