Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Atli Ísleifsson skrifar 19. mars 2025 12:16 Frjósemi á Norðurlöndunum hefur minnkað á undanförnum árum, líkt og á Íslandi. Vísir/Vilhelm Fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi árið 2024 var 4.311 sem er lítilsháttar fækkun frá árinu 2023 þegar 4.315 börn fæddust. Frjósemi á Íslandi hefur aldrei mælst minni en á síðasta ári. Þetta kemur fram í yfirferð Hagstofunnar á fæðingum síðasta árs. Þar segir að alls hafi fæðst 2.224 drengir og 2.087 stúlkur en það jafngildi 1.066 drengjum á móti hverjum 1.000 stúlkum. „Helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Árið 2024 var frjósemi kvenna búsettum á Íslandi 1,56 og hefur hún aldrei verið minni frá því að mælingar hófust árið 1853. Árið 2023 var frjósemi 1,59 en það er næst minnsta frjósemi sem mælst hefur hér á landi. Frjósemi hefur ekki farið upp fyrir 2,0 hér á landi síðan árið 2012 þegar hún var 2,1. Frjósemi á Norðurlöndunum hefur minnkað á undanförnum árum, líkt og á Íslandi. Á síðasta ári var fjöldi lifandi fæddra barna á hverja konu rúmlega 1,4 í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en í Finnlandi var hún komin niður í 1,26 árið 2023. Í Færeyjum og á Grænlandi var frjósemin 1,86 og 1,78 árið 2023 en hún hefur minnkað hratt síðustu ár. Til dæmis var frjósemi í Færeyjum 2,33 árið 2021 og á Grænlandi 2,12 árið 2020. Aldursbundin fæðingartíðni mjög lág á meðal mæðra undir tvítugu Fæðingartíðni mæðra undir tvítugu var í fyrra 3,5 börn á hverjar 1.000 konur sem er afar lágt í samanburði við tímabilið 1961-1965 þegar hún fór hæst en þá fæddust 84 börn á hverjar 1.000 konur undir tvítugu. Fyrir utan síðustu ár þarf að fara aftur til ársins 1870 til að finna ár þar sem fæðingartíðni mæðra undir tvítugu fór undir fjögur börn á hverjar 1.000 konur. Frá árinu 1932 til ársins 2018 var aldursbundin fæðingartíðni alltaf hæst í aldurshópunum 20-24 ára og 25-29 ára en árið 2019 varð sú breyting að fæðingartíðnin reyndist hæst innan aldurshópsins 30-34 ára. Það sama átti við um árið 2024 en þá fæddust 102,9 börn á hverjar 1.000 konur á aldursbilinu 30-34 ára en 98,4 á aldursbilinu 25-29 ára. Fæðingartíðni hefur aldrei áður farið undir 100 börn á hverjar 1.000 konur á því aldursbili. Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt síðustu áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður. Frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en eftir miðjan níunda áratuginn hefur meðalaldur farið hækkandi og var 29,1 ár í fyrra,“ segir í tilkynningunni. Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirferð Hagstofunnar á fæðingum síðasta árs. Þar segir að alls hafi fæðst 2.224 drengir og 2.087 stúlkur en það jafngildi 1.066 drengjum á móti hverjum 1.000 stúlkum. „Helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Árið 2024 var frjósemi kvenna búsettum á Íslandi 1,56 og hefur hún aldrei verið minni frá því að mælingar hófust árið 1853. Árið 2023 var frjósemi 1,59 en það er næst minnsta frjósemi sem mælst hefur hér á landi. Frjósemi hefur ekki farið upp fyrir 2,0 hér á landi síðan árið 2012 þegar hún var 2,1. Frjósemi á Norðurlöndunum hefur minnkað á undanförnum árum, líkt og á Íslandi. Á síðasta ári var fjöldi lifandi fæddra barna á hverja konu rúmlega 1,4 í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en í Finnlandi var hún komin niður í 1,26 árið 2023. Í Færeyjum og á Grænlandi var frjósemin 1,86 og 1,78 árið 2023 en hún hefur minnkað hratt síðustu ár. Til dæmis var frjósemi í Færeyjum 2,33 árið 2021 og á Grænlandi 2,12 árið 2020. Aldursbundin fæðingartíðni mjög lág á meðal mæðra undir tvítugu Fæðingartíðni mæðra undir tvítugu var í fyrra 3,5 börn á hverjar 1.000 konur sem er afar lágt í samanburði við tímabilið 1961-1965 þegar hún fór hæst en þá fæddust 84 börn á hverjar 1.000 konur undir tvítugu. Fyrir utan síðustu ár þarf að fara aftur til ársins 1870 til að finna ár þar sem fæðingartíðni mæðra undir tvítugu fór undir fjögur börn á hverjar 1.000 konur. Frá árinu 1932 til ársins 2018 var aldursbundin fæðingartíðni alltaf hæst í aldurshópunum 20-24 ára og 25-29 ára en árið 2019 varð sú breyting að fæðingartíðnin reyndist hæst innan aldurshópsins 30-34 ára. Það sama átti við um árið 2024 en þá fæddust 102,9 börn á hverjar 1.000 konur á aldursbilinu 30-34 ára en 98,4 á aldursbilinu 25-29 ára. Fæðingartíðni hefur aldrei áður farið undir 100 börn á hverjar 1.000 konur á því aldursbili. Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt síðustu áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður. Frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en eftir miðjan níunda áratuginn hefur meðalaldur farið hækkandi og var 29,1 ár í fyrra,“ segir í tilkynningunni.
Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira