Í kvöld er búist við dálítilli lægð úr vestri og undir miðnætti má búast við rigningu eða slyddu á vestanverðu landinu.
Í fyrramálið gengur lægðin austur yfir landið, vindur verður áfram hægur og rigning, slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum. Eftir hádegi á morgun styttir upp víðast hvar, en norðaustantil gengur í norðvestan strekking og þar má búast við lítilsháttar éljum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Vestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og rigning með köflum, en dálítil él um landið norðanvert. Styttir upp sunnan- og vestantil eftir hádegi. Hiti 0 til 6 stig, en kólnar um kvöldið.
Á mánudag:
Austlæg eða breytileg átt 5-15, hvassast syðst. Slydda eða snjókoma um morguninn og hiti um eða yfir frostmarki, en úrkomulítið og svalara norðan- og austanlands. Snjókoma með köflum víða um land seinnipartinn, en hlýnar með rigningu suðvestantil.
Á þriðjudag:
Suðvestan og sunnan 5-13 og dálítil rigning eða slydda, en þurrt um landið suðaustanvert. Hiti 1 til 7 stig. Bætir í úrkomu um kvöldið.
Á miðvikudag:
Breytileg átt, rigning eða slydda og hiti 1 til 8 stig. Kólnar norðanlands seinnipartinn með snjókomu.
Á fimmtudag:
Norðaustlæg átt. Él um landið norðan- og austanvert og hiti um eða undir frostmarki, en yfirleitt þurrt suðvestanlands með hita að 6 stigum.
Á föstudag:
Norðlæg eða breytileg átt og víða dálítil él. Kólnar í veðri.