Þingmanni blöskrar svör Rósu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2025 12:44 Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Samfylkingarinnar er hugsi yfir ákvörðun þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir galið að Rósa Guðbjartsdóttir ætli að halda áfram störfum í bæjarstjórn og sitja í stjórn sveitarfélaga meðfram þingmennsku. Það feli í sér hagsmunaárekstur og trúnaðarbrest við sveitarfélögin í landinu. Rósa var kjörin inn á þing í nóvember sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi. Þá var hún enn bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar en Valdimar Víðisson tók við af henni um áramótin. Um leið varð Rósa formaður bæjarráðs og hefur verið síðan þá. Hún hyggst halda áfram sem bæjarfulltrúi næstu mánuði. Sömuleiðis ætlar hún að halda áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þrátt fyrir þingsetuna. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðun Rósu óeðlilega. „Þetta er svo galið. Eitt af megin markmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga felst í hagmunagæslu sveitarfélaganna gagnvart ríkisvaldinu. Sambandið mótar stefnu sveitarfélaganna og hefur svo náin samskipti við Alþingi,“ segir Guðmundur Ari í færslu á Facebook. „Það að þingmaður sitji í stjórn sambandsins er algjör hagsmunaárekstur og trúnaðarbrestur við sveitarfélögin í landinu. Þessi ákvörðun Rósu setur alla stjórnina í skrýtna stöðu þar sem þau trúnaðarsamtöl sem fram fara í stjórn Sambandsins fara nú fram með fulltrúa Alþingis á fundunum. Formaður og stjórn Sambandsins þurfa að geta ráðið ráðum sínum og átt í trúnaðarsamskiptum um samskipti við m.a. ríkisstjórnina án þess að þurfa að gæta að því fulltrúar þingsins séu viðstaddir.“ Hann segir eftirminnilegt á síðasta kjörtímabili þegar Bjarni Jónsson fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Sambandsins var kjörinn á þing. „Þá hneyksluðust fulltrúar Sjálfstæðismanna mikið á því að hann sagði sig ekki strax úr stjórn Sambandsins. Ég skil það vel enda sat ég sjálfur í stjórn Sambandsins þegar ég var kjörinn á þing og sagði mig strax úr stjórninni. Ég sagði mig líka úr bæjarstjórn því fyrir mér er þingmannastarfið fullt starf og ég treysti vel öðrum öflugum fulltrúum Samfylkingar til að taka sæti í bæjarstjórn Seltjarnarnes og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.“ Hann ætli að leyfa öðrum að ræða um launatölur og hvaða mánaðarlaun einstaklingur hafi af skattgreiðendum sem sitji á Alþingi, bæjarstjórn Hafnarfjarðar, nefndum á vegum Hafnarfjarðar og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. „En það sem ég skil ekki er að Hafnfirðingar og Sjálfstæðismenn sætti sig við að kjörinn fulltrúi á þeirra vegum dreifi kröftum sínum á þennan hátt og neiti að hleypa öðrum Sjálfstæðismönnum að trúnaðarstörfum. Hvernig getur einstaklingur í fullu starfi á Alþingi mætt á sama tíma á bæjarstjórnarfundi, nefndarfundi og fundi í stjórn Sambandsins?“ Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Rósa var kjörin inn á þing í nóvember sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi. Þá var hún enn bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar en Valdimar Víðisson tók við af henni um áramótin. Um leið varð Rósa formaður bæjarráðs og hefur verið síðan þá. Hún hyggst halda áfram sem bæjarfulltrúi næstu mánuði. Sömuleiðis ætlar hún að halda áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þrátt fyrir þingsetuna. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðun Rósu óeðlilega. „Þetta er svo galið. Eitt af megin markmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga felst í hagmunagæslu sveitarfélaganna gagnvart ríkisvaldinu. Sambandið mótar stefnu sveitarfélaganna og hefur svo náin samskipti við Alþingi,“ segir Guðmundur Ari í færslu á Facebook. „Það að þingmaður sitji í stjórn sambandsins er algjör hagsmunaárekstur og trúnaðarbrestur við sveitarfélögin í landinu. Þessi ákvörðun Rósu setur alla stjórnina í skrýtna stöðu þar sem þau trúnaðarsamtöl sem fram fara í stjórn Sambandsins fara nú fram með fulltrúa Alþingis á fundunum. Formaður og stjórn Sambandsins þurfa að geta ráðið ráðum sínum og átt í trúnaðarsamskiptum um samskipti við m.a. ríkisstjórnina án þess að þurfa að gæta að því fulltrúar þingsins séu viðstaddir.“ Hann segir eftirminnilegt á síðasta kjörtímabili þegar Bjarni Jónsson fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Sambandsins var kjörinn á þing. „Þá hneyksluðust fulltrúar Sjálfstæðismanna mikið á því að hann sagði sig ekki strax úr stjórn Sambandsins. Ég skil það vel enda sat ég sjálfur í stjórn Sambandsins þegar ég var kjörinn á þing og sagði mig strax úr stjórninni. Ég sagði mig líka úr bæjarstjórn því fyrir mér er þingmannastarfið fullt starf og ég treysti vel öðrum öflugum fulltrúum Samfylkingar til að taka sæti í bæjarstjórn Seltjarnarnes og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.“ Hann ætli að leyfa öðrum að ræða um launatölur og hvaða mánaðarlaun einstaklingur hafi af skattgreiðendum sem sitji á Alþingi, bæjarstjórn Hafnarfjarðar, nefndum á vegum Hafnarfjarðar og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. „En það sem ég skil ekki er að Hafnfirðingar og Sjálfstæðismenn sætti sig við að kjörinn fulltrúi á þeirra vegum dreifi kröftum sínum á þennan hátt og neiti að hleypa öðrum Sjálfstæðismönnum að trúnaðarstörfum. Hvernig getur einstaklingur í fullu starfi á Alþingi mætt á sama tíma á bæjarstjórnarfundi, nefndarfundi og fundi í stjórn Sambandsins?“
Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira