Formúla 1

Piastri vann Kínakappaksturinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oscar Piastri fagnar eftir Kínakappaksturinn þar sem hann varð hlutskarpastur.
Oscar Piastri fagnar eftir Kínakappaksturinn þar sem hann varð hlutskarpastur. ap

McLaren byrjar tímabilið í Formúlu 1 vel en liðið hefur unnið fyrstu tvær keppnirnar. Í dag hrósaði Oscar Piastri sigri í kínverska kappakstrinum.

Piastri var á ráspól og var nánast allan tímann með forystuna. Hann kom fyrstur í mark, á undan samherja sínum, Lando Norris sem vann ástralska kappaksturinn um síðustu helgi.

George Russell á Mercedes varð þriðji og Charles Leclerc á Ferrari fjórði. Samherji hans, Lewis Hamilton, sem vann sprettkeppnina í gær, hleypti honum fram úr sér.

Piastri hefur nú unnið þrjár keppnir í Formúlu 1 á ferlinum. Hann er í 4. sæti í keppni ökuþóra með 34 stig. 

Norris er efstur með 44 stig, átta stigum á undan heimsmeistaranum Max Verstappen á Red Bull. Russell er svo þriðji með 35 stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×