Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. mars 2025 14:03 Margrét, Jón og Hildur mátu vinnu formanns stjórnar SÍS jafnast á við 50 prósent starf, sem Heiða þarf þá að sinna meðfram borgarstjórastarfinu. Það var starfshópur skipaður þremur borgar- og bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem lagði til hækkun launa formanns og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfshópurinn var skipaður með erindisbréfi dagsettu 10. nóvember 2023 en í honum sátu Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Margrét Ólöf A. Sanders, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, og Jón Björn Hákonarson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð. Öll eiga sæti í stjórn SÍS og voru því einnig að ákvarða eigin laun. Hópurinn lagði fram tillögu um samþykkt um kjör stjórnar og nefndarmanna rúmum mánuði eftir að hann var skipaður, þann 15. desember 2023. Þar var lagt til að formaður SÍS fengi greidd 50 prósent af þingfararkaupi, sem var þá 1.379.222 krónur, óháð fjölda funda og 750 kílómetra á mánuði í akstursgreiðslur. Þá fengju fulltrúar í stjórn SÍS greidd 18 prósent af þingfararkaupi, óháð fjölda funda. Varafulltrúar fengju greitt fyrir þá fundi sem þeir sætu, sem samsvaraði 5 prósentum af þingfararkaupi. Aðrir sinnt formennsku samhliða því að stýra sveitarfélagi Launakjör Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, sem hefur sinnt formennsku í stjórn SÍS og er nú orðin borgarstjóri Reykjavíkur, hafa verið nokkuð til umræðu en þegar allt er talið nema heilarlaun hennar nú um 3,8 milljónum króna. Þar er um að ræða laun borgarstjóra, laun formanns SÍS og greiðslu fyrir stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, auk kostnaðar. Heiða Björg tók við sem borgarstjóri þann 21. febrúar og hefur enn ekki gefið upp hvort hún hyggst segja af sér formennsku í stjórn SÍS. Hún hefur bent á að hún sé að þiggja sömu borgarstjóralaun og forveri hennar Einar Þorsteinsson fékk greidd, athugasemdalaust. Þá hefur einnig verið bent á að aðrir hafi sinnt formennsku í stjórn SÍS samhliða því að stýra sveitarfélagi en þar má meðal annars nefna Aldísi Hafsteinsdóttur, þáverandi bæjarstjóra í Hveragerði, og Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri á Ísafirði. Á undan þeim hafði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, flokksbróðir Aldísar og Halldórs í Sjálfstæðisflokknum, sinnt formennsku í stjórn SÍS í sextán ár, síðustu mánuðina sem borgarstjóri í Reykjavík. Tengd skjöl Kjaratillögur_1JPEG41KBSækja skjal Kjaratillögur_2JPEG23KBSækja skjal Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025. 9. mars 2025 11:30 Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Formaður Eflingar segir hækkunina óskiljanlega og að ekki sé hægt að réttlæta hana með neinu móti. 8. mars 2025 19:31 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Sjá meira
Starfshópurinn var skipaður með erindisbréfi dagsettu 10. nóvember 2023 en í honum sátu Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Margrét Ólöf A. Sanders, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, og Jón Björn Hákonarson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð. Öll eiga sæti í stjórn SÍS og voru því einnig að ákvarða eigin laun. Hópurinn lagði fram tillögu um samþykkt um kjör stjórnar og nefndarmanna rúmum mánuði eftir að hann var skipaður, þann 15. desember 2023. Þar var lagt til að formaður SÍS fengi greidd 50 prósent af þingfararkaupi, sem var þá 1.379.222 krónur, óháð fjölda funda og 750 kílómetra á mánuði í akstursgreiðslur. Þá fengju fulltrúar í stjórn SÍS greidd 18 prósent af þingfararkaupi, óháð fjölda funda. Varafulltrúar fengju greitt fyrir þá fundi sem þeir sætu, sem samsvaraði 5 prósentum af þingfararkaupi. Aðrir sinnt formennsku samhliða því að stýra sveitarfélagi Launakjör Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, sem hefur sinnt formennsku í stjórn SÍS og er nú orðin borgarstjóri Reykjavíkur, hafa verið nokkuð til umræðu en þegar allt er talið nema heilarlaun hennar nú um 3,8 milljónum króna. Þar er um að ræða laun borgarstjóra, laun formanns SÍS og greiðslu fyrir stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, auk kostnaðar. Heiða Björg tók við sem borgarstjóri þann 21. febrúar og hefur enn ekki gefið upp hvort hún hyggst segja af sér formennsku í stjórn SÍS. Hún hefur bent á að hún sé að þiggja sömu borgarstjóralaun og forveri hennar Einar Þorsteinsson fékk greidd, athugasemdalaust. Þá hefur einnig verið bent á að aðrir hafi sinnt formennsku í stjórn SÍS samhliða því að stýra sveitarfélagi en þar má meðal annars nefna Aldísi Hafsteinsdóttur, þáverandi bæjarstjóra í Hveragerði, og Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri á Ísafirði. Á undan þeim hafði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, flokksbróðir Aldísar og Halldórs í Sjálfstæðisflokknum, sinnt formennsku í stjórn SÍS í sextán ár, síðustu mánuðina sem borgarstjóri í Reykjavík. Tengd skjöl Kjaratillögur_1JPEG41KBSækja skjal Kjaratillögur_2JPEG23KBSækja skjal
Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025. 9. mars 2025 11:30 Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Formaður Eflingar segir hækkunina óskiljanlega og að ekki sé hægt að réttlæta hana með neinu móti. 8. mars 2025 19:31 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Sjá meira
Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025. 9. mars 2025 11:30
Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Formaður Eflingar segir hækkunina óskiljanlega og að ekki sé hægt að réttlæta hana með neinu móti. 8. mars 2025 19:31