„Eftir hádegi fjarlægist lægðin og það styttir upp, en þó má búast við lítilsháttar éljum á Norðurlandi. Hiti 0 til 9 stig í dag, hlýjast suðaustantil, en í kvöld frystir allvíða.“
Í textaspánni segir jafnframt að á morgun muni næstu skil úr suðvestri nálgast. Þeim muni fylgja austan- og suðaustanátt,
„Vindur yfirleitt á bilinu 5-15 m/s, hvassast við suðvesturströninda. Sunnantil á landinu verður úrkoman ýmist rigning, slydda eða snjókoma og hiti á bilinu 0 til 6 stig. Norðan- og austanlands verður hins vegar þurrt framan af degi og vægt frost, en seinnipartinn má búast við snjókomu með köflum á þeim slóðum. Annað kvöld verður vindur svo suðlægari og það hlánar um landið vestanvert.“
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á mánudag:
Austlæg eða breytileg átt 5-15 m/s, hvassast syðst. Slydda eða snjókoma með köflum og hiti um og yfir frostmarki, en rigning nærri suðvesturströndinni með hita að 7 stigum. Úrkomulítið norðan- og austanlands fram eftir degi með vægu frosti, en hlánar á vestanverðu landinu um kvöldið.
Á þriðjudag:
Suðvestan 8-13 og skúrir eða slydduél, en þurrt að mestu á Suðaustur- og Austurlandi. Dregur úr vindi síðdegis. Hiti 1 til 8 stig.
Á miðvikudag:
Norðlæg eða breytileg átt 8-15. Rigning eða slydda og hiti 1 til 7 stig, en kólnar með snjókomu um landið norðanvert.
Á fimmtudag:
Norðaustan 5-13 og él, en yfirleitt þurrt suðvestanlands. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust sunnantil yfir daginn.
Á föstudag:
Norðlæg átt og dálítil él, en þurrt að mestu á Vesturlandi. Frost 0 til 8 stig.
Á laugardag:
Austlæg átt og þurrt að kalla, en fer að snjóa sunnantil undir kvöld.