Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Lovísa Arnardóttir skrifar 22. mars 2025 11:03 Denis með sósuna. Aðsend Denis Finders flutti á síðasta ári með fjölskyldu sinni frá Sviss til Íslands. Denis hefur síðustu ár starfað sem plötusnúður og búið til sterkar sósur í frítíma sínum. Hann lætur nú drauminn rætast um að koma sósunni sinni í sölu á Íslandi eins og í Sviss. „Ég ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og er að spila í Smekkleysu og á sama tíma að kynna sterku sósuna mína, Sambal Pa Ti, því mig langar að koma henni í sölu og finna staði til að selja hana á,“ segir Denis en hann spilar tónlist undir nafninu Dfind eða papi chino. Hann hefur síðustu átján ár unnið sem plötusnúður í Sviss og hefur í gegnum tíðina flakkað á milli tónlistarstefna og spilar allt frá Global bass, Jungle, Latin club yfir í það sem hann kallar Diggers delight. Á sunnudag, í Smekkleysu, ætlar hann að spila „spicy“ tónlist eða tónlistartegundir frá ólíkum löndum þar sem sterk krydd eru áberandi í matargerð. Hægt verður á sama tíma að smakka sósuna. Sósan verður til sölu á viðburðinum. Aðsend Uppskriftin frá ömmu „Sósan er miðlungssterk, grunnurinn er úr tómötum og mér finnst best að setja hana á alls konar pasta- og hrísgrjónarétti. En það er í raun hægt að nota hana á hvað sem er. Það er hægt að setja hana á pizzu. Grunnurinn er úr tómötum og því hægt að nota hana í alla rétti sem byggja á þeim,“ segir Denis. Denis hefur spilað víða í Evrópu síðustu 18 árin. Aðsend Á viðburðinum verður snarl í boði til að smakka sósuna með, svo fólk borði hana ekki eintóma. „Það verður líka sterk útgáfa í boði fyrir fagmennina,“ segir Denis léttur. Uppskriftina að sósunni þróaði Denis með pabba sínum í fyrra en hún er byggð á uppskrift frá föðurömmu hans. „Amma var alltaf að búa til sínar eigin sósur. Hún ræktaði sitt eigið chili. Ömmur mínar og afar í báðar áttir elska sterkan mat. Pabbi elskar líka að búa til sambal og ég man ekki eftir öðru en að hann hafi búið til sínar eigin sósur. Ég stakk svo upp á því í fyrra að við gerðum eina góða saman og ég myndi skrifa niður uppskriftina,“ segir Denis. Afraksturinn er svo Sambal Pa Ti sem hann kynnir á sunnudag. „Ég var að selja hana í Sviss og langar að gera það sama hér,“ segir Denis. Margar ólíkar tegundir af sambal Denis útskýrir að sambal sé sterk sósa frá Indónesíu. Til eru margar tegundir af sambal. „Þegar þú sérð orðið sambal veistu að sósan er frá Indónesíu. Sambal oelek er algengust en það er líka til sambal bajak og sambal manis til dæmis. Það eru ólíkar tegundir sambals og sumar eru sterkari og sumar sætari. Sósan mín heitir svo Sambal Pa Ti. Eins og lagið með Santana, Samba Pati, lag sem amma mín elskaði og pabbi, en svo hljómar það líka eins og Sambal partí, og þess vegna heitir sósan það,“ segir Denis. Viðburðurinn hefst á sunnudag klukkan 13 í Smekkleysu og stendur til 22. Denis segir best fyrir fólk að koma snemma eða um eftirmiðdaginn vilji það smakka sósuna. Hann byrjar að spila tónlist um 13 og svo seinni partinn og um kvöldið verða vinnustofur fyrir plötusnúða og mögulegt fyrir áhugasama plötusnúða að spila sína tónlist. „Það er í raun annar viðburður sem tekur við af mínum. En það verður tónlist, matur og þetta verður partý.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Indónesía Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
„Ég ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og er að spila í Smekkleysu og á sama tíma að kynna sterku sósuna mína, Sambal Pa Ti, því mig langar að koma henni í sölu og finna staði til að selja hana á,“ segir Denis en hann spilar tónlist undir nafninu Dfind eða papi chino. Hann hefur síðustu átján ár unnið sem plötusnúður í Sviss og hefur í gegnum tíðina flakkað á milli tónlistarstefna og spilar allt frá Global bass, Jungle, Latin club yfir í það sem hann kallar Diggers delight. Á sunnudag, í Smekkleysu, ætlar hann að spila „spicy“ tónlist eða tónlistartegundir frá ólíkum löndum þar sem sterk krydd eru áberandi í matargerð. Hægt verður á sama tíma að smakka sósuna. Sósan verður til sölu á viðburðinum. Aðsend Uppskriftin frá ömmu „Sósan er miðlungssterk, grunnurinn er úr tómötum og mér finnst best að setja hana á alls konar pasta- og hrísgrjónarétti. En það er í raun hægt að nota hana á hvað sem er. Það er hægt að setja hana á pizzu. Grunnurinn er úr tómötum og því hægt að nota hana í alla rétti sem byggja á þeim,“ segir Denis. Denis hefur spilað víða í Evrópu síðustu 18 árin. Aðsend Á viðburðinum verður snarl í boði til að smakka sósuna með, svo fólk borði hana ekki eintóma. „Það verður líka sterk útgáfa í boði fyrir fagmennina,“ segir Denis léttur. Uppskriftina að sósunni þróaði Denis með pabba sínum í fyrra en hún er byggð á uppskrift frá föðurömmu hans. „Amma var alltaf að búa til sínar eigin sósur. Hún ræktaði sitt eigið chili. Ömmur mínar og afar í báðar áttir elska sterkan mat. Pabbi elskar líka að búa til sambal og ég man ekki eftir öðru en að hann hafi búið til sínar eigin sósur. Ég stakk svo upp á því í fyrra að við gerðum eina góða saman og ég myndi skrifa niður uppskriftina,“ segir Denis. Afraksturinn er svo Sambal Pa Ti sem hann kynnir á sunnudag. „Ég var að selja hana í Sviss og langar að gera það sama hér,“ segir Denis. Margar ólíkar tegundir af sambal Denis útskýrir að sambal sé sterk sósa frá Indónesíu. Til eru margar tegundir af sambal. „Þegar þú sérð orðið sambal veistu að sósan er frá Indónesíu. Sambal oelek er algengust en það er líka til sambal bajak og sambal manis til dæmis. Það eru ólíkar tegundir sambals og sumar eru sterkari og sumar sætari. Sósan mín heitir svo Sambal Pa Ti. Eins og lagið með Santana, Samba Pati, lag sem amma mín elskaði og pabbi, en svo hljómar það líka eins og Sambal partí, og þess vegna heitir sósan það,“ segir Denis. Viðburðurinn hefst á sunnudag klukkan 13 í Smekkleysu og stendur til 22. Denis segir best fyrir fólk að koma snemma eða um eftirmiðdaginn vilji það smakka sósuna. Hann byrjar að spila tónlist um 13 og svo seinni partinn og um kvöldið verða vinnustofur fyrir plötusnúða og mögulegt fyrir áhugasama plötusnúða að spila sína tónlist. „Það er í raun annar viðburður sem tekur við af mínum. En það verður tónlist, matur og þetta verður partý.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Indónesía Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira