„Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Árni Sæberg skrifar 21. mars 2025 14:27 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki eðlilegt að mennta- og barnamálaráðherra hafi bankað upp á hjá konu sem óskaði eftir fundi um ráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segist ekki telja eðlilegt að fráfarandi barna- og menntamálaráðherra hafi farið heim til konu sem óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna máls ráðherrans. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur úr embætti barna- og menntamálaráðherra hafi verið meðal þess sem rætt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. Næstu skref séu einfaldlega þau að Flokkur fólksins velji sér nýjan ráðherra. Kristrún ræddi við fjölmiðla ásamt Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, að loknum ríkisstjórnarfundi. Ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður heyrði í öðrum aðstoðarmanni Kristrún sagði að á þeim tíma sem bréf barst frá fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar Lóu hafi ekki þótt rétt að veita fund með forsætisráðherra þegar fundarbeiðnin barst. Ekki hefði verið tekin afstaða til málsins. Kristrún rifjaði upp að tölvupóstur hefði borist í forsætisráðuneytið þar sem var óskað eftir fundi með forsætisráðherra um mennta- og barnamálaráðherra. Þegar ekkert komi fram um fundarefni væri ekkert óeðlilegt að aðstoðarmaður forsætisráðherra hefði samband við aðstoðarmann mennta- og barnamálaráðherra og segði að áhugi væri á fundi sem mennta- og barnamálaráðherra mætti sitja, og benda á nafn þess sem sendir. Hvort ráðherra kannaðist við viðkomandi. Rétt er að taka fram að Ásthildur Lóa hefur sagt aðstoðarmann Kristrúnar hafa sýnt henni erindi konunnar í persónu. „Þær upplýsingar bárust til ráðherra hvort heldur sem er og nú ætla ég ekki að fara í hártoganir, hvort þetta hafi borist ráðherra beint eða aðstoðarmanni,“ sagði Kristrún innt eftir svörum um þetta misræmi í frásögnum forsætisráðuneytisins annars vegar og Ásthildar Lóu hins vegar. Kom henni á óvart Greint hefur verið frá því að eftir að Ásthildur Lóa fékk veður af erindi konunnar hafi hún haft samband við hana símleiðis og þegar það gekk ekki bankað upp á heima hjá henni. Kristrún var spurð hvort henni þætti þetta eðlileg viðbrögð. „Þetta kom mér verulega á óvart. Þetta var ekki gert með minni vitneskju né vitneskju neins innan míns ráðuneytis. Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð.“ Ítrekaði að vika væri síðan málið kom inn í ráðuneytið Kristrún segir að ákveðið hafi verið að hafna beiðni konunnar um fund með forsætisráðherra enda hafi þótt eðlilegt að málið færi í eðlilegan farveg áður en að því kæmi. Það sé víða farvegur, hvort sem það er í stjórnsýslunni, í fjölmiðlum, í gegnum lögræðinga eða eftir öðrum leiðum til þess að koma hlutum á framfæri. „Það er ekki endilega fyrsta stopp þegar svona mál koma upp, að fá einkafund með forsætisráðherra. Málið var hins vegar ekki afgreitt, það var ekki tekin afstaða til málsins, það er enn þá opið í málaskrá forsætisráðuneytisins. Ég ítreka það hérna inni, það er vika síðan þetta mál inn í ráðuneytið og núna hefur ráðherra sagt af sér.“ Hver eru næstu skref ráðuneytisins? „Ráðherra er búinn að segja af sér, hún hefur sætt pólitískri ábyrgð, hún hefur sagt upp hjá ríkisstjórn Íslands.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Barnamálaráðherra segir af sér Tengdar fréttir Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Stjórnmálafræðingur telur mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur ólíklegt til að leiða til falls ríkisstjórnarinnar. Vandræðagang þingflokks Flokks fólksins megi að miklu leyti rekja til reynsluleysis. 21. mars 2025 12:30 „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa fengið að vita af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, um tvöleytið í gær, nokkrum klukkutímum áður en hún tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi. Að mati Ingu er það Ásthildar að meta og ákveða það hvort hún haldi áfram á þingi. 21. mars 2025 12:45 Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur úr embætti barna- og menntamálaráðherra hafi verið meðal þess sem rætt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. Næstu skref séu einfaldlega þau að Flokkur fólksins velji sér nýjan ráðherra. Kristrún ræddi við fjölmiðla ásamt Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, að loknum ríkisstjórnarfundi. Ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður heyrði í öðrum aðstoðarmanni Kristrún sagði að á þeim tíma sem bréf barst frá fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar Lóu hafi ekki þótt rétt að veita fund með forsætisráðherra þegar fundarbeiðnin barst. Ekki hefði verið tekin afstaða til málsins. Kristrún rifjaði upp að tölvupóstur hefði borist í forsætisráðuneytið þar sem var óskað eftir fundi með forsætisráðherra um mennta- og barnamálaráðherra. Þegar ekkert komi fram um fundarefni væri ekkert óeðlilegt að aðstoðarmaður forsætisráðherra hefði samband við aðstoðarmann mennta- og barnamálaráðherra og segði að áhugi væri á fundi sem mennta- og barnamálaráðherra mætti sitja, og benda á nafn þess sem sendir. Hvort ráðherra kannaðist við viðkomandi. Rétt er að taka fram að Ásthildur Lóa hefur sagt aðstoðarmann Kristrúnar hafa sýnt henni erindi konunnar í persónu. „Þær upplýsingar bárust til ráðherra hvort heldur sem er og nú ætla ég ekki að fara í hártoganir, hvort þetta hafi borist ráðherra beint eða aðstoðarmanni,“ sagði Kristrún innt eftir svörum um þetta misræmi í frásögnum forsætisráðuneytisins annars vegar og Ásthildar Lóu hins vegar. Kom henni á óvart Greint hefur verið frá því að eftir að Ásthildur Lóa fékk veður af erindi konunnar hafi hún haft samband við hana símleiðis og þegar það gekk ekki bankað upp á heima hjá henni. Kristrún var spurð hvort henni þætti þetta eðlileg viðbrögð. „Þetta kom mér verulega á óvart. Þetta var ekki gert með minni vitneskju né vitneskju neins innan míns ráðuneytis. Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð.“ Ítrekaði að vika væri síðan málið kom inn í ráðuneytið Kristrún segir að ákveðið hafi verið að hafna beiðni konunnar um fund með forsætisráðherra enda hafi þótt eðlilegt að málið færi í eðlilegan farveg áður en að því kæmi. Það sé víða farvegur, hvort sem það er í stjórnsýslunni, í fjölmiðlum, í gegnum lögræðinga eða eftir öðrum leiðum til þess að koma hlutum á framfæri. „Það er ekki endilega fyrsta stopp þegar svona mál koma upp, að fá einkafund með forsætisráðherra. Málið var hins vegar ekki afgreitt, það var ekki tekin afstaða til málsins, það er enn þá opið í málaskrá forsætisráðuneytisins. Ég ítreka það hérna inni, það er vika síðan þetta mál inn í ráðuneytið og núna hefur ráðherra sagt af sér.“ Hver eru næstu skref ráðuneytisins? „Ráðherra er búinn að segja af sér, hún hefur sætt pólitískri ábyrgð, hún hefur sagt upp hjá ríkisstjórn Íslands.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Barnamálaráðherra segir af sér Tengdar fréttir Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Stjórnmálafræðingur telur mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur ólíklegt til að leiða til falls ríkisstjórnarinnar. Vandræðagang þingflokks Flokks fólksins megi að miklu leyti rekja til reynsluleysis. 21. mars 2025 12:30 „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa fengið að vita af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, um tvöleytið í gær, nokkrum klukkutímum áður en hún tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi. Að mati Ingu er það Ásthildar að meta og ákveða það hvort hún haldi áfram á þingi. 21. mars 2025 12:45 Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Stjórnmálafræðingur telur mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur ólíklegt til að leiða til falls ríkisstjórnarinnar. Vandræðagang þingflokks Flokks fólksins megi að miklu leyti rekja til reynsluleysis. 21. mars 2025 12:30
„Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa fengið að vita af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, um tvöleytið í gær, nokkrum klukkutímum áður en hún tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi. Að mati Ingu er það Ásthildar að meta og ákveða það hvort hún haldi áfram á þingi. 21. mars 2025 12:45
Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57