„Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. mars 2025 08:00 Kári Kristján var hress á spítalanum þrátt fyrir allt. Aðsend Óvíst er hvort Kári Kristján Kristjánsson geti haldið áfram handboltaiðkun eftir að slæm veikindi skiluðu honum á hjartadeild Landsspítalans. Kári er þó á batavegi. „Heilsan er bara nokkuð fín, þakka þér fyrir. Við erum bara í slipp til 1. maí og á meðan reynir maður bara að vera rólegur,“ segir Kári Kristján Kristjánsson, handboltamaður ÍBV, sem lenti í miklu áfalli í febrúar síðastliðnum. Klippa: Ofurmennið sem finnur til í pumpunni Hann fékk þá sýkingu sem leiddi til hjartavandamála. Flytja þurfti hann með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur og lá hann inni á hjartadeild í tæpa viku. „Ég fæ einhverja sýkingu eða eitthvað drasl. Eitthvað vesen. Ég fæ sviða í bringubeinið og daginn eftir er ég ekki nægilega harður að standa það af mér. Þá hendi ég mér upp á deild, þá er maður látinn gista á spítalanum heima. Ég gisti eina nótt og þá er allt komið í kex í blóðinu og bara sjúkraflug og næs,“ segir Kári og bætir við: „Þau kyrrsetja mig og ég þarf að fara í hjartaþræðingu, fertugur maðurinn, og ég er á í tæpa viku á hjartadeildinni hjá yndislegu fólki og verið að passa að ég væri ekki að fá kransæðastíflu eða hjartaáfall á staðnum. En þetta endar svo eftir myndatöku á pumpunni að það eru hjartavöðvabólgur og gollurshúsbólgur. Það er heila helvítis vesenið.“ Ofurmenni sem finnur full mikið til í pumpunni Erfiðast á spítalanum hafi verið að fá nýjar upplýsingar úr rannsóknum. Kári Kristján Kristjánsson er á batavegi eftir að hafa legið á hjartadeild í tæpa viku.Vísir/Lýður „Það var ekkert þægilegast í heimi þegar þetta var að gerast. Svo þegar koma alltaf nýjar upplýsingar, þá er það alltaf mjög óþægilegt. Ég sé mögulega að fá þetta sem getur verið vísir að hjartaáfalli eða einhverju slíku. Þá er það svona: „Bíddu ertu að grínast? Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig.“ Þannig að þetta var ekkert spes,“ segir Kári. Síðan þá hefur Kári verið að jafna sig. Hann er á réttri leið en hefur heldur mikið fundið til í brjóstinu síðustu vikur. Hann segir því fylgja ákveðin óþægindi, andlega, að finna svo mikið fyrir hjartanu, eða pumpunni, eins og hann orðar það. Spítalavistin sló Kára Kristján ekki út af laginu.Aðsend „Svæðið svona í kringum hjartað er svolítið lifandi, ef svo má að orði komast. Af því að hjartað bólgnar upp og í kring þá koma upp litlar blæðingar í kringum millirifin og bla, bla, bla. Þannig að svæðið er svolítið lifandi. En það er ekkert alltaf toppmál að vita svona mikið af helvítis pumpunni. En þetta lítur nú bara allt saman ljómandi vel út,“ segir Kári Kristján. Óvitinn skilinn eftir útundan Líkt og segir að ofan hefur Kári verið skikkaður í hvíld, er „í slipp“ til 1. maí. Hann eigi auðveldara með margt annað en að fylgjast með á hliðarlínunni. „Það er eiginlega alveg glatað. Ég er búinn að vera að mæta á æfingar og horfa á. Maður er eins og óviti að fá að hlaupa aðeins af sér hornin og fá að vera með. Núna er maður svolítið skilinn eftir útundan. En maður verður bara að sætta sig við það,“ segir Kári. Kári verður 41 árs í október og óljóst um framhaldið á leikmannaferli hans. „Það er von þú spyrjir. Stutta svarið er að það væri helvíti leiðinlegt að fara út svona ,ekki á sínum forsendum. Svo veit maður ekkert hvað gerist þannig lagað. Ég á eftir að klára þetta bataferli, sjá hvernig það kemur út. Vonandi kemur það vel út og þá máttu bara heyra í mér aftur,“ segir Kári Kristján sem segir framhaldið því óljóst. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum efst í greininni. ÍBV Vestmannaeyjar Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
„Heilsan er bara nokkuð fín, þakka þér fyrir. Við erum bara í slipp til 1. maí og á meðan reynir maður bara að vera rólegur,“ segir Kári Kristján Kristjánsson, handboltamaður ÍBV, sem lenti í miklu áfalli í febrúar síðastliðnum. Klippa: Ofurmennið sem finnur til í pumpunni Hann fékk þá sýkingu sem leiddi til hjartavandamála. Flytja þurfti hann með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur og lá hann inni á hjartadeild í tæpa viku. „Ég fæ einhverja sýkingu eða eitthvað drasl. Eitthvað vesen. Ég fæ sviða í bringubeinið og daginn eftir er ég ekki nægilega harður að standa það af mér. Þá hendi ég mér upp á deild, þá er maður látinn gista á spítalanum heima. Ég gisti eina nótt og þá er allt komið í kex í blóðinu og bara sjúkraflug og næs,“ segir Kári og bætir við: „Þau kyrrsetja mig og ég þarf að fara í hjartaþræðingu, fertugur maðurinn, og ég er á í tæpa viku á hjartadeildinni hjá yndislegu fólki og verið að passa að ég væri ekki að fá kransæðastíflu eða hjartaáfall á staðnum. En þetta endar svo eftir myndatöku á pumpunni að það eru hjartavöðvabólgur og gollurshúsbólgur. Það er heila helvítis vesenið.“ Ofurmenni sem finnur full mikið til í pumpunni Erfiðast á spítalanum hafi verið að fá nýjar upplýsingar úr rannsóknum. Kári Kristján Kristjánsson er á batavegi eftir að hafa legið á hjartadeild í tæpa viku.Vísir/Lýður „Það var ekkert þægilegast í heimi þegar þetta var að gerast. Svo þegar koma alltaf nýjar upplýsingar, þá er það alltaf mjög óþægilegt. Ég sé mögulega að fá þetta sem getur verið vísir að hjartaáfalli eða einhverju slíku. Þá er það svona: „Bíddu ertu að grínast? Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig.“ Þannig að þetta var ekkert spes,“ segir Kári. Síðan þá hefur Kári verið að jafna sig. Hann er á réttri leið en hefur heldur mikið fundið til í brjóstinu síðustu vikur. Hann segir því fylgja ákveðin óþægindi, andlega, að finna svo mikið fyrir hjartanu, eða pumpunni, eins og hann orðar það. Spítalavistin sló Kára Kristján ekki út af laginu.Aðsend „Svæðið svona í kringum hjartað er svolítið lifandi, ef svo má að orði komast. Af því að hjartað bólgnar upp og í kring þá koma upp litlar blæðingar í kringum millirifin og bla, bla, bla. Þannig að svæðið er svolítið lifandi. En það er ekkert alltaf toppmál að vita svona mikið af helvítis pumpunni. En þetta lítur nú bara allt saman ljómandi vel út,“ segir Kári Kristján. Óvitinn skilinn eftir útundan Líkt og segir að ofan hefur Kári verið skikkaður í hvíld, er „í slipp“ til 1. maí. Hann eigi auðveldara með margt annað en að fylgjast með á hliðarlínunni. „Það er eiginlega alveg glatað. Ég er búinn að vera að mæta á æfingar og horfa á. Maður er eins og óviti að fá að hlaupa aðeins af sér hornin og fá að vera með. Núna er maður svolítið skilinn eftir útundan. En maður verður bara að sætta sig við það,“ segir Kári. Kári verður 41 árs í október og óljóst um framhaldið á leikmannaferli hans. „Það er von þú spyrjir. Stutta svarið er að það væri helvíti leiðinlegt að fara út svona ,ekki á sínum forsendum. Svo veit maður ekkert hvað gerist þannig lagað. Ég á eftir að klára þetta bataferli, sjá hvernig það kemur út. Vonandi kemur það vel út og þá máttu bara heyra í mér aftur,“ segir Kári Kristján sem segir framhaldið því óljóst. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum efst í greininni.
ÍBV Vestmannaeyjar Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira