Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. mars 2025 20:01 Efling stéttarfélag, ásamt Alþýðusambandi Íslands og Starfsgreinasambandinu, hafa lagt fram kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs fyrirtækja á veitingamarkaði. Vísir ASÍ, Efling og SGS kvörtuðu í dag til Samkeppniseftirlitins vegna meintra samkeppnislagabrota fyrirtækja á veitingamarkaði. Þau halda því fram að SVEIT hafi stofnað gervistéttarfélag til að veikja kjör launafólks og samið svo við það. Eftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar. Formaður Eflingar segir um að ræða eitt alvarlegasta mál sinnar tegundar. Verkalýðsforystan sendi í dag kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem því er haldið fram að Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) og aðildarfélög þess hafi gert ólöglegan kjarasamning við Virðingu, sem sé í raun gervistéttarfélag. Virðing sé undir stjórn sjálfra veitingafyrirtækjanna og því feli kjarasamningurinn í sér samráð um launakjör sem samsvari brotum á samkeppnislögum. Eitt alvarlegasta mál sem hefur komið upp Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir málið eitt það alvarlegasta sem hefur komið inn á borð stéttarfélagsins. „Við höfum auðvitað áður þurft að takast á við gul stéttarfélög. Þarna er hins vegar um stærra og alvarlegra mál en áður hefur komið upp. Atvinnurekendur ákveða þarna sjálfir að stofna gerivistéttarfélag og útbúa svo í gegnum það kjarasamning við launafólk sitt sem er verri en sá sem samið var um á almennum vinnumarkaði,“ segir Sólveig. Sólveig segir að lögmenn verkalýðsfélaganna telji um ólöglegt samráð að ræða og því hafi verið ákveðið að kvarta til Samkeppniseftirlitsins. Engar upplýsingar um félagsmenn Virðing stéttarfélagið sem um ræðir er samkvæmt heimasíðu opið öllum sem starfa á veitinga-og gistimarkaði. Félagið var stofnað í september á síðasta ári. Forsvarsmenn Virðingar höfnuðu viðtali við fréttastofu vegna málsins í dag en sögðu að von væri á tilkynningu frá stjórn félagsins. Ekki var unnt að fá upplýsingar um hversu félagsmenn margir eru í Virðingu. Á heimasíðu SVEIT kemur fram að aðildarfélagar hafi samþykkt kjarasamning við Virðingu í febrúar á þessu ári. Framkvæmdastjóri hjá SVEIT vildi ekki tjá sig um málatilbúnað verkalýðsfélaganna þegar fréttastofa hafði samband í dag. Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða málið Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Það þýðir að eftirlitið mun afla sér upplýsinga frá aðilum málsins. Eftir það er ákveðið hvort tilefni sé til rannsóknar. Félagsmál ASÍ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Samkeppnismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Verkalýðsforystan sendi í dag kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem því er haldið fram að Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) og aðildarfélög þess hafi gert ólöglegan kjarasamning við Virðingu, sem sé í raun gervistéttarfélag. Virðing sé undir stjórn sjálfra veitingafyrirtækjanna og því feli kjarasamningurinn í sér samráð um launakjör sem samsvari brotum á samkeppnislögum. Eitt alvarlegasta mál sem hefur komið upp Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir málið eitt það alvarlegasta sem hefur komið inn á borð stéttarfélagsins. „Við höfum auðvitað áður þurft að takast á við gul stéttarfélög. Þarna er hins vegar um stærra og alvarlegra mál en áður hefur komið upp. Atvinnurekendur ákveða þarna sjálfir að stofna gerivistéttarfélag og útbúa svo í gegnum það kjarasamning við launafólk sitt sem er verri en sá sem samið var um á almennum vinnumarkaði,“ segir Sólveig. Sólveig segir að lögmenn verkalýðsfélaganna telji um ólöglegt samráð að ræða og því hafi verið ákveðið að kvarta til Samkeppniseftirlitsins. Engar upplýsingar um félagsmenn Virðing stéttarfélagið sem um ræðir er samkvæmt heimasíðu opið öllum sem starfa á veitinga-og gistimarkaði. Félagið var stofnað í september á síðasta ári. Forsvarsmenn Virðingar höfnuðu viðtali við fréttastofu vegna málsins í dag en sögðu að von væri á tilkynningu frá stjórn félagsins. Ekki var unnt að fá upplýsingar um hversu félagsmenn margir eru í Virðingu. Á heimasíðu SVEIT kemur fram að aðildarfélagar hafi samþykkt kjarasamning við Virðingu í febrúar á þessu ári. Framkvæmdastjóri hjá SVEIT vildi ekki tjá sig um málatilbúnað verkalýðsfélaganna þegar fréttastofa hafði samband í dag. Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða málið Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Það þýðir að eftirlitið mun afla sér upplýsinga frá aðilum málsins. Eftir það er ákveðið hvort tilefni sé til rannsóknar.
Félagsmál ASÍ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Samkeppnismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira