Handbolti

Læri­sveinar Al­freðs að stinga af

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfreð Gíslason er þjálfari þýska landsliðsins í handbolta.
Alfreð Gíslason er þjálfari þýska landsliðsins í handbolta. Mateusz Slodkowski/Getty Images

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska karlalandsliðinu í handbolta unnu sterkan fimm marka sigur er liðið tók á móti því austurríska í undankeppni EM 2026 í dag.

Þýskaland og Austurríki leika í riðli 7 og sátu í 1. og 2. sæti riðilsins fyrir leik dagsins. Með sigri hefðu Austurríkismenn lyft sér upp fyrir Þjóðverja.

Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi framan af og austurríska liðið byrjaði betur. Þjóðverjar náðu þó forystunni um miðbik hálfleiksins og juku forskotið jafnt og þétt. Mest náði þýska liðið fjögurra marka forskoti fyrir hlé, en staða í hálfleik var 16-14, Þýskalandi í vil.

Þjóðverjar byrjuðu seinni hálfleikinn svo af miklum krafti og náðu fljótt sjö marka forystu. Það bil náðu Austurríkismenn aldrei að brúa og niðurstaðan varð fimm marka sigur Þjóðverja, 31-26.

Þjóðverjar tróna því enn á toppi riðilsins, nú með sjö stig eftir fjóra leiki, þremur stigum meira en Austurríki sem situr í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×