Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. mars 2025 21:02 Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri sýningarinnar Þetta er Laddi. Sex af sjö verkfallsdögum leikara falla á sýningardag Þetta er Laddi, sem var frumsýnd 7. mars síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Leikstjóri sýningarinnar Þetta er Laddi, í Borgarleikhúsinu, segir tap í kortunum fyrir Leikfélag Reykjavíkur verði ekki samið í kjaradeilu við leikara. Boðuð verkföll hefjast á fimmtudag og falla á sex sýningar Ladda. Leikarar hafa verið samningslausir í fjórtán mánuði. Viðræðum var vísað til ríkissáttasemjara í nóvember en síðasti fundur hjá honum var 5. mars síðastliðinn. Formaður Félags íslenskra lekara og sviðslistafólks, FÍL, sagði í viðtali á Vísi í dag að Leikfélag Reykjavíkur hefði ekki sýnt neinn samningsvilja og að stjórn þess hefði brugðist hlutverki sínu. FÍL lagði fram tillögu á föstudag sem samninganefnd Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Leikfélagsins, hafnaði. Boðuð verkföll munu hafa mest áhrif á sýninguna Þetta er Laddi. Sex af sjö verkfallsdögum falla á sýningardag hennar, en hún var frumsýnd 7. mars. Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri sýningarinnar, segist auðvitað ekki spenntur fyrir verkföllum. „Ég hef aftur á móti ríkan skilning á stöðu leikara. Þetta er nú flókið á þessu heimili því konan mín er leikkona við Leikfélagið, Ester Talía, og er einn af fulltrúum leikara í samninganefnd þannig að víglínan liggur þvert í gegn um eldhúsið,“ segir Ólafur. Kostnaður við að fella niður sýningar of hár Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa áhyggjur af stöðunni og mjög langt sé milli aðila. Hann hefur ekki boðað til annars samningafundar í viðræðunum. Ólafur Egill segist ekki hafa miklar áhyggjur af því að málið verði ekki leyst, enda hafi viðræður staðið lengi yfir. „Það hlýtur að styttast í að lausnin finnist. Kostnaður við að fella niður sýningar og hringja út alla sem eiga miða og finna nýjar dagsetningar hlýtur að slaga hátt upp í það sem stendur út af í samningaviðræðunum,“ segir hann. „Þannig að þau hljóta að finna lausn á þessu bara á morgun svo við getum haldið áfram með gleðina og Ladderíið.“ Leikhús Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Tengdar fréttir „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks (FÍL) segir stjórn Borgarleikhússins hafa brugðist sviðslistafólki. Leikarar og dansarar við leikhúsið hafa verið kjarasamningslausir í fjórtán mánuði og ekkert virðist ganga í viðræðunum. 16. mars 2025 13:20 Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. 14. mars 2025 15:53 Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Sjá meira
Leikarar hafa verið samningslausir í fjórtán mánuði. Viðræðum var vísað til ríkissáttasemjara í nóvember en síðasti fundur hjá honum var 5. mars síðastliðinn. Formaður Félags íslenskra lekara og sviðslistafólks, FÍL, sagði í viðtali á Vísi í dag að Leikfélag Reykjavíkur hefði ekki sýnt neinn samningsvilja og að stjórn þess hefði brugðist hlutverki sínu. FÍL lagði fram tillögu á föstudag sem samninganefnd Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Leikfélagsins, hafnaði. Boðuð verkföll munu hafa mest áhrif á sýninguna Þetta er Laddi. Sex af sjö verkfallsdögum falla á sýningardag hennar, en hún var frumsýnd 7. mars. Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri sýningarinnar, segist auðvitað ekki spenntur fyrir verkföllum. „Ég hef aftur á móti ríkan skilning á stöðu leikara. Þetta er nú flókið á þessu heimili því konan mín er leikkona við Leikfélagið, Ester Talía, og er einn af fulltrúum leikara í samninganefnd þannig að víglínan liggur þvert í gegn um eldhúsið,“ segir Ólafur. Kostnaður við að fella niður sýningar of hár Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa áhyggjur af stöðunni og mjög langt sé milli aðila. Hann hefur ekki boðað til annars samningafundar í viðræðunum. Ólafur Egill segist ekki hafa miklar áhyggjur af því að málið verði ekki leyst, enda hafi viðræður staðið lengi yfir. „Það hlýtur að styttast í að lausnin finnist. Kostnaður við að fella niður sýningar og hringja út alla sem eiga miða og finna nýjar dagsetningar hlýtur að slaga hátt upp í það sem stendur út af í samningaviðræðunum,“ segir hann. „Þannig að þau hljóta að finna lausn á þessu bara á morgun svo við getum haldið áfram með gleðina og Ladderíið.“
Leikhús Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Tengdar fréttir „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks (FÍL) segir stjórn Borgarleikhússins hafa brugðist sviðslistafólki. Leikarar og dansarar við leikhúsið hafa verið kjarasamningslausir í fjórtán mánuði og ekkert virðist ganga í viðræðunum. 16. mars 2025 13:20 Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. 14. mars 2025 15:53 Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Sjá meira
„Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks (FÍL) segir stjórn Borgarleikhússins hafa brugðist sviðslistafólki. Leikarar og dansarar við leikhúsið hafa verið kjarasamningslausir í fjórtán mánuði og ekkert virðist ganga í viðræðunum. 16. mars 2025 13:20
Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. 14. mars 2025 15:53
Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25