Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Valur Páll Eiríksson skrifar 21. mars 2025 10:01 Hamilton er farinn að láta til sín taka á nýjum stað. Mario Renzi - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton verður á ráspól í sprettkeppni helgarinnar í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer í Kína. Hann hefur því náð sínum fyrsta ráspól hjá nýju liði. Fyrsta sprettkeppni ársins fer fram í Sjanghæ í nótt. Tímataka fyrir hana fór fram í morgun en fyrr í nótt fóru æfingar fram. Lando Norris á McLaren, sem fagnaði sigri í fyrstu keppni ársins í Melbourne síðustu helgi, var sneggstur í æfingum næturinnar en gekk heldur verr í tímatöku morgunsins. Norris hefur sprettkeppnina sjötti en liðsfélagi hans Oscar Piastri var þriðji sneggstur í morgun. Norris virtist ætla að taka ráspólinn eftir frábæra byrjun á síðasta hring sínum en mistök á beina kaflanum neyddu hann til að hætta við hringinn. Hamilton, sem skipti til Ferrari fyrir tímabilið, átti glimrandi góðan dag og mun ræsa fremstur í sprettinum, en hann var 0,018 sekúndum fljótari með hring sinn en Max Verstappen á Red Bull, sem ræsir annar. Líkt og segir að ofan er Piastri þriðji, Charles Leclerc, samherji Hamiltons hjá Ferrari, fjórði og George Russell á Mercedes fimmti. Bætingin umtalsverð hjá Ferrari en þeir Hamilton og Leclerc voru sjöundi og áttundi í rásröðinni í Ástralíu. Báðir lentu í vandræðum í rigningunni í kappakstrinum á sunnudag og höfnuðu í áttunda og tíunda sæti. Sprettkeppnin fer fram klukkan 2:45 í nótt og verður sýnd beint á Vodafone Sport. Tímataka fyrir kappakstur sunnudagsins fer svo fram klukkan 6:45 í fyrramálið, og verður einnig í beinni á sömu rás. Akstursíþróttir Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Fyrsta sprettkeppni ársins fer fram í Sjanghæ í nótt. Tímataka fyrir hana fór fram í morgun en fyrr í nótt fóru æfingar fram. Lando Norris á McLaren, sem fagnaði sigri í fyrstu keppni ársins í Melbourne síðustu helgi, var sneggstur í æfingum næturinnar en gekk heldur verr í tímatöku morgunsins. Norris hefur sprettkeppnina sjötti en liðsfélagi hans Oscar Piastri var þriðji sneggstur í morgun. Norris virtist ætla að taka ráspólinn eftir frábæra byrjun á síðasta hring sínum en mistök á beina kaflanum neyddu hann til að hætta við hringinn. Hamilton, sem skipti til Ferrari fyrir tímabilið, átti glimrandi góðan dag og mun ræsa fremstur í sprettinum, en hann var 0,018 sekúndum fljótari með hring sinn en Max Verstappen á Red Bull, sem ræsir annar. Líkt og segir að ofan er Piastri þriðji, Charles Leclerc, samherji Hamiltons hjá Ferrari, fjórði og George Russell á Mercedes fimmti. Bætingin umtalsverð hjá Ferrari en þeir Hamilton og Leclerc voru sjöundi og áttundi í rásröðinni í Ástralíu. Báðir lentu í vandræðum í rigningunni í kappakstrinum á sunnudag og höfnuðu í áttunda og tíunda sæti. Sprettkeppnin fer fram klukkan 2:45 í nótt og verður sýnd beint á Vodafone Sport. Tímataka fyrir kappakstur sunnudagsins fer svo fram klukkan 6:45 í fyrramálið, og verður einnig í beinni á sömu rás.
Akstursíþróttir Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira