„Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Árni Sæberg skrifar 21. mars 2025 14:27 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki eðlilegt að mennta- og barnamálaráðherra hafi bankað upp á hjá konu sem óskaði eftir fundi um ráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segist ekki telja eðlilegt að fráfarandi barna- og menntamálaráðherra hafi farið heim til konu sem óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna máls ráðherrans. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur úr embætti barna- og menntamálaráðherra hafi verið meðal þess sem rætt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. Næstu skref séu einfaldlega þau að Flokkur fólksins velji sér nýjan ráðherra. Kristrún ræddi við fjölmiðla ásamt Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, að loknum ríkisstjórnarfundi. Ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður heyrði í öðrum aðstoðarmanni Kristrún sagði að á þeim tíma sem bréf barst frá fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar Lóu hafi ekki þótt rétt að veita fund með forsætisráðherra þegar fundarbeiðnin barst. Ekki hefði verið tekin afstaða til málsins. Kristrún rifjaði upp að tölvupóstur hefði borist í forsætisráðuneytið þar sem var óskað eftir fundi með forsætisráðherra um mennta- og barnamálaráðherra. Þegar ekkert komi fram um fundarefni væri ekkert óeðlilegt að aðstoðarmaður forsætisráðherra hefði samband við aðstoðarmann mennta- og barnamálaráðherra og segði að áhugi væri á fundi sem mennta- og barnamálaráðherra mætti sitja, og benda á nafn þess sem sendir. Hvort ráðherra kannaðist við viðkomandi. Rétt er að taka fram að Ásthildur Lóa hefur sagt aðstoðarmann Kristrúnar hafa sýnt henni erindi konunnar í persónu. „Þær upplýsingar bárust til ráðherra hvort heldur sem er og nú ætla ég ekki að fara í hártoganir, hvort þetta hafi borist ráðherra beint eða aðstoðarmanni,“ sagði Kristrún innt eftir svörum um þetta misræmi í frásögnum forsætisráðuneytisins annars vegar og Ásthildar Lóu hins vegar. Kom henni á óvart Greint hefur verið frá því að eftir að Ásthildur Lóa fékk veður af erindi konunnar hafi hún haft samband við hana símleiðis og þegar það gekk ekki bankað upp á heima hjá henni. Kristrún var spurð hvort henni þætti þetta eðlileg viðbrögð. „Þetta kom mér verulega á óvart. Þetta var ekki gert með minni vitneskju né vitneskju neins innan míns ráðuneytis. Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð.“ Ítrekaði að vika væri síðan málið kom inn í ráðuneytið Kristrún segir að ákveðið hafi verið að hafna beiðni konunnar um fund með forsætisráðherra enda hafi þótt eðlilegt að málið færi í eðlilegan farveg áður en að því kæmi. Það sé víða farvegur, hvort sem það er í stjórnsýslunni, í fjölmiðlum, í gegnum lögræðinga eða eftir öðrum leiðum til þess að koma hlutum á framfæri. „Það er ekki endilega fyrsta stopp þegar svona mál koma upp, að fá einkafund með forsætisráðherra. Málið var hins vegar ekki afgreitt, það var ekki tekin afstaða til málsins, það er enn þá opið í málaskrá forsætisráðuneytisins. Ég ítreka það hérna inni, það er vika síðan þetta mál inn í ráðuneytið og núna hefur ráðherra sagt af sér.“ Hver eru næstu skref ráðuneytisins? „Ráðherra er búinn að segja af sér, hún hefur sætt pólitískri ábyrgð, hún hefur sagt upp hjá ríkisstjórn Íslands.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Barnamálaráðherra segir af sér Tengdar fréttir Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Stjórnmálafræðingur telur mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur ólíklegt til að leiða til falls ríkisstjórnarinnar. Vandræðagang þingflokks Flokks fólksins megi að miklu leyti rekja til reynsluleysis. 21. mars 2025 12:30 „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa fengið að vita af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, um tvöleytið í gær, nokkrum klukkutímum áður en hún tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi. Að mati Ingu er það Ásthildar að meta og ákveða það hvort hún haldi áfram á þingi. 21. mars 2025 12:45 Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur úr embætti barna- og menntamálaráðherra hafi verið meðal þess sem rætt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. Næstu skref séu einfaldlega þau að Flokkur fólksins velji sér nýjan ráðherra. Kristrún ræddi við fjölmiðla ásamt Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, að loknum ríkisstjórnarfundi. Ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður heyrði í öðrum aðstoðarmanni Kristrún sagði að á þeim tíma sem bréf barst frá fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar Lóu hafi ekki þótt rétt að veita fund með forsætisráðherra þegar fundarbeiðnin barst. Ekki hefði verið tekin afstaða til málsins. Kristrún rifjaði upp að tölvupóstur hefði borist í forsætisráðuneytið þar sem var óskað eftir fundi með forsætisráðherra um mennta- og barnamálaráðherra. Þegar ekkert komi fram um fundarefni væri ekkert óeðlilegt að aðstoðarmaður forsætisráðherra hefði samband við aðstoðarmann mennta- og barnamálaráðherra og segði að áhugi væri á fundi sem mennta- og barnamálaráðherra mætti sitja, og benda á nafn þess sem sendir. Hvort ráðherra kannaðist við viðkomandi. Rétt er að taka fram að Ásthildur Lóa hefur sagt aðstoðarmann Kristrúnar hafa sýnt henni erindi konunnar í persónu. „Þær upplýsingar bárust til ráðherra hvort heldur sem er og nú ætla ég ekki að fara í hártoganir, hvort þetta hafi borist ráðherra beint eða aðstoðarmanni,“ sagði Kristrún innt eftir svörum um þetta misræmi í frásögnum forsætisráðuneytisins annars vegar og Ásthildar Lóu hins vegar. Kom henni á óvart Greint hefur verið frá því að eftir að Ásthildur Lóa fékk veður af erindi konunnar hafi hún haft samband við hana símleiðis og þegar það gekk ekki bankað upp á heima hjá henni. Kristrún var spurð hvort henni þætti þetta eðlileg viðbrögð. „Þetta kom mér verulega á óvart. Þetta var ekki gert með minni vitneskju né vitneskju neins innan míns ráðuneytis. Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð.“ Ítrekaði að vika væri síðan málið kom inn í ráðuneytið Kristrún segir að ákveðið hafi verið að hafna beiðni konunnar um fund með forsætisráðherra enda hafi þótt eðlilegt að málið færi í eðlilegan farveg áður en að því kæmi. Það sé víða farvegur, hvort sem það er í stjórnsýslunni, í fjölmiðlum, í gegnum lögræðinga eða eftir öðrum leiðum til þess að koma hlutum á framfæri. „Það er ekki endilega fyrsta stopp þegar svona mál koma upp, að fá einkafund með forsætisráðherra. Málið var hins vegar ekki afgreitt, það var ekki tekin afstaða til málsins, það er enn þá opið í málaskrá forsætisráðuneytisins. Ég ítreka það hérna inni, það er vika síðan þetta mál inn í ráðuneytið og núna hefur ráðherra sagt af sér.“ Hver eru næstu skref ráðuneytisins? „Ráðherra er búinn að segja af sér, hún hefur sætt pólitískri ábyrgð, hún hefur sagt upp hjá ríkisstjórn Íslands.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Barnamálaráðherra segir af sér Tengdar fréttir Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Stjórnmálafræðingur telur mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur ólíklegt til að leiða til falls ríkisstjórnarinnar. Vandræðagang þingflokks Flokks fólksins megi að miklu leyti rekja til reynsluleysis. 21. mars 2025 12:30 „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa fengið að vita af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, um tvöleytið í gær, nokkrum klukkutímum áður en hún tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi. Að mati Ingu er það Ásthildar að meta og ákveða það hvort hún haldi áfram á þingi. 21. mars 2025 12:45 Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Stjórnmálafræðingur telur mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur ólíklegt til að leiða til falls ríkisstjórnarinnar. Vandræðagang þingflokks Flokks fólksins megi að miklu leyti rekja til reynsluleysis. 21. mars 2025 12:30
„Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa fengið að vita af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, um tvöleytið í gær, nokkrum klukkutímum áður en hún tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi. Að mati Ingu er það Ásthildar að meta og ákveða það hvort hún haldi áfram á þingi. 21. mars 2025 12:45
Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57