Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. mars 2025 19:15 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ætlar að bíða með endurreisn í Grindavík. Fannar Jónasson bæjarstjóri vill hins vegar verja innviði og hefja uppbyggingu sem fyrst. Vísir Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu með áframhald jarðhræringa. Bæjarstjóri vill hins vegar hefja uppbyggingu og saknar áætlunar um að halda við innviðum til að bjarga verðmætum. Ríkisstjórnin hefur kynnt áherslur sínar fyrir Grindavík. Meðal þess sem kemur fram er að vegna óvissu um jarðhræringar hafi verið ákveðið að hefja ekki strax endurreisnarstarf í bænum. Lög um húsnæðisstuðning falla niður um næstu mánaðamót. Þó verður sérstaklega stutt við tekjuminni heimili til áramóta. Frestur til að óska eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu er framlengdur um þrjá mánuði. Stuðningslán til fyrirtækja verða framlengd um ríflega ár en rekstrarstuðningur fellur úr gildi um mánaðamótin. Loks ætla stjórnvöld ekki að kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Kostnaður nú yfir hundrað milljarða króna Ríkissjóður hefur nú þegar lagt til ríflega hundrað milljarða króna í aðgerðir frá því að eldhræringarnar hófust á Reykjanesi árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Stjórnarráðinu. Þar ber hæst uppkaup Fasteignafélagsins Þórkötlu á ríflega níu hundruð fasteignum í Grindavík fyrir ríflega sjötíu milljarða króna og framkvæmdir við varnargarða á svæðinu sem hafa kostað ríkissjóð um tíu milljarða króna. Níutíu heimili fá sérstaka aðstoð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir erfitt að leggja mat á hvað aðgerðirnar nú þýða fyrir ríkissjóð. „Við erum ekki búin að reikna út hvað sparast með aðgerðunum enda er það ekki útgangspunkturinn,“ segir Kristrún. Hún segir að nú verði áherslan lögð á styðja við tekjulægri fjölskyldur í húsnæðisvanda. „Við erum að draga úr húsnæðisstuðningi. Stór hluti Grindvíkinga er komin í varanlegt húsnæði. Það hafa verið heimili sem hafa verið að fá húsnæðisstuðning sem eru nú metin þannig að þau þurfi ekki lengur á honum að halda. Þar er fjárhagurinn ekki stærsta áskorunin, heldur andlega heilsan. Við vitum hins vegar af kringum níutíu tekjulágum heimilum sem eru ekki komin í varanlegt húsnæði. Við ætlum að einblína á að aðstoða þau,“ segir Kristrún en í aðgerðum ríkisstjórnar kemur fram að sú aðgerð standi til næstu áramóta. Saknar áætlunar um innviði Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur saknar áætlunar um að halda við grunnkerfum í bænum. „Við þurfum að halda við innviðum í Grindavík vegna íbúa- og atvinnuhúsnæðis. Þar á meðal um níu hundruð eignum sem fasteignafélagið Þórkatla á. Fráveita, vatnsveita og gatnagerðakerfið þurfa að vera í lagi. Það þarf að styðja við þessu verkefni svo verðmæti ríkisins fari ekki forgörðum,“ segir Fannar. Hann segir að bæjarstjórnin telji að enduruppbygging geti hafist fljótlega. „Það er tímabært að fylla upp í sprungur og halda sambærilegum verkefnum áfram nú þegar hyllir undir það að þessum atburðum fari að ljúka. Við teljum tímabært að hefja enduruppbygginguna en ríkisstjórnin vill doka við. Það er áherslumunur hvað það varðar,“ segir Fannar. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur kynnt áherslur sínar fyrir Grindavík. Meðal þess sem kemur fram er að vegna óvissu um jarðhræringar hafi verið ákveðið að hefja ekki strax endurreisnarstarf í bænum. Lög um húsnæðisstuðning falla niður um næstu mánaðamót. Þó verður sérstaklega stutt við tekjuminni heimili til áramóta. Frestur til að óska eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu er framlengdur um þrjá mánuði. Stuðningslán til fyrirtækja verða framlengd um ríflega ár en rekstrarstuðningur fellur úr gildi um mánaðamótin. Loks ætla stjórnvöld ekki að kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Kostnaður nú yfir hundrað milljarða króna Ríkissjóður hefur nú þegar lagt til ríflega hundrað milljarða króna í aðgerðir frá því að eldhræringarnar hófust á Reykjanesi árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Stjórnarráðinu. Þar ber hæst uppkaup Fasteignafélagsins Þórkötlu á ríflega níu hundruð fasteignum í Grindavík fyrir ríflega sjötíu milljarða króna og framkvæmdir við varnargarða á svæðinu sem hafa kostað ríkissjóð um tíu milljarða króna. Níutíu heimili fá sérstaka aðstoð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir erfitt að leggja mat á hvað aðgerðirnar nú þýða fyrir ríkissjóð. „Við erum ekki búin að reikna út hvað sparast með aðgerðunum enda er það ekki útgangspunkturinn,“ segir Kristrún. Hún segir að nú verði áherslan lögð á styðja við tekjulægri fjölskyldur í húsnæðisvanda. „Við erum að draga úr húsnæðisstuðningi. Stór hluti Grindvíkinga er komin í varanlegt húsnæði. Það hafa verið heimili sem hafa verið að fá húsnæðisstuðning sem eru nú metin þannig að þau þurfi ekki lengur á honum að halda. Þar er fjárhagurinn ekki stærsta áskorunin, heldur andlega heilsan. Við vitum hins vegar af kringum níutíu tekjulágum heimilum sem eru ekki komin í varanlegt húsnæði. Við ætlum að einblína á að aðstoða þau,“ segir Kristrún en í aðgerðum ríkisstjórnar kemur fram að sú aðgerð standi til næstu áramóta. Saknar áætlunar um innviði Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur saknar áætlunar um að halda við grunnkerfum í bænum. „Við þurfum að halda við innviðum í Grindavík vegna íbúa- og atvinnuhúsnæðis. Þar á meðal um níu hundruð eignum sem fasteignafélagið Þórkatla á. Fráveita, vatnsveita og gatnagerðakerfið þurfa að vera í lagi. Það þarf að styðja við þessu verkefni svo verðmæti ríkisins fari ekki forgörðum,“ segir Fannar. Hann segir að bæjarstjórnin telji að enduruppbygging geti hafist fljótlega. „Það er tímabært að fylla upp í sprungur og halda sambærilegum verkefnum áfram nú þegar hyllir undir það að þessum atburðum fari að ljúka. Við teljum tímabært að hefja enduruppbygginguna en ríkisstjórnin vill doka við. Það er áherslumunur hvað það varðar,“ segir Fannar.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira