Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. mars 2025 07:00 Það er ekki nema von að Ingunn Eiríksdóttir, fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir og nú sérfræðingur hjá Crowberry Capital, finnist hún aldrei hafa farið á gelgjuna. Því hún var uppgötvuð 14 ára, 15 ára farin að taka að sér fyrirsætuverkefni úti í heimi og 18 ára flutt til New York. Vísir/Anton Brink Það er ævintýralega gaman að tala við Ingunni Eiríksdóttur frumkvöðul, fjárfesti og fyrirsætu um lífshlaupið. Því um 15 ára gömul var hún farin að fljúga landanna á milli til að sitja fyrir sem fyrirsæta og áður en grunnskólagöngunni lauk hafði hvert tækifærið á eftir öðru bankað upp á dyrnar hjá henni. „Ég var farin að auglýsa krem fyrir konur sem voru þrjátíu til fjörtíu ára og eldri, ég þá fimmtán sextán ára,“ segir Ingunn og brosir. Enda setið fyrir hjá mörgum af þekktustu snyrtivöru- og tískumerkjum heims; Clarins, Ralph Lauren, Chanel, Versase, Vogue, Elle,Glamour, MaxMara og Bláa lónið svo eitthvað sé nefnt. Átján ára var Ingunn flutt til New York og það var ekki fyrr en í Covid sem hún kom aftur heim. „Ísland er líka frábær staður til að ala upp börn,“ segir Ingunn, sem árið 2023 réði sig í spennandi starf hjá vísissjóðnum Crowberry Capital sem er með skrifstofur á Íslandi, Danmörku og Svíþjóð og fjárfestir í sprotafyrirtækjum á Norðurlöndum. Ingunn segir reynsluna sína af fyrri verkefnum nýtast vel í þessi verkefni og ekki síst sá eiginleiki hennar að finnast auðvelt og skemmtilegt að byggja upp tengslanet. „Ég hef einfaldlega svo gaman af fólki,“ segir Ingunn og brosir. Ingunn segist hafa verið ótrúlega heppin með öll árin sín í fyrirsætubransanum úti. Því ekki aðeins er hann harður heimur heldur þarf að vera með sterk bein til að mæta því viðhorfi sem víða ríkir. „Ég er íþróttamanneskja í grunninn og líkaminn minn er einfaldlega ekki byggður til að vera mjög grannur,“ segir Ingunn og vísar þar til hversu algengt það er í heimi tísku- og hönnunar að fyrirsæturnar séu einfaldlega grindhoraðar. „Rúmlega tvítug var ég í stærðum 6 eða 8 sem þýddi að ég var farin að vinna sem fyrirsæta í yfirstærð,“ segir Ingunn. Eða það sem á ensku kallast „Plus size.“ Það er svo margt skemmtilegt við sögu Ingunnar; til dæmis það að hún og systur hennar spili alltaf á harmonikku fyrir jólin hjá Reykjavíkurborg. Eða að hún hafi unnið hjá þekktustu snyrtivöru- og tískumerkjum heims og síðan Bláa lóninu hér heima. Eða að hún hafi lært að fjárfesta í New York! Harmonikkusysturnar úr Árbænum Ingunn ólst upp í stórum systkinahóp því hún er í miðjunni af sex systkinum: Á tvö eldri systkin og þrjú yngri systkin. Foreldrar Ingunnar eru Eiríkur Þorgeirsson augnlæknir og Ragnheiður Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur. Sem bæði sóttu sitt nám til Svíþjóðar, þar sem Ingunn ólst upp fyrstu æviárin. „Ég tengist Svíþjóð enn miklum böndum en það er ekki fyrir þau tengsl sem urðu til í æsku heldur vegna vina sem ég eignaðist þegar ég bjó í New York. Við skandinavísku fyrirsæturnar héldum svolítið hópinn.“ Fjölskyldan flutti í Árbæinn eftir að heim var komið og þar gekk allt út á íþróttir og tónlist, en Ingunn er fædd árið 1984 og var alltaf einu ári á undan í skóla. Í íþróttunum stundaði Ingunn fimleika og tennis. Keppti meira að segja með landsliðinu í tennis sem átti hug hennar allan lengi. „Þegar ég var flutt til Parísar 16 ára sagði eigandi skrifstofunnar mér að að ég yrði að ákveða hvort ég ætlaði að spila tennis eða vera fyrirsæta. Því ég var of sterkbyggð til að vera fyrirsæta vegna þess að ég spilaði tennis,“ segir Ingunn og bætir við: „Þess vegna hætti ég í tennis á þeim tíma en er byrjuð aftur eins oft og ég kemst“ Ingunn hefur þó ekki gefið tónlistina upp á bátinn því til viðbótar við að læra á píanó, spilar Ingunn á harmonikku. „Við fjórar systurnar spilum allar á harmonikku og mamma líka. Fyrir jólin síðustu ár höfum þrjár af okkur spilað saman í jólaborg Reykjavíkurborgar. Þetta vorum við þó strax farnar að gera fyrir jólin þegar við vorum litlar því ég held ég hafi ekki verið nema 10 til 12 ára þegar ég var fyrst að spila með systur minni á Laugavegi fyrir jólin og við farnar að taka gigg hér og þar,“ segir Ingunn og hlær. „Það voru fáar stelpur á þessum tíma að spila á harmonikku en við vorum samt að spila með Harmonikuhljómsveit Reykjavíkur; einu börnin með 55 ára og eldri,“ segir Ingunn og er nokkuð skemmt af minningunni. „En þetta var mikið ævintýri og skemmtilegt því við fórum meira að segja með Harmonikuhljómsveit Reykjavíkur til Kaupmannahafnar þar sem við spiluðum í tívolíinu; ég 11 ára og systir mín 13 ára,“ segir Ingunn en bætir við að móðuramma þeirra hafi þá fylgt þeim systrum; amma sem fagnaði 100 ára afmælinu nýlega. Hjá Ingunni gekk allt út á fimleika, tennis og tónlist þegar hún var að alast upp. Það var því erfiður biti að kyngja því um tvítugt og í fatastærð 4 til 6 að hún teldist fyrirsæta fyrir yfirstærð. Ingunni var meira að segja sagt að hætta í tennis því hún var of hraustleg. Vísir/Anton Brink Uppgötvuð 14 ára En þegar unglingsárin runnu upp; breyttist þá ekkert áhuginn á til dæmis tónlistinni eða íþróttunum? „Nei,“ svarar Ingunn að bragði og bætir við: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Enda varla tími til þess því Ingunn var aðeins 14 ára þegar hún var uppgötvuð. „Ég var stödd á pizzustað þegar Kolbrún Aðalsteinsdóttir, sem þá var með Elite umboðið á Íslandi, kom að tali við mig og spurði hvort ég væri til í að vera fyrirsæta í hönnunarsamkeppni sem kallaðist Smirnoffkeppnin.“ Ingunni fannst þetta spennandi og ákvað að slá til. „Kjóllinn sem ég var í vann keppnina en einn af dómurunum var umboðsmaður í London sem vildi strax fá mig þangað.“ Foreldrunum leist þó ekki alveg á þá hugmynd. „En ég fór samt ung því í kennaraverkfallinu þegar ég var 15 ára fór ég ásamt einni annarri fyrirsætu. Hugmyndin var að vera í tvær vikur en við enduðum með að vera þar í tvo mánuði.“ Sem var þvílík upplifun því alveg eins og við höfum séð í bíómyndum og sjónvarpi, fylgir tískubransanum ákveðinn stjörnuljómi. Það er súrrealíst að hugsa til þess í dag hvernig við vorum að mæta í alls kyns partí, ekki eldri en við vorum. En það var einfaldlega ætlast til þess að við mættum. Sem betur fer vorum við svo heppnar með umboðsmanninn okkar því hann passaði vel upp á okkur og við lentum því aldrei í neinu sem því miður getur þó gerst hjá ungum stúlkum í svona heimi.“ Vinnan var líka ekkert auðveld. „Við bjuggum hjá yndislegri fjölskyldu frá Gvatemala en á þessum tíma var auðvitað ekkert internet né farsímar þannig að við fengum að vita hvert við ættum að fara með faxi. Sem þó bárust oft ekki fyrr en kvöldinu áður. Dagarnir fóru í að rýna í götukortin og reyna að átta sig á því á lestarstöðvunum hvernig við kæmust þangað sem við ættum að mæta.“ Því já; þessi bransi gengur mikið út á að fyrirsætur mæta á fundi með sínar möppur, þar sem mögulegir viðskiptavinir mæla þær út fyrir ákveðin verkefni. Í kennaraverkfalli fór Ingunn til London þegar hún var 15 ára. Ætlunin var að vera í tvær vikur en þar endaði hún með að vera í tvo mánuði. Ári síðar var hún flutt til Parísar og það sem bjargaði henni þegar hún flutti til New York 18 ára var að hún var ári á undan í skóla og gat klárað stúdentinn í fjarnámi frá Versló. Þegar heim var komið, hélt ævintýrið áfram. Því Ingunn fékk verkefni hingað og þangað: Í Jamaíka, Suður Afríku og fleiri verkefni í London, Mílanó og París meðal annars. „Myndatökurnar voru þó öðruvísi á þessum tíma því þær tóku lengri tíma. En oftast gekk þetta þannig fyrir sig að þegar maður var kominn út, gisti maður oft á hóteli og síðan sótti bílstjóri mann og keyrði mann á þá staðsetningu þar sem myndatakan fór fram. Það gátu verið mjög langir dagar og ólíkt því sem nú er þegar myndatökur taka oftast ekki nema einn til tvo daga.“ Varstu aldrei neitt óörugg með þetta, eða fannst þér þetta bara spennandi heimur allt frá byrjun? Já mér fannst þetta bara spennandi og þó var þetta ekki heimur sem ég hafði mikið hugsað út í. En ég stökk á tækifærið þegar það bauðst og hef meira og minna lifað eftir því að gera það: Hoppa á tækifærin þegar þau koma og sjá hvert þau leiða.“ Ingunn er alin upp við að vera nægjusöm og þar sem aldrei var hægt að stóla á hvenær næsti launaseðill kæmi í fyrirsætubransanum, fór hún ung að leggja fyrir og að fjárfesta í hlutabréfum og sjóðum. Enn í dag segir Ingunn að hún hafi meira gaman af því að fjárfesta frekar en að setja peninginn sinn í kaup á dýrum vörumerkjum.Vísir/Anton Brink Lærði að fjárfesta í New York Samningurinn við foreldrana var samt sá að Ingunn myndi klára stúdentsprófið, áður en hún myndi vinda sér í módelbransann erlendis alveg á fullu. Valið snerist um Versló eða MR. „Versló varð fyrir valinu því að ég vissi að það yrði auðveldara að fá leyfi frá Versló ef það kæmu upp spennandi verkefni erlendis.“ Sem gekk eftir því síðasta árið sitt í Versló kláraði Ingunn utanskóla í fjarnámi, þá þegar flutt til New York og aðeins 18 ára gömul enda ári á undan í skóla. „Ég bjó samt aldrei í módel-íbúðunum því að þar hefur bransinn orðið uppvís að því að svína mikið á stúlkunum. Ekki aðeins með því að láta þær borga allt of háa leigu heldur líka að troða þeim jafnvel tíu saman í pínulítið pláss. Himinhá leigan sem þú borgaðir var varla fyrir meira en koju.“ Ingunn flutti oft fyrstu árin en segir að sem betur fer hafi alltaf verið einhverjar íslenskar stelpur staddar í New York, sem hún þá leigði með. En þarna lærði hún líka að fjárfesta. „Ég varð snemma mjög viðskiptalega sinnuð og passaði mig líka á því að vinna alltaf í ýmsu öðru líka því í módelbransanum getur þú lítið planað fram í tímann. Lífið gekk því svolítið út á að hámarka vinnuna þegar hún bauðst en vera þess á milli líka duglegur í að mæta á viðburði og byggja upp öflugt tengslanet og mennta sig meira“ segir Ingunn og bætir við: „Maður vissi aldrei hvenær næstu laun yrðu og ég hef aldrei verið ein af þeim sem fæ eitthvað út úr því að kaupa dýrar vörur; að eyða peningunum mínum í dýra Chanel eða Gucci töskur eða skó eins og margir í kringum mig voru að gera.“ Ingunn segist því hafa lifað spart og verið dugleg að leggja fyrir. Ég hef fjárfest í hlutabréfum og sjóðum, einhverjar englafjárfestingar og svo fært mig út í fasteignaverkefni í seinni tíð. Við systkinin erum alin upp við gott fjármálalæsi og að vera nægjusöm sem ég er þakklát fyrir. Mér fannst líka miklu skemmtilegra að eyða í spennandi fjárfestingar frekar en í dýrar merkjavörur og það hefur ekkert breyst.“ Ingunn segir ömmu sína alltaf hafa varað sig við því að ná sér í Ameríkana. Sem hún þó endaði með að gera og eignaðist með honum tvær dætur. Báðar fæddar á Íslandi enda hefur Ingunn alltaf verið dugleg að koma til Íslands þótt hún hafi búið erlendis í tuttugu ár. Alda: Vöxtur í stað niðurrifs Eins og flestir vita er fyrirsætubransinn harður heimur. Þar sem Nei-in eru fleiri en Já-in. Til viðbótar eru það kröfur um útlit og stærðir sem fyrir okkur flest hljóma eins og ómennsk. „Ég grenntist rosalega mikið fyrst eftir að ég flutti út og var þá í stærð 0 til 2. En ég er stórbeinótt og það að vera svona grönn var því ekki eitthvað sem ég hélt úti mjög lengi,“ segir Ingunn og útskýrir: ,,Á tískupöllunum er sérstaklega falast eftir fyrirsætum sem eru mjög grannar það er einfaldlega verið að falast eftir ákveðnu lúkki og fötin sem verið er að sýna ekki einu sinni hönnuð í stærri stærðum.“ Úr varð að í fatastærðum 6-8 var Ingunn kominn í yfirstærð. „Sem mér þótti alltaf skrýtið og var aldrei sammála. Ég vildi sjá meiri fjölbreytni í tískublöðunum og sýningarpöllunum!“ Að vera ósammála þessum kröfum hjálpaði samt þó nokkuð. „Það er erfitt fyrir alla að þurfa að hlusta á neikvæða endurgjöf eins og þessa eða að vera ekki með þannig líkama að maður gæti mætt þessum óæskilegu kröfum um að vera ennþá grennri. Og fór ég í gegnum tímabil þar sem það ég reyndi mitt besta að vera sem grennst þá var maður að borða ofboðslega lítið sem var ekki heilsusamlegt. Það sem ég held samt að hafi hjálpað mér var að ég vildi alltaf frekar vera hraust íþróttakona frekar en að vera svona ofboðslega grönn.“ En hún var ekki sátt við þá aðgreiningu í bransanum að fyrirsætur fengju ekki einu sinni boð um að taka þátt í ýmsum öðrum verkefnum sem fyrirsætur í enn smærri fatastærðum fengu tilboð um. „Andlitið okkar er til dæmis það sama, hvort sem þú ert í stærð 0 eða 12 þannig að það voru fullt af verkefnum fyrir snyrtivörur og hár sem við vildum að fleiri fyrirsætur fengju tækifæri til að taka þátt í,“ nefnir Ingunn sem dæmi. Úr varð að árið 2012 varð hreyfiaflið ALDA Women til. „Ég fékk hugmyndina að ALDA Women eftir að Ford módelskrifstofan lokaði okkar deild og fékk með mér nokkrar fyrirsætur sem ég hafði unnið með til að stofna þessi samtök saman. Í byrjun vorum við sex en enduðum svo fimm sem vildum taka þetta skref sem hópur. Saman vildum við vinna í því að breyta bransanum.“ Sem gekk eftir. Við funduðum með mjög mörgum af stærstu skrifstofunum og það voru okkur í raun flestir sammála um að vilja breyta þessu. En við vorum líka mjög vel undirbúnar. Unnum að viðskiptaáætlun í sex mánuði sem við kynntum á fundum með umboðsaðilum þar sem við sýndum okkur saman sem hóp í staðinn fyrir að vera einar og sér.“ Með viðskiptaáætluninni gat hópurinn sýnt að hver og ein þeirra væri með góðar tekjur, sem gætu orðið meiri fyrir alla aðila ef þeim yrði gefið tækifæri til að taka þátt í fleiri verkefnum. Það var of mikið verið að útiloka hópa frá, ekki bara plus-size fyrirsætur heldur líka vegna til dæmis húðlitar og aldurs,“ segir Ingunn og bætir við: „Við sýndum fram á að það væri jákvæðara að sýna fjölbreytni í aldri, stærðum, kynþætti og fleira og að það ætti ekki að vinna hlutina að óbreyttu án þess að spyrja: Hvers vegna er þetta svona? Við vorum ótrúlega góður hópur og ég verð að segja að okkur tókst að hafa áhrif á bransann til hins betra.“ ALDA Women stóð líka fyrir ýmsum námskeiðum fyrir ungar konur. „Við unnum að því með ýmsum leiðum að efla sjálfsmyndina þeirra og stóðum líka fyrir góðgerðarviðburðum sem fólu í sér fjáröflun fyrir ungar stelpur í Rwanda til að þær kæmust í nám. Það sem endaði með að setja smá strik í reikninginn var einfaldlega sú staðreynd að Ingunn varð ólétt. Það er margt í frásögn Ingunnar sem gefur okkur góða innsýn í þá óeðlilegu kröfur sem gerðar eru til fyrirsætna. Ingunn vildi hafa áhrif á bransann og fékk aðrar í lið með sér til að stofna Alda Women sem svo sannarlega hafði áhrif; Til dæmis þannig að ekki væri verið að útiloka fyrirsætur svona mikið frá verkefnum miðað við aldur, þyngd, kynþátt og fleira.Vísir/Anton Brink Fjölskyldan og Covid Barnsfaðir Ingunnar heitir Joshua Kesler og er frá New York. „Amma mín hafði reyndar alltaf varað mig við Ameríkönunum og ég verð að viðurkenna að það fylgdi mér lengi þótt ég hafi á endanum eignast börn með Josh,“ segir Ingunn og hlær. „Við kynntumst á tónleikum árið 2011 en ég hafði reyndar vitað af honum um tíma því hann var vinur umboðsmannsins míns.“ Í ársbyrjun árið 2015 varð Ingunn ólétt og dóttirin Emma Lóa fæddist. „Við vorum ekkert að hugsa um barneignir á þessum tíma og auðvitað setti þetta smá strik í reikninginn hjá ALDA Women því ég hafði verið forkólfurinn í flestu sem við vorum að vinna að þar. En við tölum samt oft um það að vinskapurinn sem eftir stóð hjá Ölduhópnum eru í raun verðmætin sem við uppskárum á endanum því þegar Emma Lóa fæddist, fór ég til Íslands og fæddi hana þar.“ Á Íslandi voru Ingunn og Joshua í dágóðan tíma en stuttu eftir að þau fóru út aftur, varð Ingunn aftur ólétt því dóttirin Ragnheiður fæddist árið 2016. Dæturnar Emma Lóa (f.2015) og Ragnheiður (f.2016) eru báðar fæddar á Íslandi en það var í rauninni Covid sem gerði það að verkum að mæðgurnar ílentust á Íslandi. Dæturnar fara þó oft til föður síns til Bandaríkjanna og hann heimsækir þær hingað. Fyrir þennan tíma hafði Ingunn reyndar stússast í ýmsu öðru líka. Til dæmis nam hún leiklist og sem fór líka að hasla sér völl sem viðskiptakona í ýmsum verkefnum. Ljósmyndasýningin Afghan another Afghanistan var verkefni sem Ingunn vann að sem framleiðandi og endaði meira að segja sem listasýning hjá Sameinuðu þjóðunum. Að vera vel tengd í New York gerði gæfumuninn í þess lags verkefnum og þar kom það sér að góðum notum hversu mikill partur af módelbransanum felst í að mæta á viðburði, sýna sig og sjá aðra og efla tengsl. Þegar Covid brast á, ákvað Ingunn að halda heim til Íslands með dæturnar tvær og um tíma var planið að fara aftur út, en þegar Covid dróst á langinn og dæturnar byrjaðar í skóla á Íslandi hefur það ekki verið raunin enn þá. „Við Josh vorum í fjarsambandi í byrjun Covid en ákváðum svo að hætta saman. Hann kemur samt mikið til Íslands og stelpurnar fara út til hans.“ Ingunni finnst gaman að vera komin heim, óháð því hvað síðar verður. Mikil uppbygging sé búin að vera á Íslandi og í þeirri uppbyggingu hefur hún meðal annars sjálf komið að með því að fjárfesta í hóteli við Hlemm sem síðar var breytt í íbúðarhótelið Hlemmur Suits. Ingunni finnst gaman að vera komin heim. Hvað sem síðar verður. „Ég hafði reyndar alltaf lagt á það áherslu að koma reglulega heim þegar ég bjó úti og mér fannst mjög gaman að sjá uppbygginguna hér þegar ég kom heim í Covid, til dæmis hafði Hlemmur stökkbreyst frá því sem áður var.“ Ingunn fjárfesti í hóteli og hostelim en hún og góður hópur breytti því í glæsilegt íbúðarhótel sem heitir núna Hlemmur Suits. Ingunn segir margt nýtast sér í starfi hjá Crowberry Capital í dag frá því að hún bjó og starfaði erlendis. Því í módelbransanum gengur allt út á tengslamyndun, sem Ingunni finnst reyndar alltaf jafn skemmtileg. Ingunn hvetur ungt fólk til að horfa á heiminn sem uppfullan af tækifærum. Eftir að hafa unnið í því verkefni um tíma, sá Ingunn fyrir sér að fara jafnvel að vinna fyrir einhvern annan. „Ég var þá helst að horfa til umhverfismálanna því ég hef alltaf brunnið fyrir þeim.“ Ingunn hafði sig því á tal við Kathryn Gunnarsson hjá GEKO og fyrir milligöngu hennar fékk Ingunn tilboð um að hitta Crowberry Capital konurnar. „Ég var á ferðalagi í Thailandi þegar það símtal kom, en þekkti þó aðeins til þeirra því um ári áður hafði ég borðað hádegisverð með þeim; hitti þær þá sem fjárfestir.“ Ingunn lýsir starfinu sem frábæru. „Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með því hvað það eru mörg íslensk fyrirtæki að gera góða hluti og mér finnst mjög gaman að vera að vinna hjá svona flottum vísisjóði sem er að fjárfesta í spennandi sprotafyrirtækjum á Norðurlöndum og að vinna með fjárfestum um allan heim,“ segir Ingunn og útskýrir að á ensku sé talað um starfið hennar sem Platform Manager, starfsheiti sem er þekkt erlendis en minna þekkt hér. „Þetta er mjög lifandi starf og oft gengur það mikið út á að hugsa aðeins út fyrir boxið til að sjá hvernig hægt er að styðja við þessa frumkvöðla sem best í sinni vegferð. Í starfinu nýtist mér það mjög vel að vera sjálf frumkvöðull og fjárfestir og ekki síst að finnast svona gaman af því að stækka tengslanetið.“ Ingunn segir mikilvægt að fólk ákveði ekki fyrirfram að eitthvað gangi ekki upp. Tækifærin séu mörg og því sé alltaf mikilvægt að taka samtalið og kanna málin. Þá sé líka spennandi hversu auðvelt það er orðið í dag að sækja sér meiri þekkingu eða nám, svo ekki sé talað um hvernig hægt er að starfa í fjarvinnu fyrir alþjóðleg fyrirtæki en búa á Íslandi.Vísir/Anton Brink Aðspurð um góðu ráðin segir Ingunn. Ætli ég myndi ekki fyrst nefna að hvetja fólk til að taka samtalið. Ekki að ákveða fyrirfram að eitthvað gangi ekki upp vegna þess að þig skorti reynslu eða menntun eða eitthvað annað. Við megum ekki takmarka okkur sjálf frá því að stökkva á möguleg tækifæri þar sem þau eru.“ Ingunn segir heiminn í dag líka stútfullan af tækifærum. Sjálf skellti hún sér til dæmis í nám við IESE spænskan viðskiptaskóla í New York fyrir ekki svo löngu og bætti þar við reynslu sína og þekkingu úr heimi viðskipta. „Því í dag er staðan þannig að þú getur alltaf bætt við þig þekkingu. Ekkert endilega með löngu námi eða einhverjum gráðum en ef það er eitthvað sem þú vilt læra meira og þróa þig í, þá eru alls kyns tækifæri til staðar til að gera það,“ segir Ingunn og bætir við: Ég myndi líka segja við fólk að horfa ekkert endilega á atvinnutækifæri eingöngu bundin við Ísland. Því það er vel hægt að búa á Íslandi en starfa hjá fyrirtækjum úti í heimi. Ég myndi svo sem hvetja fólk til að prófa að búa erlendis um tíma því það er mikil reynsla. Í dag er heimurinn samt alveg opinn sem þýðir að ef fólk vill breyta einhverju í dag, er hægt að gera svo margt.“ Starfsframi Tengdar fréttir Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ „Ég var lengi á biðlista að fá að bera út Moggann og fékk það starf loksins tólf ára,“ segir Hrafnhildur Jónsdóttir, betur þekkt sem Krumma. Að minnsta kosti af Frökkunum því í Frakklandi hefur hún búið í þrjátíu ár. 24. febrúar 2025 07:04 Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ „Það hljómar kannski skringilega en mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi,“ segir Hjalti Karlsson hönnuður og annar tveggja eigenda hjá Karlssonwilker í New York. 25. nóvember 2024 07:03 Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Mamma sagði nú bara við mig þá: Sif mín, viltu ekki bara koma heim?“ segir Sif Jakobs skartgripahönnuður og hlær. Sem þó tók það ekki í mál, hélt áfram að banka upp á dyrnar hjá skartgripaverslunum í Kaupmannahöfn þar til hún fékk loksins vinnu í skartgripaverslun. 24. október 2024 07:03 Snillingur í útlöndum: „Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur“ „Ég hef verði dolfallinn af ljósum frá því að ég man eftir mér. Fimm ára gamall var ég farinn að safna ljósaperum. Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur,“ segir Karl Jónsson, Chief of Strategy hjá fyrirtækinu LUUM.IO í Bandaríkjunum. 14. maí 2024 07:00 Mest lesið Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Viðskipti innlent Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Viðskipti innlent Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Viðskipti innlent Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Arion lækkar vexti Viðskipti innlent Íslandsbanki breytir vöxtunum Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Sjá meira
„Ég var farin að auglýsa krem fyrir konur sem voru þrjátíu til fjörtíu ára og eldri, ég þá fimmtán sextán ára,“ segir Ingunn og brosir. Enda setið fyrir hjá mörgum af þekktustu snyrtivöru- og tískumerkjum heims; Clarins, Ralph Lauren, Chanel, Versase, Vogue, Elle,Glamour, MaxMara og Bláa lónið svo eitthvað sé nefnt. Átján ára var Ingunn flutt til New York og það var ekki fyrr en í Covid sem hún kom aftur heim. „Ísland er líka frábær staður til að ala upp börn,“ segir Ingunn, sem árið 2023 réði sig í spennandi starf hjá vísissjóðnum Crowberry Capital sem er með skrifstofur á Íslandi, Danmörku og Svíþjóð og fjárfestir í sprotafyrirtækjum á Norðurlöndum. Ingunn segir reynsluna sína af fyrri verkefnum nýtast vel í þessi verkefni og ekki síst sá eiginleiki hennar að finnast auðvelt og skemmtilegt að byggja upp tengslanet. „Ég hef einfaldlega svo gaman af fólki,“ segir Ingunn og brosir. Ingunn segist hafa verið ótrúlega heppin með öll árin sín í fyrirsætubransanum úti. Því ekki aðeins er hann harður heimur heldur þarf að vera með sterk bein til að mæta því viðhorfi sem víða ríkir. „Ég er íþróttamanneskja í grunninn og líkaminn minn er einfaldlega ekki byggður til að vera mjög grannur,“ segir Ingunn og vísar þar til hversu algengt það er í heimi tísku- og hönnunar að fyrirsæturnar séu einfaldlega grindhoraðar. „Rúmlega tvítug var ég í stærðum 6 eða 8 sem þýddi að ég var farin að vinna sem fyrirsæta í yfirstærð,“ segir Ingunn. Eða það sem á ensku kallast „Plus size.“ Það er svo margt skemmtilegt við sögu Ingunnar; til dæmis það að hún og systur hennar spili alltaf á harmonikku fyrir jólin hjá Reykjavíkurborg. Eða að hún hafi unnið hjá þekktustu snyrtivöru- og tískumerkjum heims og síðan Bláa lóninu hér heima. Eða að hún hafi lært að fjárfesta í New York! Harmonikkusysturnar úr Árbænum Ingunn ólst upp í stórum systkinahóp því hún er í miðjunni af sex systkinum: Á tvö eldri systkin og þrjú yngri systkin. Foreldrar Ingunnar eru Eiríkur Þorgeirsson augnlæknir og Ragnheiður Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur. Sem bæði sóttu sitt nám til Svíþjóðar, þar sem Ingunn ólst upp fyrstu æviárin. „Ég tengist Svíþjóð enn miklum böndum en það er ekki fyrir þau tengsl sem urðu til í æsku heldur vegna vina sem ég eignaðist þegar ég bjó í New York. Við skandinavísku fyrirsæturnar héldum svolítið hópinn.“ Fjölskyldan flutti í Árbæinn eftir að heim var komið og þar gekk allt út á íþróttir og tónlist, en Ingunn er fædd árið 1984 og var alltaf einu ári á undan í skóla. Í íþróttunum stundaði Ingunn fimleika og tennis. Keppti meira að segja með landsliðinu í tennis sem átti hug hennar allan lengi. „Þegar ég var flutt til Parísar 16 ára sagði eigandi skrifstofunnar mér að að ég yrði að ákveða hvort ég ætlaði að spila tennis eða vera fyrirsæta. Því ég var of sterkbyggð til að vera fyrirsæta vegna þess að ég spilaði tennis,“ segir Ingunn og bætir við: „Þess vegna hætti ég í tennis á þeim tíma en er byrjuð aftur eins oft og ég kemst“ Ingunn hefur þó ekki gefið tónlistina upp á bátinn því til viðbótar við að læra á píanó, spilar Ingunn á harmonikku. „Við fjórar systurnar spilum allar á harmonikku og mamma líka. Fyrir jólin síðustu ár höfum þrjár af okkur spilað saman í jólaborg Reykjavíkurborgar. Þetta vorum við þó strax farnar að gera fyrir jólin þegar við vorum litlar því ég held ég hafi ekki verið nema 10 til 12 ára þegar ég var fyrst að spila með systur minni á Laugavegi fyrir jólin og við farnar að taka gigg hér og þar,“ segir Ingunn og hlær. „Það voru fáar stelpur á þessum tíma að spila á harmonikku en við vorum samt að spila með Harmonikuhljómsveit Reykjavíkur; einu börnin með 55 ára og eldri,“ segir Ingunn og er nokkuð skemmt af minningunni. „En þetta var mikið ævintýri og skemmtilegt því við fórum meira að segja með Harmonikuhljómsveit Reykjavíkur til Kaupmannahafnar þar sem við spiluðum í tívolíinu; ég 11 ára og systir mín 13 ára,“ segir Ingunn en bætir við að móðuramma þeirra hafi þá fylgt þeim systrum; amma sem fagnaði 100 ára afmælinu nýlega. Hjá Ingunni gekk allt út á fimleika, tennis og tónlist þegar hún var að alast upp. Það var því erfiður biti að kyngja því um tvítugt og í fatastærð 4 til 6 að hún teldist fyrirsæta fyrir yfirstærð. Ingunni var meira að segja sagt að hætta í tennis því hún var of hraustleg. Vísir/Anton Brink Uppgötvuð 14 ára En þegar unglingsárin runnu upp; breyttist þá ekkert áhuginn á til dæmis tónlistinni eða íþróttunum? „Nei,“ svarar Ingunn að bragði og bætir við: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Enda varla tími til þess því Ingunn var aðeins 14 ára þegar hún var uppgötvuð. „Ég var stödd á pizzustað þegar Kolbrún Aðalsteinsdóttir, sem þá var með Elite umboðið á Íslandi, kom að tali við mig og spurði hvort ég væri til í að vera fyrirsæta í hönnunarsamkeppni sem kallaðist Smirnoffkeppnin.“ Ingunni fannst þetta spennandi og ákvað að slá til. „Kjóllinn sem ég var í vann keppnina en einn af dómurunum var umboðsmaður í London sem vildi strax fá mig þangað.“ Foreldrunum leist þó ekki alveg á þá hugmynd. „En ég fór samt ung því í kennaraverkfallinu þegar ég var 15 ára fór ég ásamt einni annarri fyrirsætu. Hugmyndin var að vera í tvær vikur en við enduðum með að vera þar í tvo mánuði.“ Sem var þvílík upplifun því alveg eins og við höfum séð í bíómyndum og sjónvarpi, fylgir tískubransanum ákveðinn stjörnuljómi. Það er súrrealíst að hugsa til þess í dag hvernig við vorum að mæta í alls kyns partí, ekki eldri en við vorum. En það var einfaldlega ætlast til þess að við mættum. Sem betur fer vorum við svo heppnar með umboðsmanninn okkar því hann passaði vel upp á okkur og við lentum því aldrei í neinu sem því miður getur þó gerst hjá ungum stúlkum í svona heimi.“ Vinnan var líka ekkert auðveld. „Við bjuggum hjá yndislegri fjölskyldu frá Gvatemala en á þessum tíma var auðvitað ekkert internet né farsímar þannig að við fengum að vita hvert við ættum að fara með faxi. Sem þó bárust oft ekki fyrr en kvöldinu áður. Dagarnir fóru í að rýna í götukortin og reyna að átta sig á því á lestarstöðvunum hvernig við kæmust þangað sem við ættum að mæta.“ Því já; þessi bransi gengur mikið út á að fyrirsætur mæta á fundi með sínar möppur, þar sem mögulegir viðskiptavinir mæla þær út fyrir ákveðin verkefni. Í kennaraverkfalli fór Ingunn til London þegar hún var 15 ára. Ætlunin var að vera í tvær vikur en þar endaði hún með að vera í tvo mánuði. Ári síðar var hún flutt til Parísar og það sem bjargaði henni þegar hún flutti til New York 18 ára var að hún var ári á undan í skóla og gat klárað stúdentinn í fjarnámi frá Versló. Þegar heim var komið, hélt ævintýrið áfram. Því Ingunn fékk verkefni hingað og þangað: Í Jamaíka, Suður Afríku og fleiri verkefni í London, Mílanó og París meðal annars. „Myndatökurnar voru þó öðruvísi á þessum tíma því þær tóku lengri tíma. En oftast gekk þetta þannig fyrir sig að þegar maður var kominn út, gisti maður oft á hóteli og síðan sótti bílstjóri mann og keyrði mann á þá staðsetningu þar sem myndatakan fór fram. Það gátu verið mjög langir dagar og ólíkt því sem nú er þegar myndatökur taka oftast ekki nema einn til tvo daga.“ Varstu aldrei neitt óörugg með þetta, eða fannst þér þetta bara spennandi heimur allt frá byrjun? Já mér fannst þetta bara spennandi og þó var þetta ekki heimur sem ég hafði mikið hugsað út í. En ég stökk á tækifærið þegar það bauðst og hef meira og minna lifað eftir því að gera það: Hoppa á tækifærin þegar þau koma og sjá hvert þau leiða.“ Ingunn er alin upp við að vera nægjusöm og þar sem aldrei var hægt að stóla á hvenær næsti launaseðill kæmi í fyrirsætubransanum, fór hún ung að leggja fyrir og að fjárfesta í hlutabréfum og sjóðum. Enn í dag segir Ingunn að hún hafi meira gaman af því að fjárfesta frekar en að setja peninginn sinn í kaup á dýrum vörumerkjum.Vísir/Anton Brink Lærði að fjárfesta í New York Samningurinn við foreldrana var samt sá að Ingunn myndi klára stúdentsprófið, áður en hún myndi vinda sér í módelbransann erlendis alveg á fullu. Valið snerist um Versló eða MR. „Versló varð fyrir valinu því að ég vissi að það yrði auðveldara að fá leyfi frá Versló ef það kæmu upp spennandi verkefni erlendis.“ Sem gekk eftir því síðasta árið sitt í Versló kláraði Ingunn utanskóla í fjarnámi, þá þegar flutt til New York og aðeins 18 ára gömul enda ári á undan í skóla. „Ég bjó samt aldrei í módel-íbúðunum því að þar hefur bransinn orðið uppvís að því að svína mikið á stúlkunum. Ekki aðeins með því að láta þær borga allt of háa leigu heldur líka að troða þeim jafnvel tíu saman í pínulítið pláss. Himinhá leigan sem þú borgaðir var varla fyrir meira en koju.“ Ingunn flutti oft fyrstu árin en segir að sem betur fer hafi alltaf verið einhverjar íslenskar stelpur staddar í New York, sem hún þá leigði með. En þarna lærði hún líka að fjárfesta. „Ég varð snemma mjög viðskiptalega sinnuð og passaði mig líka á því að vinna alltaf í ýmsu öðru líka því í módelbransanum getur þú lítið planað fram í tímann. Lífið gekk því svolítið út á að hámarka vinnuna þegar hún bauðst en vera þess á milli líka duglegur í að mæta á viðburði og byggja upp öflugt tengslanet og mennta sig meira“ segir Ingunn og bætir við: „Maður vissi aldrei hvenær næstu laun yrðu og ég hef aldrei verið ein af þeim sem fæ eitthvað út úr því að kaupa dýrar vörur; að eyða peningunum mínum í dýra Chanel eða Gucci töskur eða skó eins og margir í kringum mig voru að gera.“ Ingunn segist því hafa lifað spart og verið dugleg að leggja fyrir. Ég hef fjárfest í hlutabréfum og sjóðum, einhverjar englafjárfestingar og svo fært mig út í fasteignaverkefni í seinni tíð. Við systkinin erum alin upp við gott fjármálalæsi og að vera nægjusöm sem ég er þakklát fyrir. Mér fannst líka miklu skemmtilegra að eyða í spennandi fjárfestingar frekar en í dýrar merkjavörur og það hefur ekkert breyst.“ Ingunn segir ömmu sína alltaf hafa varað sig við því að ná sér í Ameríkana. Sem hún þó endaði með að gera og eignaðist með honum tvær dætur. Báðar fæddar á Íslandi enda hefur Ingunn alltaf verið dugleg að koma til Íslands þótt hún hafi búið erlendis í tuttugu ár. Alda: Vöxtur í stað niðurrifs Eins og flestir vita er fyrirsætubransinn harður heimur. Þar sem Nei-in eru fleiri en Já-in. Til viðbótar eru það kröfur um útlit og stærðir sem fyrir okkur flest hljóma eins og ómennsk. „Ég grenntist rosalega mikið fyrst eftir að ég flutti út og var þá í stærð 0 til 2. En ég er stórbeinótt og það að vera svona grönn var því ekki eitthvað sem ég hélt úti mjög lengi,“ segir Ingunn og útskýrir: ,,Á tískupöllunum er sérstaklega falast eftir fyrirsætum sem eru mjög grannar það er einfaldlega verið að falast eftir ákveðnu lúkki og fötin sem verið er að sýna ekki einu sinni hönnuð í stærri stærðum.“ Úr varð að í fatastærðum 6-8 var Ingunn kominn í yfirstærð. „Sem mér þótti alltaf skrýtið og var aldrei sammála. Ég vildi sjá meiri fjölbreytni í tískublöðunum og sýningarpöllunum!“ Að vera ósammála þessum kröfum hjálpaði samt þó nokkuð. „Það er erfitt fyrir alla að þurfa að hlusta á neikvæða endurgjöf eins og þessa eða að vera ekki með þannig líkama að maður gæti mætt þessum óæskilegu kröfum um að vera ennþá grennri. Og fór ég í gegnum tímabil þar sem það ég reyndi mitt besta að vera sem grennst þá var maður að borða ofboðslega lítið sem var ekki heilsusamlegt. Það sem ég held samt að hafi hjálpað mér var að ég vildi alltaf frekar vera hraust íþróttakona frekar en að vera svona ofboðslega grönn.“ En hún var ekki sátt við þá aðgreiningu í bransanum að fyrirsætur fengju ekki einu sinni boð um að taka þátt í ýmsum öðrum verkefnum sem fyrirsætur í enn smærri fatastærðum fengu tilboð um. „Andlitið okkar er til dæmis það sama, hvort sem þú ert í stærð 0 eða 12 þannig að það voru fullt af verkefnum fyrir snyrtivörur og hár sem við vildum að fleiri fyrirsætur fengju tækifæri til að taka þátt í,“ nefnir Ingunn sem dæmi. Úr varð að árið 2012 varð hreyfiaflið ALDA Women til. „Ég fékk hugmyndina að ALDA Women eftir að Ford módelskrifstofan lokaði okkar deild og fékk með mér nokkrar fyrirsætur sem ég hafði unnið með til að stofna þessi samtök saman. Í byrjun vorum við sex en enduðum svo fimm sem vildum taka þetta skref sem hópur. Saman vildum við vinna í því að breyta bransanum.“ Sem gekk eftir. Við funduðum með mjög mörgum af stærstu skrifstofunum og það voru okkur í raun flestir sammála um að vilja breyta þessu. En við vorum líka mjög vel undirbúnar. Unnum að viðskiptaáætlun í sex mánuði sem við kynntum á fundum með umboðsaðilum þar sem við sýndum okkur saman sem hóp í staðinn fyrir að vera einar og sér.“ Með viðskiptaáætluninni gat hópurinn sýnt að hver og ein þeirra væri með góðar tekjur, sem gætu orðið meiri fyrir alla aðila ef þeim yrði gefið tækifæri til að taka þátt í fleiri verkefnum. Það var of mikið verið að útiloka hópa frá, ekki bara plus-size fyrirsætur heldur líka vegna til dæmis húðlitar og aldurs,“ segir Ingunn og bætir við: „Við sýndum fram á að það væri jákvæðara að sýna fjölbreytni í aldri, stærðum, kynþætti og fleira og að það ætti ekki að vinna hlutina að óbreyttu án þess að spyrja: Hvers vegna er þetta svona? Við vorum ótrúlega góður hópur og ég verð að segja að okkur tókst að hafa áhrif á bransann til hins betra.“ ALDA Women stóð líka fyrir ýmsum námskeiðum fyrir ungar konur. „Við unnum að því með ýmsum leiðum að efla sjálfsmyndina þeirra og stóðum líka fyrir góðgerðarviðburðum sem fólu í sér fjáröflun fyrir ungar stelpur í Rwanda til að þær kæmust í nám. Það sem endaði með að setja smá strik í reikninginn var einfaldlega sú staðreynd að Ingunn varð ólétt. Það er margt í frásögn Ingunnar sem gefur okkur góða innsýn í þá óeðlilegu kröfur sem gerðar eru til fyrirsætna. Ingunn vildi hafa áhrif á bransann og fékk aðrar í lið með sér til að stofna Alda Women sem svo sannarlega hafði áhrif; Til dæmis þannig að ekki væri verið að útiloka fyrirsætur svona mikið frá verkefnum miðað við aldur, þyngd, kynþátt og fleira.Vísir/Anton Brink Fjölskyldan og Covid Barnsfaðir Ingunnar heitir Joshua Kesler og er frá New York. „Amma mín hafði reyndar alltaf varað mig við Ameríkönunum og ég verð að viðurkenna að það fylgdi mér lengi þótt ég hafi á endanum eignast börn með Josh,“ segir Ingunn og hlær. „Við kynntumst á tónleikum árið 2011 en ég hafði reyndar vitað af honum um tíma því hann var vinur umboðsmannsins míns.“ Í ársbyrjun árið 2015 varð Ingunn ólétt og dóttirin Emma Lóa fæddist. „Við vorum ekkert að hugsa um barneignir á þessum tíma og auðvitað setti þetta smá strik í reikninginn hjá ALDA Women því ég hafði verið forkólfurinn í flestu sem við vorum að vinna að þar. En við tölum samt oft um það að vinskapurinn sem eftir stóð hjá Ölduhópnum eru í raun verðmætin sem við uppskárum á endanum því þegar Emma Lóa fæddist, fór ég til Íslands og fæddi hana þar.“ Á Íslandi voru Ingunn og Joshua í dágóðan tíma en stuttu eftir að þau fóru út aftur, varð Ingunn aftur ólétt því dóttirin Ragnheiður fæddist árið 2016. Dæturnar Emma Lóa (f.2015) og Ragnheiður (f.2016) eru báðar fæddar á Íslandi en það var í rauninni Covid sem gerði það að verkum að mæðgurnar ílentust á Íslandi. Dæturnar fara þó oft til föður síns til Bandaríkjanna og hann heimsækir þær hingað. Fyrir þennan tíma hafði Ingunn reyndar stússast í ýmsu öðru líka. Til dæmis nam hún leiklist og sem fór líka að hasla sér völl sem viðskiptakona í ýmsum verkefnum. Ljósmyndasýningin Afghan another Afghanistan var verkefni sem Ingunn vann að sem framleiðandi og endaði meira að segja sem listasýning hjá Sameinuðu þjóðunum. Að vera vel tengd í New York gerði gæfumuninn í þess lags verkefnum og þar kom það sér að góðum notum hversu mikill partur af módelbransanum felst í að mæta á viðburði, sýna sig og sjá aðra og efla tengsl. Þegar Covid brast á, ákvað Ingunn að halda heim til Íslands með dæturnar tvær og um tíma var planið að fara aftur út, en þegar Covid dróst á langinn og dæturnar byrjaðar í skóla á Íslandi hefur það ekki verið raunin enn þá. „Við Josh vorum í fjarsambandi í byrjun Covid en ákváðum svo að hætta saman. Hann kemur samt mikið til Íslands og stelpurnar fara út til hans.“ Ingunni finnst gaman að vera komin heim, óháð því hvað síðar verður. Mikil uppbygging sé búin að vera á Íslandi og í þeirri uppbyggingu hefur hún meðal annars sjálf komið að með því að fjárfesta í hóteli við Hlemm sem síðar var breytt í íbúðarhótelið Hlemmur Suits. Ingunni finnst gaman að vera komin heim. Hvað sem síðar verður. „Ég hafði reyndar alltaf lagt á það áherslu að koma reglulega heim þegar ég bjó úti og mér fannst mjög gaman að sjá uppbygginguna hér þegar ég kom heim í Covid, til dæmis hafði Hlemmur stökkbreyst frá því sem áður var.“ Ingunn fjárfesti í hóteli og hostelim en hún og góður hópur breytti því í glæsilegt íbúðarhótel sem heitir núna Hlemmur Suits. Ingunn segir margt nýtast sér í starfi hjá Crowberry Capital í dag frá því að hún bjó og starfaði erlendis. Því í módelbransanum gengur allt út á tengslamyndun, sem Ingunni finnst reyndar alltaf jafn skemmtileg. Ingunn hvetur ungt fólk til að horfa á heiminn sem uppfullan af tækifærum. Eftir að hafa unnið í því verkefni um tíma, sá Ingunn fyrir sér að fara jafnvel að vinna fyrir einhvern annan. „Ég var þá helst að horfa til umhverfismálanna því ég hef alltaf brunnið fyrir þeim.“ Ingunn hafði sig því á tal við Kathryn Gunnarsson hjá GEKO og fyrir milligöngu hennar fékk Ingunn tilboð um að hitta Crowberry Capital konurnar. „Ég var á ferðalagi í Thailandi þegar það símtal kom, en þekkti þó aðeins til þeirra því um ári áður hafði ég borðað hádegisverð með þeim; hitti þær þá sem fjárfestir.“ Ingunn lýsir starfinu sem frábæru. „Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með því hvað það eru mörg íslensk fyrirtæki að gera góða hluti og mér finnst mjög gaman að vera að vinna hjá svona flottum vísisjóði sem er að fjárfesta í spennandi sprotafyrirtækjum á Norðurlöndum og að vinna með fjárfestum um allan heim,“ segir Ingunn og útskýrir að á ensku sé talað um starfið hennar sem Platform Manager, starfsheiti sem er þekkt erlendis en minna þekkt hér. „Þetta er mjög lifandi starf og oft gengur það mikið út á að hugsa aðeins út fyrir boxið til að sjá hvernig hægt er að styðja við þessa frumkvöðla sem best í sinni vegferð. Í starfinu nýtist mér það mjög vel að vera sjálf frumkvöðull og fjárfestir og ekki síst að finnast svona gaman af því að stækka tengslanetið.“ Ingunn segir mikilvægt að fólk ákveði ekki fyrirfram að eitthvað gangi ekki upp. Tækifærin séu mörg og því sé alltaf mikilvægt að taka samtalið og kanna málin. Þá sé líka spennandi hversu auðvelt það er orðið í dag að sækja sér meiri þekkingu eða nám, svo ekki sé talað um hvernig hægt er að starfa í fjarvinnu fyrir alþjóðleg fyrirtæki en búa á Íslandi.Vísir/Anton Brink Aðspurð um góðu ráðin segir Ingunn. Ætli ég myndi ekki fyrst nefna að hvetja fólk til að taka samtalið. Ekki að ákveða fyrirfram að eitthvað gangi ekki upp vegna þess að þig skorti reynslu eða menntun eða eitthvað annað. Við megum ekki takmarka okkur sjálf frá því að stökkva á möguleg tækifæri þar sem þau eru.“ Ingunn segir heiminn í dag líka stútfullan af tækifærum. Sjálf skellti hún sér til dæmis í nám við IESE spænskan viðskiptaskóla í New York fyrir ekki svo löngu og bætti þar við reynslu sína og þekkingu úr heimi viðskipta. „Því í dag er staðan þannig að þú getur alltaf bætt við þig þekkingu. Ekkert endilega með löngu námi eða einhverjum gráðum en ef það er eitthvað sem þú vilt læra meira og þróa þig í, þá eru alls kyns tækifæri til staðar til að gera það,“ segir Ingunn og bætir við: Ég myndi líka segja við fólk að horfa ekkert endilega á atvinnutækifæri eingöngu bundin við Ísland. Því það er vel hægt að búa á Íslandi en starfa hjá fyrirtækjum úti í heimi. Ég myndi svo sem hvetja fólk til að prófa að búa erlendis um tíma því það er mikil reynsla. Í dag er heimurinn samt alveg opinn sem þýðir að ef fólk vill breyta einhverju í dag, er hægt að gera svo margt.“
Starfsframi Tengdar fréttir Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ „Ég var lengi á biðlista að fá að bera út Moggann og fékk það starf loksins tólf ára,“ segir Hrafnhildur Jónsdóttir, betur þekkt sem Krumma. Að minnsta kosti af Frökkunum því í Frakklandi hefur hún búið í þrjátíu ár. 24. febrúar 2025 07:04 Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ „Það hljómar kannski skringilega en mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi,“ segir Hjalti Karlsson hönnuður og annar tveggja eigenda hjá Karlssonwilker í New York. 25. nóvember 2024 07:03 Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Mamma sagði nú bara við mig þá: Sif mín, viltu ekki bara koma heim?“ segir Sif Jakobs skartgripahönnuður og hlær. Sem þó tók það ekki í mál, hélt áfram að banka upp á dyrnar hjá skartgripaverslunum í Kaupmannahöfn þar til hún fékk loksins vinnu í skartgripaverslun. 24. október 2024 07:03 Snillingur í útlöndum: „Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur“ „Ég hef verði dolfallinn af ljósum frá því að ég man eftir mér. Fimm ára gamall var ég farinn að safna ljósaperum. Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur,“ segir Karl Jónsson, Chief of Strategy hjá fyrirtækinu LUUM.IO í Bandaríkjunum. 14. maí 2024 07:00 Mest lesið Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Viðskipti innlent Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Viðskipti innlent Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Viðskipti innlent Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Arion lækkar vexti Viðskipti innlent Íslandsbanki breytir vöxtunum Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Sjá meira
Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01
30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ „Ég var lengi á biðlista að fá að bera út Moggann og fékk það starf loksins tólf ára,“ segir Hrafnhildur Jónsdóttir, betur þekkt sem Krumma. Að minnsta kosti af Frökkunum því í Frakklandi hefur hún búið í þrjátíu ár. 24. febrúar 2025 07:04
Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ „Það hljómar kannski skringilega en mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi,“ segir Hjalti Karlsson hönnuður og annar tveggja eigenda hjá Karlssonwilker í New York. 25. nóvember 2024 07:03
Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Mamma sagði nú bara við mig þá: Sif mín, viltu ekki bara koma heim?“ segir Sif Jakobs skartgripahönnuður og hlær. Sem þó tók það ekki í mál, hélt áfram að banka upp á dyrnar hjá skartgripaverslunum í Kaupmannahöfn þar til hún fékk loksins vinnu í skartgripaverslun. 24. október 2024 07:03
Snillingur í útlöndum: „Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur“ „Ég hef verði dolfallinn af ljósum frá því að ég man eftir mér. Fimm ára gamall var ég farinn að safna ljósaperum. Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur,“ segir Karl Jónsson, Chief of Strategy hjá fyrirtækinu LUUM.IO í Bandaríkjunum. 14. maí 2024 07:00