Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2025 09:00 Sir Jim Ratcliffe hefur ekki áhuga á því að sitja undir sömu gagnrýni og kollegar hans hjá Manchester United. Ash Donelon/Manchester United via Getty Images Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi í Manchester United, segir að hann muni ganga út og segja skilið við félagið ef hann fær sömu meðferð frá stuðningsmönnum liðsins og Glazer-fjölskyldan. Glazer-fjölskyldan, sem enn er stærsti eigandi Manchester United, hefur ekki beint verið vinsæl meðal stuðningsmanna félagsins undanfarin ár. Glazerarnir keyptu félagið árið 2005 og síðan árið 2013 hefur félagið jafnt og þétt verið að falla aftur úr stærstu liðum Evrópu. Stuðningsmenn Manchester United hafa margir hverjir kallað eftir því að Glazer-fjölskyldan hverfi á brott og að nýir aðilar taki við eignarhaldi félagsins. Sir Jim Ratcliffe keypti hluta í félaginu á síðasta ári og hefur ráðist í ýmsar breytingar innan klúbbsins. Breytingar snúa margar hverjar að niðurskurði og hafa nokkrar ákvarðanir hans farið öfugt ofan í stuðninsmenn liðsins. Ef marka má orð Ratcliffes var þó nauðsynlegt að ráðast í niðurskurði. Ákvarðanir hans hafa þó eins og áður segir ekki endilega allar verið vinsælar. Hann segist geta tekið gagnrýninni um stund, en að ef að hann fær sömu meðferð og Glazer-fjölskyldan þá muni hann á endanum gefast upp. „Ég get lifað með þessu um stund. Ég læt það ekki á mig fá að vera óvinsæll, því ég skil það vel að stuðningsmennirnir vilja ekki sjá Manchester United á þeim stað þar sem félagið er núna,“ sagði Ratcliffe í samtali við BBC. „Ef ég kalla fram smá reiði þá get ég lifað með því. En ég er ekkert öðruvísi en annað venjulegt fólk. Þetta er ekki skemmtilegt. Sérstaklega ekki fyrir vini mín og fjölskyldu.“ „Þannig að ef þetta nær þeim hæðum sem Glazer-fjölskyldan hefur mátt þola þá myndi ég á endanum gefast upp, segja: „Nú er nóg komið,“ og leyfa einhverjum öðrum að taka við.“ Enski boltinn Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Sjá meira
Glazer-fjölskyldan, sem enn er stærsti eigandi Manchester United, hefur ekki beint verið vinsæl meðal stuðningsmanna félagsins undanfarin ár. Glazerarnir keyptu félagið árið 2005 og síðan árið 2013 hefur félagið jafnt og þétt verið að falla aftur úr stærstu liðum Evrópu. Stuðningsmenn Manchester United hafa margir hverjir kallað eftir því að Glazer-fjölskyldan hverfi á brott og að nýir aðilar taki við eignarhaldi félagsins. Sir Jim Ratcliffe keypti hluta í félaginu á síðasta ári og hefur ráðist í ýmsar breytingar innan klúbbsins. Breytingar snúa margar hverjar að niðurskurði og hafa nokkrar ákvarðanir hans farið öfugt ofan í stuðninsmenn liðsins. Ef marka má orð Ratcliffes var þó nauðsynlegt að ráðast í niðurskurði. Ákvarðanir hans hafa þó eins og áður segir ekki endilega allar verið vinsælar. Hann segist geta tekið gagnrýninni um stund, en að ef að hann fær sömu meðferð og Glazer-fjölskyldan þá muni hann á endanum gefast upp. „Ég get lifað með þessu um stund. Ég læt það ekki á mig fá að vera óvinsæll, því ég skil það vel að stuðningsmennirnir vilja ekki sjá Manchester United á þeim stað þar sem félagið er núna,“ sagði Ratcliffe í samtali við BBC. „Ef ég kalla fram smá reiði þá get ég lifað með því. En ég er ekkert öðruvísi en annað venjulegt fólk. Þetta er ekki skemmtilegt. Sérstaklega ekki fyrir vini mín og fjölskyldu.“ „Þannig að ef þetta nær þeim hæðum sem Glazer-fjölskyldan hefur mátt þola þá myndi ég á endanum gefast upp, segja: „Nú er nóg komið,“ og leyfa einhverjum öðrum að taka við.“
Enski boltinn Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Sjá meira