Dreymir um að verða rithöfundur Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. mars 2025 09:09 Ásta Rósey er meðal þáttakenda í Ungfrú Ísland. „Ég sækist um að verða Ungfrú Ísland til að geta orðið góð fyrirmynd fyrir ungar stelpur og komið því vel á framfæri að fegurð er alls ekki bara útlit, heldur er hún blanda af ýmsum þáttum, svo sem sjálfstrausti, góðu hjarta, jákvæðni og andlegum styrk,“segir Ásta Rósey Hjálmarsdóttir, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Ásta Rósey Hjálmarsdóttir Aldur? 18 ára Starf? Ég vinn í sjoppu í Hafnarfirði sem heitir Jolli. Menntun? Ég útskrifast úr Kvennaskólanum í Reykjavík í vor og stefni svo á Háskóla Íslands næst. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Hugulsöm, forvitin og tilfinningarík. Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég hlusta alltaf á söngleiki eftir Leikhópinn Lottu í bílnum, kann alla diskana utan af. Smá guilty pleasure. Ég mæli með Hróa Hött, það er best. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Jennifer Lawrence, hún er bara svo ótrúlega fyndin, skemmtileg og sterk kona. Hvað hefur mótað þig mest? Ég myndi segja seinni hluti grunnskólagöngunnar, kannski 8-10 bekkur. Ég var rosalega ósátt með sálfa mig, hörð á mér og var einnig mjög kvíðin. Þetta tímabil í lífi mínu er grunnurinn að þeirri manneskju sem ég er í dag og ég er þakklát fyrir það. Það hefur núna gefið mér þann kost að geta séð betur hversu ánægjulegt það er að leyfa sér að þroskast, blómstra og vera maður sjálfur án þess að hafa áhyggjur af áliti annarra. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Það væri líklega kvíði, en hann er eitthvað sem hefur fylgt mér nánast alla ævi og ég get alveg viðurkennt það að ég er enn að kljást við hann á ýmsum sviðum. Ég myndi ekki segja það að kvíðinn sé endilega minn besti eiginleiki, en á sama tíma hefur reynslan kennt mér svo margt að á endanum er ég örlítið þakklát. Ég næ að meta lífið á annan hátt núna þegar ég er komin með einhverja hugmynd um hvernig líf án böggandi kvíða getur litið út og ég er svakalega spennt að komast lengra í því ferli. Annars er ég, sem betur fer, mjög lukkuleg þegar kemur að stórum áksorum í lífinu og hef sjálf lent í fáum erfiðum atvikum. Það var reyndar mjög erfitt fyrir mig þegar ég missti afa minn út af alzheimer síðasta haust, en kvíðinn minn versnaði hratt í kringum þann tíma. Þrátt fyrir það er ég heppin að geta sagt að allt mitt nánast fólk er heilt heilsu í dag og ég er umkringd fáum erfiðum hindrunum. Hverju ertu stoltust af? Ég er stolt af því hvað ég hef leyft mér að þroskast og breytast mikið á síðustu árum. Ég átti einu sinni alltaf frekar erfitt með það að leyfa mér að vera ánægð með sjálfa mig og taka skemmtilegar áhættur, en núna er ég öll að bæta mig og tek flestar ákvarðanir fyrir mig sjálfa en ekki aðra. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Að ferðast og brjóta upp rútínuna. Það þarf ekki að vera mikið, en bara það að hafa einn dag einstaka sinnum aðeins öðruvísi en hversdagsleikinn getur breytt svo miklu. Það geta t.d. verið litlu hlutirnir: að hitta vini, horfa á bíómynd, prófa nýtt kaffihús, taka stuttan rúnt o.fl. Mér finnst mjög mikilvægt að gefa sér tíma í svona hluti því þeir gera meira fyrir sálina en maður heldur. View this post on Instagram A post shared by Ásta Rósey (@astarosey06) Hvernig tekstu á við stress og álag? Það er alltaf gamalt og gott ráð hjá mér að taka bara stuttan göngutúr til þess að hreinsa hugann og fá smá ferskt loft. Hann þarf ekki að vera langur og mér líður oftast miklu betur eftir á. Stundum er það nóg fyrir mig til að losna við lítið og óþarfa stress. Annað gamalt og gott ráð er tónlist. Bara það að hlusta á eitt gott lag getur hjálpað svo mikið. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Amma skrifar alltaf: Lifðu í lukku en ekki í krukku á afmæliskortin mín, mér finnst það mjög skemmtilegt. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Núna í vetur var ég að fara að keyra heim úr skólanum þegar tveir túristar komu upp að mér og báðu mig um að hjálpa sér og gefa bílnum sínum straum því hann var rafmagnslaus. Ég þurfti að face timea pabba því ég kunni ekki að opna hoodið á bílnum mínum, túristunum leist held ég ekkert á mig. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég kann að spila Afgan með Bubba á munnhörpu, þökk sé Hafdísi á Jolla sem hvatti mig til að eyða aurunum mínum í eina svoleiðis græju. Ég myndi samt ekki segja að ég væri góð í því, en það er bara aukaatriði. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Það er erfitt að útskýra það en ég elska þegar maður bókstaflega finnur fyrir sólageisla þegar manneskja labbar inn í herbergi, ég elska þannig fólk. Fólk sem er raunverulega gott og færir öðru fólki gleði bara með því að anda eiginlega. En óheillandi? Nöldur og kvart er sjaldan skemmtilegt og er ekki alltaf lausnin við vandamálum. Ég skil að í mörgum tilfellum er nauðsynlegt að kvarta yfir ákveðnum atriðum til þess að breytingar eiga sér stað, en lífið er allt of stutt til þess að eyða tíma í að kvarta yfir örlitlum hlutum sem skipta svo engu máli fyrir stóru myndina. Hver er þinn helsti ótti? Ég er skíthrædd við skyndiplön. Hljómar furðulega því áðan talaði ég um mikilvægi þess að brjóta upp á rútinuna, en ég verð að vita af svoleiðis með fyrirvara. Öll plön án fyrirvara hræða úr mér líftóruna. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Þegar ég klára menntaskóla í vor langar mig mjög mikið að fara í íslensku nám í Háskóla Íslands, þannig eftir tíu ár langar mig að vera í starfi sem tengist því. Sem dæmi hefur mig alltaf dreymt um að vera rithöfundur frá því ég var lítil, en það er eitthvað sem ég væri alveg til í að gera eftir tíu ár. View this post on Instagram A post shared by Ásta Rósey (@astarosey06) Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku. Svo er ég líka með stúdentspróf í dönsku… telst það ekki með? Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Ristað brauð með smjöri, gúrku, arómati og harðsoðnu eggi. Kannski splæsa smá Plús að drekka með eða kakó. Hvaða lag tekur þú í karókí? I Will Survie er mjög skemmtilegt karókí lag, en annars er Shallow líka gott því þá erum við tvö saman að gera okkur að fíflum. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hitti Guðna Th á N1 á Hvolsvelli einu sinni, það var rosalega skemmtilegt, ég fékk selfí með honum. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég HATA að skrifa skilaboð, er alltaf svo lengi að því. Mér finnst persónulega best að senda voice chat. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ferðast, ekki spurning. Fara út um allt og skoða allt, bæði á Íslandi og út í heimi. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Konurnar í Ungfrú Ísland í gegnum árin eru svo miklar fyrirmyndir og það sem heillar mig við þær er ekki aðeins hvað þær eru fallegar innan sem utan, heldur einnig hvað þær nota vettvanginn sem þeim var gefinn á góðan hátt. Þessi keppni er svo frábær fyrir þá sem vilja öðlast tækifæri til þess að opna sig, þroskast og deila reynslu sinni. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Mér finnst ferlið enn þá bara rétt að byrja en ég er strax orðin miklu sjálfsöruggari, bæði á æfingum en líka bara í daglegu lífi. Mér finnst þessi hópur og teymið í ár vera rosalega skemmtilegt og uppbyggjandi og ég get ekki beðið eftir því sem eftir er. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Mér finnst andleg heilsa og sjáfsmynd ungs fólks vera mikilvægt málefni í dag. Það eru ótrúlega margir að kljást við ýmis vandamál sem við hin vitum ekkert endilega af og það er svo mikilvægt að allir hafi tækifæri til þess að vinna í þeim og leita sér hjálpar. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Einlægni nr. 1-2 og 3. Mér finnst það vera svo mikilvægur kostur að geta talað um ýmis málefni á hreinskilin og skilningsríkan hátt. Þetta er kostur sem allir geta öðlast með æfingu og er hann einn af þeim hlutum sem er efst á mínum forgangslista núna. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Ég sækist um að verða Ungfrú Ísland til að geta orðið góð fyrirmynd fyrir ungar stelpur og komið því vel á framfæri að fegurð er alls ekki bara útlit, heldur er hún blanda af ýmsum þáttum, svo sem sjálfstrausti, góðu hjarta, jákvæðni, andlegum styrk o.fl. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Það sem mér finnst gera mig sérstaka er reynslan mín að læra að elska sjálfa mig. Eins og ég nefndi áðan hef ég alltaf verið rosalega hörð á mér og því finnst mér margt sem ég get tekið úr mínu ferli í að þroskast og dafna inn í keppnina. Mér finnst líklegt að fleiri en ég tengja við það að hafa átt í erfiðleikum við að byggja upp sjálfstraust sitt, en þrátt fyrir það erum við öll ólík á okkar hátt með mismunandi reynslu og upplifanir. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Mér finnst svo svakalega mikilvægt að vinna gegn áhrifum samfélagsmiðla á andlega heilsu ungs fólks. Það þarf að efla fræðslu um raunveruleikann á bak við hina "fullkomnu" ímynd sem oft er sett fram. Samfélagsmiðlar geta haft verulega mikil áhrif á sjálfsmynd einstaklings, sérstaklega þegar maður er á viðkvæmum aldri. Samfélagsmiðlar geta verið mjög skemmtilegir og nytsamlegir, en mikilvægt er að hafa það á bakvið eyrað að ekki er alltaf allt eins og sýnist. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Þetta er ekki bara fegurðarsamkeppni, heldur einnig skemmtileg og spennandi leið til að auka sjálfstraust, öðlast reynslu, eignast vini og ekki síst af öllu: hafa gaman. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum „Mér finnst stærsta vandamálið sem mín kynslóð stendur frammi fyrir vera skjáfíknin og einangrunin sem fylgir henni. Mín kynslóð og komandi kynslóðir hafa ekki upplifað það frelsi sem fylgir því að vera ekki alltaf með síma í hendi,“ segir Eydís Eik Sigurðardóttir, , spurð hvert stærsta vandamál hennar kynslóðar stendur frammi fyrir. 21. mars 2025 10:01 Lífsins gæfa að eignast litla systur með Downs „Því að mér finnst allt svo ótrúlega skemmtilegt. Þetta er svo ótrúlega þroskandi og gefandi ferli að ég væri til í að halda endalaust áfram,“ segir Dagný Björt Axelsdóttir, aðspurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. 20. mars 2025 09:02 Ungfrú Ísland: Kjóstu Netstúlkuna 2025 Ungfrú Ísland fer fram í þann 3.apríl næstkomandi í Gamla Bíó og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu á Vísi. Í ár gefst almenningi kostur á að velja Netstúlkuna 2025 í atkvæðagreiðslu á Vísi en sú stúlka sem hreppir titilinn fer sjálfkrafa áfram í hóp þeirra efstu tíu sem keppa um kórónuna. 20. mars 2025 07:01 Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Gossip girl stjarna orðinn faðir Lífið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Ásta Rósey Hjálmarsdóttir Aldur? 18 ára Starf? Ég vinn í sjoppu í Hafnarfirði sem heitir Jolli. Menntun? Ég útskrifast úr Kvennaskólanum í Reykjavík í vor og stefni svo á Háskóla Íslands næst. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Hugulsöm, forvitin og tilfinningarík. Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég hlusta alltaf á söngleiki eftir Leikhópinn Lottu í bílnum, kann alla diskana utan af. Smá guilty pleasure. Ég mæli með Hróa Hött, það er best. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Jennifer Lawrence, hún er bara svo ótrúlega fyndin, skemmtileg og sterk kona. Hvað hefur mótað þig mest? Ég myndi segja seinni hluti grunnskólagöngunnar, kannski 8-10 bekkur. Ég var rosalega ósátt með sálfa mig, hörð á mér og var einnig mjög kvíðin. Þetta tímabil í lífi mínu er grunnurinn að þeirri manneskju sem ég er í dag og ég er þakklát fyrir það. Það hefur núna gefið mér þann kost að geta séð betur hversu ánægjulegt það er að leyfa sér að þroskast, blómstra og vera maður sjálfur án þess að hafa áhyggjur af áliti annarra. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Það væri líklega kvíði, en hann er eitthvað sem hefur fylgt mér nánast alla ævi og ég get alveg viðurkennt það að ég er enn að kljást við hann á ýmsum sviðum. Ég myndi ekki segja það að kvíðinn sé endilega minn besti eiginleiki, en á sama tíma hefur reynslan kennt mér svo margt að á endanum er ég örlítið þakklát. Ég næ að meta lífið á annan hátt núna þegar ég er komin með einhverja hugmynd um hvernig líf án böggandi kvíða getur litið út og ég er svakalega spennt að komast lengra í því ferli. Annars er ég, sem betur fer, mjög lukkuleg þegar kemur að stórum áksorum í lífinu og hef sjálf lent í fáum erfiðum atvikum. Það var reyndar mjög erfitt fyrir mig þegar ég missti afa minn út af alzheimer síðasta haust, en kvíðinn minn versnaði hratt í kringum þann tíma. Þrátt fyrir það er ég heppin að geta sagt að allt mitt nánast fólk er heilt heilsu í dag og ég er umkringd fáum erfiðum hindrunum. Hverju ertu stoltust af? Ég er stolt af því hvað ég hef leyft mér að þroskast og breytast mikið á síðustu árum. Ég átti einu sinni alltaf frekar erfitt með það að leyfa mér að vera ánægð með sjálfa mig og taka skemmtilegar áhættur, en núna er ég öll að bæta mig og tek flestar ákvarðanir fyrir mig sjálfa en ekki aðra. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Að ferðast og brjóta upp rútínuna. Það þarf ekki að vera mikið, en bara það að hafa einn dag einstaka sinnum aðeins öðruvísi en hversdagsleikinn getur breytt svo miklu. Það geta t.d. verið litlu hlutirnir: að hitta vini, horfa á bíómynd, prófa nýtt kaffihús, taka stuttan rúnt o.fl. Mér finnst mjög mikilvægt að gefa sér tíma í svona hluti því þeir gera meira fyrir sálina en maður heldur. View this post on Instagram A post shared by Ásta Rósey (@astarosey06) Hvernig tekstu á við stress og álag? Það er alltaf gamalt og gott ráð hjá mér að taka bara stuttan göngutúr til þess að hreinsa hugann og fá smá ferskt loft. Hann þarf ekki að vera langur og mér líður oftast miklu betur eftir á. Stundum er það nóg fyrir mig til að losna við lítið og óþarfa stress. Annað gamalt og gott ráð er tónlist. Bara það að hlusta á eitt gott lag getur hjálpað svo mikið. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Amma skrifar alltaf: Lifðu í lukku en ekki í krukku á afmæliskortin mín, mér finnst það mjög skemmtilegt. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Núna í vetur var ég að fara að keyra heim úr skólanum þegar tveir túristar komu upp að mér og báðu mig um að hjálpa sér og gefa bílnum sínum straum því hann var rafmagnslaus. Ég þurfti að face timea pabba því ég kunni ekki að opna hoodið á bílnum mínum, túristunum leist held ég ekkert á mig. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég kann að spila Afgan með Bubba á munnhörpu, þökk sé Hafdísi á Jolla sem hvatti mig til að eyða aurunum mínum í eina svoleiðis græju. Ég myndi samt ekki segja að ég væri góð í því, en það er bara aukaatriði. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Það er erfitt að útskýra það en ég elska þegar maður bókstaflega finnur fyrir sólageisla þegar manneskja labbar inn í herbergi, ég elska þannig fólk. Fólk sem er raunverulega gott og færir öðru fólki gleði bara með því að anda eiginlega. En óheillandi? Nöldur og kvart er sjaldan skemmtilegt og er ekki alltaf lausnin við vandamálum. Ég skil að í mörgum tilfellum er nauðsynlegt að kvarta yfir ákveðnum atriðum til þess að breytingar eiga sér stað, en lífið er allt of stutt til þess að eyða tíma í að kvarta yfir örlitlum hlutum sem skipta svo engu máli fyrir stóru myndina. Hver er þinn helsti ótti? Ég er skíthrædd við skyndiplön. Hljómar furðulega því áðan talaði ég um mikilvægi þess að brjóta upp á rútinuna, en ég verð að vita af svoleiðis með fyrirvara. Öll plön án fyrirvara hræða úr mér líftóruna. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Þegar ég klára menntaskóla í vor langar mig mjög mikið að fara í íslensku nám í Háskóla Íslands, þannig eftir tíu ár langar mig að vera í starfi sem tengist því. Sem dæmi hefur mig alltaf dreymt um að vera rithöfundur frá því ég var lítil, en það er eitthvað sem ég væri alveg til í að gera eftir tíu ár. View this post on Instagram A post shared by Ásta Rósey (@astarosey06) Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku. Svo er ég líka með stúdentspróf í dönsku… telst það ekki með? Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Ristað brauð með smjöri, gúrku, arómati og harðsoðnu eggi. Kannski splæsa smá Plús að drekka með eða kakó. Hvaða lag tekur þú í karókí? I Will Survie er mjög skemmtilegt karókí lag, en annars er Shallow líka gott því þá erum við tvö saman að gera okkur að fíflum. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hitti Guðna Th á N1 á Hvolsvelli einu sinni, það var rosalega skemmtilegt, ég fékk selfí með honum. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég HATA að skrifa skilaboð, er alltaf svo lengi að því. Mér finnst persónulega best að senda voice chat. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ferðast, ekki spurning. Fara út um allt og skoða allt, bæði á Íslandi og út í heimi. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Konurnar í Ungfrú Ísland í gegnum árin eru svo miklar fyrirmyndir og það sem heillar mig við þær er ekki aðeins hvað þær eru fallegar innan sem utan, heldur einnig hvað þær nota vettvanginn sem þeim var gefinn á góðan hátt. Þessi keppni er svo frábær fyrir þá sem vilja öðlast tækifæri til þess að opna sig, þroskast og deila reynslu sinni. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Mér finnst ferlið enn þá bara rétt að byrja en ég er strax orðin miklu sjálfsöruggari, bæði á æfingum en líka bara í daglegu lífi. Mér finnst þessi hópur og teymið í ár vera rosalega skemmtilegt og uppbyggjandi og ég get ekki beðið eftir því sem eftir er. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Mér finnst andleg heilsa og sjáfsmynd ungs fólks vera mikilvægt málefni í dag. Það eru ótrúlega margir að kljást við ýmis vandamál sem við hin vitum ekkert endilega af og það er svo mikilvægt að allir hafi tækifæri til þess að vinna í þeim og leita sér hjálpar. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Einlægni nr. 1-2 og 3. Mér finnst það vera svo mikilvægur kostur að geta talað um ýmis málefni á hreinskilin og skilningsríkan hátt. Þetta er kostur sem allir geta öðlast með æfingu og er hann einn af þeim hlutum sem er efst á mínum forgangslista núna. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Ég sækist um að verða Ungfrú Ísland til að geta orðið góð fyrirmynd fyrir ungar stelpur og komið því vel á framfæri að fegurð er alls ekki bara útlit, heldur er hún blanda af ýmsum þáttum, svo sem sjálfstrausti, góðu hjarta, jákvæðni, andlegum styrk o.fl. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Það sem mér finnst gera mig sérstaka er reynslan mín að læra að elska sjálfa mig. Eins og ég nefndi áðan hef ég alltaf verið rosalega hörð á mér og því finnst mér margt sem ég get tekið úr mínu ferli í að þroskast og dafna inn í keppnina. Mér finnst líklegt að fleiri en ég tengja við það að hafa átt í erfiðleikum við að byggja upp sjálfstraust sitt, en þrátt fyrir það erum við öll ólík á okkar hátt með mismunandi reynslu og upplifanir. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Mér finnst svo svakalega mikilvægt að vinna gegn áhrifum samfélagsmiðla á andlega heilsu ungs fólks. Það þarf að efla fræðslu um raunveruleikann á bak við hina "fullkomnu" ímynd sem oft er sett fram. Samfélagsmiðlar geta haft verulega mikil áhrif á sjálfsmynd einstaklings, sérstaklega þegar maður er á viðkvæmum aldri. Samfélagsmiðlar geta verið mjög skemmtilegir og nytsamlegir, en mikilvægt er að hafa það á bakvið eyrað að ekki er alltaf allt eins og sýnist. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Þetta er ekki bara fegurðarsamkeppni, heldur einnig skemmtileg og spennandi leið til að auka sjálfstraust, öðlast reynslu, eignast vini og ekki síst af öllu: hafa gaman.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum „Mér finnst stærsta vandamálið sem mín kynslóð stendur frammi fyrir vera skjáfíknin og einangrunin sem fylgir henni. Mín kynslóð og komandi kynslóðir hafa ekki upplifað það frelsi sem fylgir því að vera ekki alltaf með síma í hendi,“ segir Eydís Eik Sigurðardóttir, , spurð hvert stærsta vandamál hennar kynslóðar stendur frammi fyrir. 21. mars 2025 10:01 Lífsins gæfa að eignast litla systur með Downs „Því að mér finnst allt svo ótrúlega skemmtilegt. Þetta er svo ótrúlega þroskandi og gefandi ferli að ég væri til í að halda endalaust áfram,“ segir Dagný Björt Axelsdóttir, aðspurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. 20. mars 2025 09:02 Ungfrú Ísland: Kjóstu Netstúlkuna 2025 Ungfrú Ísland fer fram í þann 3.apríl næstkomandi í Gamla Bíó og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu á Vísi. Í ár gefst almenningi kostur á að velja Netstúlkuna 2025 í atkvæðagreiðslu á Vísi en sú stúlka sem hreppir titilinn fer sjálfkrafa áfram í hóp þeirra efstu tíu sem keppa um kórónuna. 20. mars 2025 07:01 Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Gossip girl stjarna orðinn faðir Lífið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Sjá meira
Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum „Mér finnst stærsta vandamálið sem mín kynslóð stendur frammi fyrir vera skjáfíknin og einangrunin sem fylgir henni. Mín kynslóð og komandi kynslóðir hafa ekki upplifað það frelsi sem fylgir því að vera ekki alltaf með síma í hendi,“ segir Eydís Eik Sigurðardóttir, , spurð hvert stærsta vandamál hennar kynslóðar stendur frammi fyrir. 21. mars 2025 10:01
Lífsins gæfa að eignast litla systur með Downs „Því að mér finnst allt svo ótrúlega skemmtilegt. Þetta er svo ótrúlega þroskandi og gefandi ferli að ég væri til í að halda endalaust áfram,“ segir Dagný Björt Axelsdóttir, aðspurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. 20. mars 2025 09:02
Ungfrú Ísland: Kjóstu Netstúlkuna 2025 Ungfrú Ísland fer fram í þann 3.apríl næstkomandi í Gamla Bíó og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu á Vísi. Í ár gefst almenningi kostur á að velja Netstúlkuna 2025 í atkvæðagreiðslu á Vísi en sú stúlka sem hreppir titilinn fer sjálfkrafa áfram í hóp þeirra efstu tíu sem keppa um kórónuna. 20. mars 2025 07:01