Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. mars 2025 19:15 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ætlar að bíða með endurreisn í Grindavík. Fannar Jónasson bæjarstjóri vill hins vegar verja innviði og hefja uppbyggingu sem fyrst. Vísir Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu með áframhald jarðhræringa. Bæjarstjóri vill hins vegar hefja uppbyggingu og saknar áætlunar um að halda við innviðum til að bjarga verðmætum. Ríkisstjórnin hefur kynnt áherslur sínar fyrir Grindavík. Meðal þess sem kemur fram er að vegna óvissu um jarðhræringar hafi verið ákveðið að hefja ekki strax endurreisnarstarf í bænum. Lög um húsnæðisstuðning falla niður um næstu mánaðamót. Þó verður sérstaklega stutt við tekjuminni heimili til áramóta. Frestur til að óska eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu er framlengdur um þrjá mánuði. Stuðningslán til fyrirtækja verða framlengd um ríflega ár en rekstrarstuðningur fellur úr gildi um mánaðamótin. Loks ætla stjórnvöld ekki að kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Kostnaður nú yfir hundrað milljarða króna Ríkissjóður hefur nú þegar lagt til ríflega hundrað milljarða króna í aðgerðir frá því að eldhræringarnar hófust á Reykjanesi árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Stjórnarráðinu. Þar ber hæst uppkaup Fasteignafélagsins Þórkötlu á ríflega níu hundruð fasteignum í Grindavík fyrir ríflega sjötíu milljarða króna og framkvæmdir við varnargarða á svæðinu sem hafa kostað ríkissjóð um tíu milljarða króna. Níutíu heimili fá sérstaka aðstoð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir erfitt að leggja mat á hvað aðgerðirnar nú þýða fyrir ríkissjóð. „Við erum ekki búin að reikna út hvað sparast með aðgerðunum enda er það ekki útgangspunkturinn,“ segir Kristrún. Hún segir að nú verði áherslan lögð á styðja við tekjulægri fjölskyldur í húsnæðisvanda. „Við erum að draga úr húsnæðisstuðningi. Stór hluti Grindvíkinga er komin í varanlegt húsnæði. Það hafa verið heimili sem hafa verið að fá húsnæðisstuðning sem eru nú metin þannig að þau þurfi ekki lengur á honum að halda. Þar er fjárhagurinn ekki stærsta áskorunin, heldur andlega heilsan. Við vitum hins vegar af kringum níutíu tekjulágum heimilum sem eru ekki komin í varanlegt húsnæði. Við ætlum að einblína á að aðstoða þau,“ segir Kristrún en í aðgerðum ríkisstjórnar kemur fram að sú aðgerð standi til næstu áramóta. Saknar áætlunar um innviði Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur saknar áætlunar um að halda við grunnkerfum í bænum. „Við þurfum að halda við innviðum í Grindavík vegna íbúa- og atvinnuhúsnæðis. Þar á meðal um níu hundruð eignum sem fasteignafélagið Þórkatla á. Fráveita, vatnsveita og gatnagerðakerfið þurfa að vera í lagi. Það þarf að styðja við þessu verkefni svo verðmæti ríkisins fari ekki forgörðum,“ segir Fannar. Hann segir að bæjarstjórnin telji að enduruppbygging geti hafist fljótlega. „Það er tímabært að fylla upp í sprungur og halda sambærilegum verkefnum áfram nú þegar hyllir undir það að þessum atburðum fari að ljúka. Við teljum tímabært að hefja enduruppbygginguna en ríkisstjórnin vill doka við. Það er áherslumunur hvað það varðar,“ segir Fannar. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur kynnt áherslur sínar fyrir Grindavík. Meðal þess sem kemur fram er að vegna óvissu um jarðhræringar hafi verið ákveðið að hefja ekki strax endurreisnarstarf í bænum. Lög um húsnæðisstuðning falla niður um næstu mánaðamót. Þó verður sérstaklega stutt við tekjuminni heimili til áramóta. Frestur til að óska eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu er framlengdur um þrjá mánuði. Stuðningslán til fyrirtækja verða framlengd um ríflega ár en rekstrarstuðningur fellur úr gildi um mánaðamótin. Loks ætla stjórnvöld ekki að kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Kostnaður nú yfir hundrað milljarða króna Ríkissjóður hefur nú þegar lagt til ríflega hundrað milljarða króna í aðgerðir frá því að eldhræringarnar hófust á Reykjanesi árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Stjórnarráðinu. Þar ber hæst uppkaup Fasteignafélagsins Þórkötlu á ríflega níu hundruð fasteignum í Grindavík fyrir ríflega sjötíu milljarða króna og framkvæmdir við varnargarða á svæðinu sem hafa kostað ríkissjóð um tíu milljarða króna. Níutíu heimili fá sérstaka aðstoð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir erfitt að leggja mat á hvað aðgerðirnar nú þýða fyrir ríkissjóð. „Við erum ekki búin að reikna út hvað sparast með aðgerðunum enda er það ekki útgangspunkturinn,“ segir Kristrún. Hún segir að nú verði áherslan lögð á styðja við tekjulægri fjölskyldur í húsnæðisvanda. „Við erum að draga úr húsnæðisstuðningi. Stór hluti Grindvíkinga er komin í varanlegt húsnæði. Það hafa verið heimili sem hafa verið að fá húsnæðisstuðning sem eru nú metin þannig að þau þurfi ekki lengur á honum að halda. Þar er fjárhagurinn ekki stærsta áskorunin, heldur andlega heilsan. Við vitum hins vegar af kringum níutíu tekjulágum heimilum sem eru ekki komin í varanlegt húsnæði. Við ætlum að einblína á að aðstoða þau,“ segir Kristrún en í aðgerðum ríkisstjórnar kemur fram að sú aðgerð standi til næstu áramóta. Saknar áætlunar um innviði Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur saknar áætlunar um að halda við grunnkerfum í bænum. „Við þurfum að halda við innviðum í Grindavík vegna íbúa- og atvinnuhúsnæðis. Þar á meðal um níu hundruð eignum sem fasteignafélagið Þórkatla á. Fráveita, vatnsveita og gatnagerðakerfið þurfa að vera í lagi. Það þarf að styðja við þessu verkefni svo verðmæti ríkisins fari ekki forgörðum,“ segir Fannar. Hann segir að bæjarstjórnin telji að enduruppbygging geti hafist fljótlega. „Það er tímabært að fylla upp í sprungur og halda sambærilegum verkefnum áfram nú þegar hyllir undir það að þessum atburðum fari að ljúka. Við teljum tímabært að hefja enduruppbygginguna en ríkisstjórnin vill doka við. Það er áherslumunur hvað það varðar,“ segir Fannar.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira