Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og Aftureldingar laugardaginn 5. apríl. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 5. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið fari niður um eitt sæti frá því á síðasta tímabili. Eftir frábært gengi eftir að Jökull Elísabetarson tók við Stjörnunni eftir sex umferðir tímabilið 2023 voru Garðbæingar brokkgengari í fyrra. Þeir áttu glimrandi leiki en duttu hressilega niður þess á milli, sérstaklega framan af sumri. Stjarnan endaði hins vegar tímabilið á jákvæðum nótum. Liðið tapaði aðeins einum af síðustu tíu leikjum sínum og endaði í 4. sæti. Það dugði þó ekki til að komast í Evrópukeppni þar sem KA varð bikarmeistari. Jökull Elísabetarson þjálfaði Augnablik áður en hann var ráðinn aðstoðarþjálfari Ágústs Gylfasonar hjá Stjörnunni.vísir/diego Jökull fer sínar eigin leiðir í þjálfun og er óhræddur að lita út fyrir. Hann gerir miklar breytingar á milli leikja og tilraunamennskan er mikil. Það getur verið kostur - Stjörnuliðið er mjög sveigjanlegt og eflaust erfitt að greina - en það getur líka verið erfitt að ná upp stöðugleika. grafík/bjarki Herra Stjarnan, goðsögnin í Garðabænum, Daníel Laxdal, lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og sömu sögu er að segja af Hilmari Árna Halldórssyni og Þórarni Inga Valdimarssyni. Óli Valur Ómarsson stökk síðan yfir til Breiðabliks og Róbert Frosti Þorkelsson, sem lagði upp níu mörk á síðasta tímabili, fór í atvinnumennsku. Mikil reynsla er því farin úr Stjörnuliðinu auk þess sem tveir af bestu ungu leikmönnum liðsins eru horfnir á braut. Skörð þeirra verða ekki fyllt svo glatt. Stjarnan plokkaði skrautfjaðirnar af Vestra og fékk Andra Rúnar Bjarnason og Benedikt Warén. Alex Þór Hauksson sneri aftur í Stjörnuna eftir eitt ár í KR og Samúel Kári Friðjónsson og Þorri Mar Þórisson eru komnir heim eftir mislanga dvöl í atvinnumennsku. grafík/bjarki Kastljósið verður á Samúel sem spilaði sem atvinnumaður í rúman áratug og var í HM-hópi Íslands 2018. Hann kom sér í fréttirnar fyrir ljóta tæklingu í leik gegn KR í Lengjubikarnum en ætti að nýtast Stjörnuliðinu vel. Einnig verður gaman að sjá hvernig Benedikt spjarar sig í Garðabænum eftir góð ár fyrir vestan. Þorri fyllir stöðu hægri bakvarðar og Andri Rúnar veitir Emil Atlasyni samkeppni um framherjastöðuna. Svo gæti Jökull notað þá eitthvað saman. Emil hefur verið í miklum ham undanfarin þrjú tímabil og skorað samtals 42 mörk í Bestu deildinni. Svo er Stjarnan með gnótt af spennandi miðju- og kantmönnum. Má þar meðal annars nefna Guðmund Baldvin Nökkvason, Hauk Örn Brink, Benedikt, Örvar Eggertsson og Adolf Daða Birgisson. grafík/bjarki Stjörnuliðið er gríðarlega vel skipað og Jökull hefur úr mörgum góðum leikmönnum að spila. Helsta spurningarmerkið er kannski miðvarðastaðan en Stjörnumenn vonast til að Sigurður Gunnar Jónsson fylgi eftir góðri spilamennsku undir lok síðasta tímabils. Eftir að hafa verið á bekknum hjá Lengjudeildarliði Leiknis kom hann aftur í Garðabæinn um mitt mót. Sigurður spilaði tíu leiki í Bestu deildinni í fyrra. Stjarnan vann sex þeirra, gerði tvö jafntefli, tapaði tveimur og hélt fjórum sinnum hreinu. Stjörnumenn fengu fjórum stigum minna í fyrra en sumarið 2023.vísir/diego Ekki vantar möguleikana og hæfileikana í Stjörnuliðið og það eru forsendur til að ná árangri. Lágmarkskrafan hlýtur að vera að ná Evrópusæti og það er vel gerlegt. Titilbarátta er frekar langsótt en sumarið í Garðabænum getur sannarlega orðið eftirminnilegt. Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2025 10:02 Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 31. mars 2025 10:03 Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2025 10:00 Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2025 10:01 Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 26. mars 2025 10:03 Besta-spáin 2025: Í túninu heima Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 25. mars 2025 10:00 Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2025 10:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og Aftureldingar laugardaginn 5. apríl. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 5. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið fari niður um eitt sæti frá því á síðasta tímabili. Eftir frábært gengi eftir að Jökull Elísabetarson tók við Stjörnunni eftir sex umferðir tímabilið 2023 voru Garðbæingar brokkgengari í fyrra. Þeir áttu glimrandi leiki en duttu hressilega niður þess á milli, sérstaklega framan af sumri. Stjarnan endaði hins vegar tímabilið á jákvæðum nótum. Liðið tapaði aðeins einum af síðustu tíu leikjum sínum og endaði í 4. sæti. Það dugði þó ekki til að komast í Evrópukeppni þar sem KA varð bikarmeistari. Jökull Elísabetarson þjálfaði Augnablik áður en hann var ráðinn aðstoðarþjálfari Ágústs Gylfasonar hjá Stjörnunni.vísir/diego Jökull fer sínar eigin leiðir í þjálfun og er óhræddur að lita út fyrir. Hann gerir miklar breytingar á milli leikja og tilraunamennskan er mikil. Það getur verið kostur - Stjörnuliðið er mjög sveigjanlegt og eflaust erfitt að greina - en það getur líka verið erfitt að ná upp stöðugleika. grafík/bjarki Herra Stjarnan, goðsögnin í Garðabænum, Daníel Laxdal, lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og sömu sögu er að segja af Hilmari Árna Halldórssyni og Þórarni Inga Valdimarssyni. Óli Valur Ómarsson stökk síðan yfir til Breiðabliks og Róbert Frosti Þorkelsson, sem lagði upp níu mörk á síðasta tímabili, fór í atvinnumennsku. Mikil reynsla er því farin úr Stjörnuliðinu auk þess sem tveir af bestu ungu leikmönnum liðsins eru horfnir á braut. Skörð þeirra verða ekki fyllt svo glatt. Stjarnan plokkaði skrautfjaðirnar af Vestra og fékk Andra Rúnar Bjarnason og Benedikt Warén. Alex Þór Hauksson sneri aftur í Stjörnuna eftir eitt ár í KR og Samúel Kári Friðjónsson og Þorri Mar Þórisson eru komnir heim eftir mislanga dvöl í atvinnumennsku. grafík/bjarki Kastljósið verður á Samúel sem spilaði sem atvinnumaður í rúman áratug og var í HM-hópi Íslands 2018. Hann kom sér í fréttirnar fyrir ljóta tæklingu í leik gegn KR í Lengjubikarnum en ætti að nýtast Stjörnuliðinu vel. Einnig verður gaman að sjá hvernig Benedikt spjarar sig í Garðabænum eftir góð ár fyrir vestan. Þorri fyllir stöðu hægri bakvarðar og Andri Rúnar veitir Emil Atlasyni samkeppni um framherjastöðuna. Svo gæti Jökull notað þá eitthvað saman. Emil hefur verið í miklum ham undanfarin þrjú tímabil og skorað samtals 42 mörk í Bestu deildinni. Svo er Stjarnan með gnótt af spennandi miðju- og kantmönnum. Má þar meðal annars nefna Guðmund Baldvin Nökkvason, Hauk Örn Brink, Benedikt, Örvar Eggertsson og Adolf Daða Birgisson. grafík/bjarki Stjörnuliðið er gríðarlega vel skipað og Jökull hefur úr mörgum góðum leikmönnum að spila. Helsta spurningarmerkið er kannski miðvarðastaðan en Stjörnumenn vonast til að Sigurður Gunnar Jónsson fylgi eftir góðri spilamennsku undir lok síðasta tímabils. Eftir að hafa verið á bekknum hjá Lengjudeildarliði Leiknis kom hann aftur í Garðabæinn um mitt mót. Sigurður spilaði tíu leiki í Bestu deildinni í fyrra. Stjarnan vann sex þeirra, gerði tvö jafntefli, tapaði tveimur og hélt fjórum sinnum hreinu. Stjörnumenn fengu fjórum stigum minna í fyrra en sumarið 2023.vísir/diego Ekki vantar möguleikana og hæfileikana í Stjörnuliðið og það eru forsendur til að ná árangri. Lágmarkskrafan hlýtur að vera að ná Evrópusæti og það er vel gerlegt. Titilbarátta er frekar langsótt en sumarið í Garðabænum getur sannarlega orðið eftirminnilegt.
Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2025 10:02
Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 31. mars 2025 10:03
Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2025 10:00
Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2025 10:01
Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 26. mars 2025 10:03
Besta-spáin 2025: Í túninu heima Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 25. mars 2025 10:00
Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2025 10:00