Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. mars 2025 12:17 Rababaravalkyrjurnar á Blönduósi, sem standa fyrir stofnfundinum í dag. Þetta eru þær frá vinstri, Björk Bjarnadóttir, Elfa Þöll Grétarsdóttir, Katrín Sif Rúnarsdóttir og Iðunn Vignisdóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til í Kvennaskólanum á Blönduósi í dag því þar verður stofnfundur Rabarbarafélagsins en tilgangur félagsins verður fyrst og fremst að halda sögu rabarbarans og nytjum hans á lofti, ásamt því að halda einu sinni á ári rabarbarahátíð á Blönduósi. Allir, sem vilja vera stofnfélagar Rabarbarafélagsins eru velkomnir á fundinn, sem verður haldin á milli 14:00 og 15:00 í Kvennaskólanum á Blönduósi. Fjórar valkyrjur og miklar rababarakonur standa að stofnun félagsins en það eru þær Elfa Þöll Grétarsdóttir, Björk Bjarnadóttir, Iðunn Vignisdóttir og Katrín Sif Rúnarsdóttir. En hver er tilgangur félagsins, Björk svarar því. „Rababarafélagið er sem sagt félag, sem ætlar að styðja við það að rababarahátíð á Blönduósi sé haldin ár hvert. Við sem sagt héldum hátíð í fyrsta skipti í fyrra 29. júní og þá fengum við um 400 manns til okkar og það gekk svo vel,” segir Björk. Björk segir rabarbara mjög merkilegt fyrirbæri. „Rababarinn er bara mjög merkileg jurt, ég er náttúrulega alltaf með plöntur á heilanum og ef þú sérð rabbabaragarð einhvers staðar þá varð hann til af því að einhver manneskja setti hnausana ofan í jörðina, hann dreifir sér ekki sjálfur. Þannig að það eru miklar sögur tengdar hverjum rabbabaragarði, hver bjó hann til og af hverju en upphaflega kemur hann frá Kína og var ein verðmætasta jurt í heimi og þá var það rótin sem var notuð, ekki þetta hvíta á leggnum, heldur rótin, sem er lengst ofan í jörðinni og er svona gulur svampur eiginlega,” segir Björk. Börn elska rabbabara ekki síður en fullorðna fólkið. Þessi tvö tóku þátt í rababarahátíðinni á Blönduósi síðasta sumar.Aðsend Eins og flestir ef ekki allir ættu að vita er hægt að gera svo margt úr rabarbaranum eins og rabarbarasultu, rabarbaragraut og fleira. Björk hvetur alla, sem hafa tækifæri á að fara að rækta rabarbara í görðum sínum sé þeir ekki til staðar þar í dag. „Já, þetta er svo skemmtileg auðlind af því að hann býður upp á svo margt en þegar hann kom til landsins um 1880 þá fékk fólk loksins eitthvað ferskt, sem gat vaxið upp við húsið og það var hægt að gera eitthvað. Þetta er fjölært grænmeti, eitt af fáum tegundum í heiminum, sem er fjölært grænmeti en flestir líta á þetta, sem ávöxt af því að hann gefur af sér svo sæta afurð, sem maður gerir með sykri og rabarbara,” segir Björk að lokum. Að sjálfsögðu verður haldin rababarahátíð á Blönduósi í sumar en hún verður laugardaginn 28. júní. Rabarbarahátíð fer fram á Blönduósi laugardaginn 28. júní í sumar þar sem boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.Aðsend Húnabyggð Landbúnaður Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Allir, sem vilja vera stofnfélagar Rabarbarafélagsins eru velkomnir á fundinn, sem verður haldin á milli 14:00 og 15:00 í Kvennaskólanum á Blönduósi. Fjórar valkyrjur og miklar rababarakonur standa að stofnun félagsins en það eru þær Elfa Þöll Grétarsdóttir, Björk Bjarnadóttir, Iðunn Vignisdóttir og Katrín Sif Rúnarsdóttir. En hver er tilgangur félagsins, Björk svarar því. „Rababarafélagið er sem sagt félag, sem ætlar að styðja við það að rababarahátíð á Blönduósi sé haldin ár hvert. Við sem sagt héldum hátíð í fyrsta skipti í fyrra 29. júní og þá fengum við um 400 manns til okkar og það gekk svo vel,” segir Björk. Björk segir rabarbara mjög merkilegt fyrirbæri. „Rababarinn er bara mjög merkileg jurt, ég er náttúrulega alltaf með plöntur á heilanum og ef þú sérð rabbabaragarð einhvers staðar þá varð hann til af því að einhver manneskja setti hnausana ofan í jörðina, hann dreifir sér ekki sjálfur. Þannig að það eru miklar sögur tengdar hverjum rabbabaragarði, hver bjó hann til og af hverju en upphaflega kemur hann frá Kína og var ein verðmætasta jurt í heimi og þá var það rótin sem var notuð, ekki þetta hvíta á leggnum, heldur rótin, sem er lengst ofan í jörðinni og er svona gulur svampur eiginlega,” segir Björk. Börn elska rabbabara ekki síður en fullorðna fólkið. Þessi tvö tóku þátt í rababarahátíðinni á Blönduósi síðasta sumar.Aðsend Eins og flestir ef ekki allir ættu að vita er hægt að gera svo margt úr rabarbaranum eins og rabarbarasultu, rabarbaragraut og fleira. Björk hvetur alla, sem hafa tækifæri á að fara að rækta rabarbara í görðum sínum sé þeir ekki til staðar þar í dag. „Já, þetta er svo skemmtileg auðlind af því að hann býður upp á svo margt en þegar hann kom til landsins um 1880 þá fékk fólk loksins eitthvað ferskt, sem gat vaxið upp við húsið og það var hægt að gera eitthvað. Þetta er fjölært grænmeti, eitt af fáum tegundum í heiminum, sem er fjölært grænmeti en flestir líta á þetta, sem ávöxt af því að hann gefur af sér svo sæta afurð, sem maður gerir með sykri og rabarbara,” segir Björk að lokum. Að sjálfsögðu verður haldin rababarahátíð á Blönduósi í sumar en hún verður laugardaginn 28. júní. Rabarbarahátíð fer fram á Blönduósi laugardaginn 28. júní í sumar þar sem boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.Aðsend
Húnabyggð Landbúnaður Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent