Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. mars 2025 22:44 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra vill koma skikk á leigubílamarkaðinn. Vísir/Sigurjón Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segist gera ráð fyrir að frumvarpið njóti stuðnings mikils meirihluta þingsins en auk stöðvarskyldunnar mun það innleiða rafræna skrá þar sem upplýsingar um allar ferðir verða skráðar. Upphaf, endastöð, akstursleið og greiðslur verða skráðar en Eyjólfur segir mýmörg dæmi um alvarleg afbrot vegna skorts á eftirliti. „Þetta er búið að vera hálfgert villt vestur núna. Þú gast verið einn á stöð, gast verið með stöðina í öskubakkanum hjá þér og verið bara einn að harka. En núna verður aukin ábyrgð á stöðvunum,“ segir Eyjólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Svindlað á prófum Hann segir gögnin verða varðveitt í minnst sextíu daga og að svo verði gerð árleg úttekt á gagnakerfunum. Þetta eigi að tryggja bætta starfshætti og aukið eftirlit með atvinnugreininni. Þá verði aðrir þættir teknir út þegar líður á kjörtímabilið og nefnir Eyjólfur leyfisveitingar sérstaklega í því samhengi. Próf sem lögð eru fram til leyfisveitinga hafa verið á íslensku hingað til en Eyjólfur segir að algengt hafi verið að svindlað væri á prófunum og því þurfi að taka á. „Það voru einstaklingar að taka próf sem voru hálfgert svindl jafnvel. Það er krafa bæði í Danmörku og Noregi að þá eru prófin tekin á dönsku og norsku, skýr krafa. Við þurfum að hafa það alveg skýrt í íslensku lögunum,“ segir hann. Afnám gjaldmælaskyldunnar valdi ósanngjarnri verðlagningu Eyjólfur segir að skortur á eftirliti hafi stofnað farþegum í hættu og að afnám gjaldmælaskyldu hafi skapað rými fyrir ósanngjarna verðlagningu og þá sérstaklega gagnvart ferðamönnum. Hann segir að það sem hann varaði við þegar ný lög um leigubílaakstur voru samþykkt árið 2022 hafi raungerst. „Við Inga Sæland tókum þátt í umræðum um þetta í þinginu, ég man svo vel þetta var að kvöldi til og bílstjórarnir voru að flauta eins og enginn væri morgundagurinn langt fram á kvöld og það er akkúrat að rætast allt sem við sögðum,“ segir hann. Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segist gera ráð fyrir að frumvarpið njóti stuðnings mikils meirihluta þingsins en auk stöðvarskyldunnar mun það innleiða rafræna skrá þar sem upplýsingar um allar ferðir verða skráðar. Upphaf, endastöð, akstursleið og greiðslur verða skráðar en Eyjólfur segir mýmörg dæmi um alvarleg afbrot vegna skorts á eftirliti. „Þetta er búið að vera hálfgert villt vestur núna. Þú gast verið einn á stöð, gast verið með stöðina í öskubakkanum hjá þér og verið bara einn að harka. En núna verður aukin ábyrgð á stöðvunum,“ segir Eyjólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Svindlað á prófum Hann segir gögnin verða varðveitt í minnst sextíu daga og að svo verði gerð árleg úttekt á gagnakerfunum. Þetta eigi að tryggja bætta starfshætti og aukið eftirlit með atvinnugreininni. Þá verði aðrir þættir teknir út þegar líður á kjörtímabilið og nefnir Eyjólfur leyfisveitingar sérstaklega í því samhengi. Próf sem lögð eru fram til leyfisveitinga hafa verið á íslensku hingað til en Eyjólfur segir að algengt hafi verið að svindlað væri á prófunum og því þurfi að taka á. „Það voru einstaklingar að taka próf sem voru hálfgert svindl jafnvel. Það er krafa bæði í Danmörku og Noregi að þá eru prófin tekin á dönsku og norsku, skýr krafa. Við þurfum að hafa það alveg skýrt í íslensku lögunum,“ segir hann. Afnám gjaldmælaskyldunnar valdi ósanngjarnri verðlagningu Eyjólfur segir að skortur á eftirliti hafi stofnað farþegum í hættu og að afnám gjaldmælaskyldu hafi skapað rými fyrir ósanngjarna verðlagningu og þá sérstaklega gagnvart ferðamönnum. Hann segir að það sem hann varaði við þegar ný lög um leigubílaakstur voru samþykkt árið 2022 hafi raungerst. „Við Inga Sæland tókum þátt í umræðum um þetta í þinginu, ég man svo vel þetta var að kvöldi til og bílstjórarnir voru að flauta eins og enginn væri morgundagurinn langt fram á kvöld og það er akkúrat að rætast allt sem við sögðum,“ segir hann.
Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent