Aron birti myndir frá hlaupinu á Instagram-síðu sinni með textanum: „First maraþon 3:08:33.“ Hamingjuóskum rignir yfir hann, enda um frábæran áranum að ræða.
Kærasta hans, flugfreyjan Erna María Björnsdóttir, tók einnig þátt í hlaupinu og hljóp hálft maraþon á 2:21:16.
Eftir hlaupið fór parið í notalega heilsulind, þar sem þau slökuðu á og leyfðu þreytunni að líða úr sér. Þau gerðu svo vel við sig í mat og drykk á vel völdum veitingastöðum.
Bæði Aron og Erna eru í frábæru formi og huga vel að heilsunni.