Áreitið hafði mikil áhrif Bjarki Sigurðsson skrifar 15. mars 2025 21:11 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir áreiti í garð starfsfólks sendiráðs Rússlands hafa verið stóra ástæðu fyrir því að sendiráðinu var lokað. Vísir/Arnar Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Moskvu urðu fyrir ítrekuðu áreiti áður en því var lokað fyrir tæpum tveimur árum. Starfsmenn hafi fundið augljós ummerki um að brotist hafi verið inn til þeirra. Utanríkisráðherra segir áreitið stóran hluta þess að sendiráðinu var lokað. Breski miðillinn Daily Express greindi frá því á miðvikudag að vikurnar áður en íslensk stjórnvöld lokuðu sendiráðinu hafi starfsfólk lent í því að opið var inn á heimili þeirra og aska úr sígarettum þar víða. Einn starfsmaður sem var grænmetisæta fann steik í ísskápnum sínum sem einhver óprúttinn hafði komið fyrir þar. Ísland var fyrsta ríkið til að loka sendiráði sínu í Rússlandi eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist nýlega hafa verið upplýst um málið. „Ég get ekki tjáð mig um tiltekin tilvik. Hvort sem varðar starfsfólk eða tilvikin sjálf. En það er ljóst að það var brotið á friðhelgi starfsfólks okkar. Það er frumskylda okkar hér í utanríkisráðuneytinu að standa vörð og passa upp á fólkið okkar. Eðlilega var þetta mikilvæg og stór breyta inn í þá ákvörðun sem varð til þess að við lokuðum sendiráðinu,“ segir Þorgerður. Breskur prófessor vill meina að með þessu hafi rússnesk stjórnvöld verið að sýna að þeir kæmust inn á heimili fulltrúanna þegar þeim sýndist. Þeir hafi viljað neyða Ísland í að loka sendiráðinu. Með þessu hafi þeir brotið gegn Vínarsáttmálanum sem á að tryggja öryggi erlendra sendimanna. Er eitthvað vitað hvort rússneska ríkið kom eitthvað nálægt þessu? „Hver sem það var sem braust þarna inn, það er viðkomandi ríkis að tryggja öryggi sendiráðsstarfsfólks samkvæmt Vínarsáttmálanum. Það var einfaldlega það sem við vorum að benda Rússunum á,“ segir Þorgerður. Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Sendiráð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Breski miðillinn Daily Express greindi frá því á miðvikudag að vikurnar áður en íslensk stjórnvöld lokuðu sendiráðinu hafi starfsfólk lent í því að opið var inn á heimili þeirra og aska úr sígarettum þar víða. Einn starfsmaður sem var grænmetisæta fann steik í ísskápnum sínum sem einhver óprúttinn hafði komið fyrir þar. Ísland var fyrsta ríkið til að loka sendiráði sínu í Rússlandi eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist nýlega hafa verið upplýst um málið. „Ég get ekki tjáð mig um tiltekin tilvik. Hvort sem varðar starfsfólk eða tilvikin sjálf. En það er ljóst að það var brotið á friðhelgi starfsfólks okkar. Það er frumskylda okkar hér í utanríkisráðuneytinu að standa vörð og passa upp á fólkið okkar. Eðlilega var þetta mikilvæg og stór breyta inn í þá ákvörðun sem varð til þess að við lokuðum sendiráðinu,“ segir Þorgerður. Breskur prófessor vill meina að með þessu hafi rússnesk stjórnvöld verið að sýna að þeir kæmust inn á heimili fulltrúanna þegar þeim sýndist. Þeir hafi viljað neyða Ísland í að loka sendiráðinu. Með þessu hafi þeir brotið gegn Vínarsáttmálanum sem á að tryggja öryggi erlendra sendimanna. Er eitthvað vitað hvort rússneska ríkið kom eitthvað nálægt þessu? „Hver sem það var sem braust þarna inn, það er viðkomandi ríkis að tryggja öryggi sendiráðsstarfsfólks samkvæmt Vínarsáttmálanum. Það var einfaldlega það sem við vorum að benda Rússunum á,“ segir Þorgerður.
Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Sendiráð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira