Handbolti

Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dagur Sigurðsson er þjálfari Króatíu.
Dagur Sigurðsson er þjálfari Króatíu. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í króatíska landsliðinu í handbolta unnu afar öruggan 16 marka sigur er liðið tók á móti Tékkum í undankeppni EM 2026.

Króatar höfðu unnið alla þrjá leiki sína í riðlinum fyrir leik dagsins, en Tékkar sátu í öðru sæti með fjögur stig, tveimur stigum minna en króatíska liðið.

Þetta var í annað sinn á stuttum tíma sem liðin mættust, en Króatar unnu sex marka sigur í Tékklandi í vikunni.

Sigur Króata var aldrei í hættu á heimavelli í dag og liðið leiddi með átta mörkum í hálfleik. Í síðari hálfleik bætti liðið enn frekar í og vann að lokum öruggan 16 marka sigur, 36-20.

Króatar eru því enn með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir og hafa þegar tryggt sér sæti á EM í janúar á næsta ári. Tékkar sitja hins vegar í öðru sæti riðilsins með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×