Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Bjarki Sigurðsson skrifar 15. mars 2025 20:07 Það brutust út mikil fagnaðarlæti þegar Gísli Örn kvað „Ólsen ólsen“ og tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í spilinu í fjórtán ár. Vísir/Júlíus Þór Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen fór fram í fyrsta sinn í fjórtán ár í dag. 32 keppendur voru skráðir til leiks og stóðu sig misvel að sögn mótshaldara. Það sé ekki nóg að vera heppinn. Keppendur voru stórhuga þegar þeir mættu til leiks. Nokkrir klæddu sig í sín fínustu spilaföt, tilbúnir að fleygja öðrum keppendum út. Andrúmsloftið var spennuþrungið, en leikið var á fjórum borðum í einu. Fyrstur til að vinna þrjú spil var kominn í næstu umferð. „Þetta var ár sem fæðingin tók. Ég fékk þessa hugmynd í febrúar 2024 og ég er búinn að vera að þróa þetta og hugsa þetta áfram. Núna var rétti tíminn að halda þetta, þrettán mánuðum síðar,“ segir Tómas Steindórsson, skipuleggjandi mótsins. Tómas Steindórsson skipulagði mótið.Vísir/Hulda Margrét Er þetta í fyrsta sinn sem mótið fer fram? „Nei, mótið fór fram árið 2011 síðast á Gullöldinni. Þetta er áframhald af því og verður vonandi árlega eftir þetta.“ Ólsen Ólsen er eitt einfaldasta spilið, og fljótt á litið virðist heppnin ráða flestu. Tómas vísar því á bug. Það sé hægt að vera góður í Ólsen Ólsen. „Það er að hugsa vel undir pressu og vera samkvæmur sjálfum sér. Svo er hægt að telja spilin. Það er fyrir lengra komna,“ segir Tómas. Það var mikil stemning í Reykjavík Brewery þar sem mótið fór fram.Vísir/Lýður Valberg Sumir keppenda voru betur undirbúnir en aðrir. „Við tókum hitting í gær og í fyrradag. Það gekk illa á æfingum en það hefur gengið vel í dag. Það skiptir máli,“ segir Tjörvi Jónsson, einn þátttakenda. Hvernig er maður góður í Ólsen ólsen? „Þetta er taktík, hvort þú viljir setja strax niður eða í lokinn. Þetta er smá strategía.“ Eftir spennuþrungið spil er mikilvægt að allir skilji sáttir.Vísir/Júlíus Þór Þetta er ekki bara heppni? „Nei, alls ekki.“ En það gat bara verið einn sigurvegari og í ár var það Gísli Örn Gíslason sem tók titilinn heim. Gísli Örn, Íslandsmeistarinn í Ólsen ólsen árið 2025, ásamt Tómasi Steindórs, skipuleggjanda mótsins.Vísir/Júlíus Þór Grín og gaman Reykjavík X977 Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Keppendur voru stórhuga þegar þeir mættu til leiks. Nokkrir klæddu sig í sín fínustu spilaföt, tilbúnir að fleygja öðrum keppendum út. Andrúmsloftið var spennuþrungið, en leikið var á fjórum borðum í einu. Fyrstur til að vinna þrjú spil var kominn í næstu umferð. „Þetta var ár sem fæðingin tók. Ég fékk þessa hugmynd í febrúar 2024 og ég er búinn að vera að þróa þetta og hugsa þetta áfram. Núna var rétti tíminn að halda þetta, þrettán mánuðum síðar,“ segir Tómas Steindórsson, skipuleggjandi mótsins. Tómas Steindórsson skipulagði mótið.Vísir/Hulda Margrét Er þetta í fyrsta sinn sem mótið fer fram? „Nei, mótið fór fram árið 2011 síðast á Gullöldinni. Þetta er áframhald af því og verður vonandi árlega eftir þetta.“ Ólsen Ólsen er eitt einfaldasta spilið, og fljótt á litið virðist heppnin ráða flestu. Tómas vísar því á bug. Það sé hægt að vera góður í Ólsen Ólsen. „Það er að hugsa vel undir pressu og vera samkvæmur sjálfum sér. Svo er hægt að telja spilin. Það er fyrir lengra komna,“ segir Tómas. Það var mikil stemning í Reykjavík Brewery þar sem mótið fór fram.Vísir/Lýður Valberg Sumir keppenda voru betur undirbúnir en aðrir. „Við tókum hitting í gær og í fyrradag. Það gekk illa á æfingum en það hefur gengið vel í dag. Það skiptir máli,“ segir Tjörvi Jónsson, einn þátttakenda. Hvernig er maður góður í Ólsen ólsen? „Þetta er taktík, hvort þú viljir setja strax niður eða í lokinn. Þetta er smá strategía.“ Eftir spennuþrungið spil er mikilvægt að allir skilji sáttir.Vísir/Júlíus Þór Þetta er ekki bara heppni? „Nei, alls ekki.“ En það gat bara verið einn sigurvegari og í ár var það Gísli Örn Gíslason sem tók titilinn heim. Gísli Örn, Íslandsmeistarinn í Ólsen ólsen árið 2025, ásamt Tómasi Steindórs, skipuleggjanda mótsins.Vísir/Júlíus Þór
Grín og gaman Reykjavík X977 Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira