Enski boltinn

„Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dan Burn með deildabikarinn.
Dan Burn með deildabikarinn. afp/Glyn KIRK

Síðustu dagar hafa verið draumi líkastir fyrir Dan Burn, varnarmann Newcastle United. Á föstudaginn var hann valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn og í gær skoraði hann í sigri Newcastle á Liverpool í úrslitaleik deildabikarsins.

Newcastle sigraði Liverpool, 2-1, í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley í gær. Burn skoraði fyrra mark Skjóranna undir lok fyrri hálfleiks. Alexander Isak bætti öðru marki við snemma í seinni hálfleik en Federico Chiesa minnkaði muninn fyrir Rauða herinn í uppbótartíma.

Sigurinn var sögulegur fyrir Newcastle en liðið vann í gær sinn fyrsta stóra titil í sjötíu ár, eða síðan það varð bikarmeistari 1955.

Burn fékk ekki mikla hvíld eftir úrslitaleikinn og fagnaðarlætin sem honum fylgdu því hann kom til móts við enska landsliðið snemma í morgun. Þessi 32 ára stóri og stæðilegi varnarmaður gæti leikið sinn fyrsta landsleik fyrir England á næstu dögum.

„Ég hef átt verri vikur. Ég vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma og þetta sé allt saman lygi,“ sagði Burn eftir úrslitaleikinn á Wembley í gær.

„Ég skora ekki mörg mörk en ég sparaði þetta fyrir stóru stundina. Mér líður undarlega og er hálf dofinn í aguanblikinu.“

Burn hefur verið stuðningsmaður Newcastle frá blautu barnsbeini en komst ekki að hjá félaginu þegar hann var ungur. Draumur hans um að spila í svarthvítu treyjunni rættist hins vegar þegar Newcastle keypti hann frá Brighton 2022.


Tengdar fréttir

„Við áttum skilið að vinna í dag“

„Ég er mjög tilfinninganæmur núna og er búinn að vera það í allan dag, sem er ólíkt mér,“ sagði Eddie Howe, þjálfari Newcastle, eftir að liðið tryggði sér sinn fyrsta titil í sjötíu ár í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×