Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. mars 2025 22:16 Íbúar á Hvolsvelli á Kjötsúpuhátíðinni í fyrra og fiðluleikari Toronto-sinfóníunnar í sundhöll YMCA. Sinfóníuhljómsveit Íslands ætlar nú bara að spila fyrir íslenska sundgesti gegnum sjón- eða útvarp. Vísir/Magnús Hlynur/Getty Sveitarstjórn Rangárþings eystra þakkar Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir frumkvæði að viðburðinum „Sinfó í sundi“. Hins vegar fer fram kjötsúpurölt í sveitarfélaginu á sama tíma og sér sveitarstjórnin sér því ekki fært að taka þátt. Sinfóníuhljómsveit Íslands er 75 ára í ár og í tilefni stórafmælisins og tíu ára afmælis Klassíkurinnar okkar hefur Sinfóníuhljómsveitin leitast eftir samstarfi við sveitarstjórnir landsins um verkefnið „Sinfó í sundi“ sem gengur út á að boðið sé upp á beina útsendingu í sundlaugum frá sjónvarpstónleikunum sem hefjast klukkan 20 á RÚV þann 29. ágúst. Ttónleikarnir verði þá sýndir með hjálp skjávarpa, sjónvarps- eða útvarpstækja í laugunum. Sendi Sinfónían bréf um verkefnið á sveitarstjórnir landsins og hvatti „sveitarstjórnarfólk, menningarfulltrúa, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og rekstraraðila sundlauga“ til að hafa opið fram á kvöld á meðan á tónleikunum stæði. Sjá sér ekki fært að taka þátt Nokkur sveitarfélög hafa tekið jákvætt í beiðni Sinfóníuhljómsveitarinnar og vísað henni áfram til viðeigandi nefnda eða fulltrúa til framkvæmdar. Þar má nefna sveitarfélögin Skagafjörð, Fjallabyggð, Norðurþing, Bláskógabyggð og Strandabyggð Eitt sveitarfélag hefur þó slegið hugmyndina af borðinu en það er Rangárþing eystra. Ástæðan virðist vera að of annríkt sé í sveitafélaginu á þeim tíma sem Klassíkin okkar er sýnd sökum kjötsúpuhátíðar. Árlega er haldin kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli og fer þar fram kjötsúpurölt, Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sveitarstjórnarfundi sveitarfélagsins þann 13. mars 2025 var bréf Sinfóníuhljómsveitar Íslands lagt fram og málið tekið fyrir í bókun. Þar þakkar sveitarstjórn fyrir erindið og fagnar frumkvæði sinfóníuhljómsveitarinnar að viðburðinum. „Hins vegar hentar tímasetning viðburðarins þann 29. ágúst kl. 20:00, mjög illa fyrir íbúa í Rangárþingi eystra, þar sem að á sama tíma fer fram hið árlega súpurölt í tengslum við bæjarhátið sveitarfélagsins, Kjötsúpuhátið. Því sér sveitarstjórn sér ekki fært að taka þátt í viðburðinum að þessu sinni,“ sagði í bókuninni. Var bókunin síðan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. Rangárþing eystra Sinfóníuhljómsveit Íslands Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Þúsundir lítra af kjötsúpu á Hvolsvelli Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu. 28. ágúst 2024 20:06 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands er 75 ára í ár og í tilefni stórafmælisins og tíu ára afmælis Klassíkurinnar okkar hefur Sinfóníuhljómsveitin leitast eftir samstarfi við sveitarstjórnir landsins um verkefnið „Sinfó í sundi“ sem gengur út á að boðið sé upp á beina útsendingu í sundlaugum frá sjónvarpstónleikunum sem hefjast klukkan 20 á RÚV þann 29. ágúst. Ttónleikarnir verði þá sýndir með hjálp skjávarpa, sjónvarps- eða útvarpstækja í laugunum. Sendi Sinfónían bréf um verkefnið á sveitarstjórnir landsins og hvatti „sveitarstjórnarfólk, menningarfulltrúa, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og rekstraraðila sundlauga“ til að hafa opið fram á kvöld á meðan á tónleikunum stæði. Sjá sér ekki fært að taka þátt Nokkur sveitarfélög hafa tekið jákvætt í beiðni Sinfóníuhljómsveitarinnar og vísað henni áfram til viðeigandi nefnda eða fulltrúa til framkvæmdar. Þar má nefna sveitarfélögin Skagafjörð, Fjallabyggð, Norðurþing, Bláskógabyggð og Strandabyggð Eitt sveitarfélag hefur þó slegið hugmyndina af borðinu en það er Rangárþing eystra. Ástæðan virðist vera að of annríkt sé í sveitafélaginu á þeim tíma sem Klassíkin okkar er sýnd sökum kjötsúpuhátíðar. Árlega er haldin kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli og fer þar fram kjötsúpurölt, Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sveitarstjórnarfundi sveitarfélagsins þann 13. mars 2025 var bréf Sinfóníuhljómsveitar Íslands lagt fram og málið tekið fyrir í bókun. Þar þakkar sveitarstjórn fyrir erindið og fagnar frumkvæði sinfóníuhljómsveitarinnar að viðburðinum. „Hins vegar hentar tímasetning viðburðarins þann 29. ágúst kl. 20:00, mjög illa fyrir íbúa í Rangárþingi eystra, þar sem að á sama tíma fer fram hið árlega súpurölt í tengslum við bæjarhátið sveitarfélagsins, Kjötsúpuhátið. Því sér sveitarstjórn sér ekki fært að taka þátt í viðburðinum að þessu sinni,“ sagði í bókuninni. Var bókunin síðan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Rangárþing eystra Sinfóníuhljómsveit Íslands Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Þúsundir lítra af kjötsúpu á Hvolsvelli Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu. 28. ágúst 2024 20:06 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Þúsundir lítra af kjötsúpu á Hvolsvelli Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu. 28. ágúst 2024 20:06