Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Árni Sæberg skrifar 18. mars 2025 10:37 Frosti Guðjónsson, til vintri, og Birkir Guðmundsson eru mennirnir á bak við Hómer. Hómer Nýtt fasteignasmáforrit hefur verið sett í loftið, sem gerir notendum þess kleift að gera kauptilboð í fasteignir beint í gegnum smáforritið. „Hómer gerir notendum kleift að gera kauptilboð í gegnum appið sem er nýjung á íslenskum fasteignamarkaði. Þetta sparar bæði kaupendum og fasteignasölum mikinn tíma og einfaldar allt ferlið við kaup og sölu fasteigna,“ er haft eftir Frosta Guðjónssyni, annars hugmyndasmiðs smáforritsins Hómers, í fréttatilkynningu. Þar segir að Hómer sé nýtt fasteignasmáforrit, hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Hugmyndasmiðir forritsins, Frosti Guðjónsson og Birkir Guðmundsson, hai unnið að þróun þess í um eitt ár í samstarfi við tækniþróunarfyrirtækið Apparatus. Á þriðja þúsund eigna á skrá Í tilkynningu segir að smáforritið státi af af öflugri leitarvél og eignavakt sem sendi notendum tilkynningar beint í símann þegar eignir sem passa við leitarskilyrðin þeirra koma á markað. Birkir sé starfandi lögmaður og Frosti flugmaður og saman hafi þeir fjármagnað þróunina án utanaðkomandi fjárfesta, sem hafi gefið þeim fullt frelsi í útfærslu verkefnisins. Þeir hafi þegar hafið samstarf við nokkrar fasteignasölur en stefni á að fá fleiri til liðs við sig á næstu vikum. Í dag séu um 2600 eignir í smáforritinu. „Við erum ekkert smá spenntir fyrir þessu. Appið sjálft hefur verið í bígerð í rúmt ár og hefur samstarfið við Apparatus gengið vonum framar. Markmiðið hefur frá upphafi verið að einfalda fasteignaleit fyrir fólk í kauphugleiðingum og um leið vinnu fasteignasala sem geta nú fengið útfyllt kauptilboð sent beint til sín,“ er haft eftir Birki. Fasteignaviðskipti verði skilvirkari, hraðari og þægilegri Þá segir að smáforritið sé hannað með einfalt og notendavænt viðmót í huga og bjóði upp á lausnir sem auki yfirsýn fasteignasala og auðveldi gerð kaupsamninga. Markmið forritsins sé að gera fasteignaviðskipti skilvirkari, hraðari og þægilegri fyrir alla aðila viðskiptanna. Prófunarfasinn hafi farið betur af stað en gert var ráð fyrir í upphafi og Hómer sé komið efst á vinsældalistann í flokknum lífstíll í App Store. Nú geti einstaklingar í fasteignahugleiðingum hlaðið niður forritinu og skoðað nýjar eignir á aðgengilegan og þægilegan hátt. Fasteignamarkaður Tækni Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
„Hómer gerir notendum kleift að gera kauptilboð í gegnum appið sem er nýjung á íslenskum fasteignamarkaði. Þetta sparar bæði kaupendum og fasteignasölum mikinn tíma og einfaldar allt ferlið við kaup og sölu fasteigna,“ er haft eftir Frosta Guðjónssyni, annars hugmyndasmiðs smáforritsins Hómers, í fréttatilkynningu. Þar segir að Hómer sé nýtt fasteignasmáforrit, hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Hugmyndasmiðir forritsins, Frosti Guðjónsson og Birkir Guðmundsson, hai unnið að þróun þess í um eitt ár í samstarfi við tækniþróunarfyrirtækið Apparatus. Á þriðja þúsund eigna á skrá Í tilkynningu segir að smáforritið státi af af öflugri leitarvél og eignavakt sem sendi notendum tilkynningar beint í símann þegar eignir sem passa við leitarskilyrðin þeirra koma á markað. Birkir sé starfandi lögmaður og Frosti flugmaður og saman hafi þeir fjármagnað þróunina án utanaðkomandi fjárfesta, sem hafi gefið þeim fullt frelsi í útfærslu verkefnisins. Þeir hafi þegar hafið samstarf við nokkrar fasteignasölur en stefni á að fá fleiri til liðs við sig á næstu vikum. Í dag séu um 2600 eignir í smáforritinu. „Við erum ekkert smá spenntir fyrir þessu. Appið sjálft hefur verið í bígerð í rúmt ár og hefur samstarfið við Apparatus gengið vonum framar. Markmiðið hefur frá upphafi verið að einfalda fasteignaleit fyrir fólk í kauphugleiðingum og um leið vinnu fasteignasala sem geta nú fengið útfyllt kauptilboð sent beint til sín,“ er haft eftir Birki. Fasteignaviðskipti verði skilvirkari, hraðari og þægilegri Þá segir að smáforritið sé hannað með einfalt og notendavænt viðmót í huga og bjóði upp á lausnir sem auki yfirsýn fasteignasala og auðveldi gerð kaupsamninga. Markmið forritsins sé að gera fasteignaviðskipti skilvirkari, hraðari og þægilegri fyrir alla aðila viðskiptanna. Prófunarfasinn hafi farið betur af stað en gert var ráð fyrir í upphafi og Hómer sé komið efst á vinsældalistann í flokknum lífstíll í App Store. Nú geti einstaklingar í fasteignahugleiðingum hlaðið niður forritinu og skoðað nýjar eignir á aðgengilegan og þægilegan hátt.
Fasteignamarkaður Tækni Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira