Innlent

Tveir bílar og hesta­kerra skullu saman við Sel­foss

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Lokað var fyrir umferð um veginn í skamma stund.
Lokað var fyrir umferð um veginn í skamma stund. Vísir

Árekstur varð milli tveggja bíla og hestakerru á Suðurlandsvegi rétt austan við Selfoss. Fimm voru í bílunum og eru meiðsl talin minniháttar.

Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, segir að sumir hafi verið fluttir á heilbrigðisstofnun til aðhlynningar, en kvaðst ekki vita hve margir. Fimm hafi verið í ökutækjunum.

Meiðsl á fólki eru talin minniháttar.

Þorsteinn segir að dráttarbíll hafi þurft að ná í tvö ökutæki, en eitt þeirra sé minna skemmt. Hestakerran sé talin ökutæki í þessu samhengi.

Þá viti hann ekki til þess að hestar hafi verið í kerrunni.

Lokað var fyrir umferð um veginn í skamma stund en búið er að opna fyrir umferð.

Annar bíllinn skemmdist töluvert.Vísir
Hestakerran fór út af veginum.Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×