Hamilton dæmdur úr leik í Kína Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2025 12:28 Árangur Lewis Hamilton í kínverska kappakstrinum var strokaður út. afp/Greg Baker Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur verið dæmdur úr leik í kínverska kappakstrinum ásamt tveimur öðrum. Hamilton endaði í 6. sæti í Kínakappakstrinum í morgun. Árangur hans verður hins vegar þurrkaður út eftir að upp komst að plankinn undir Ferrari-bíl hans var ekki nógu þykkur. Plankar þurfa að vera ákveðið þykkir til að tryggja að bílar í Formúlu 1 séu ekki of lágir. Samherji Hamiltons hjá Ferrari, Charles Leclerc, var einnig dæmdur úr leik sem og Pierre Gasly á Alpine. Bílar þeirra voru of léttir. Leclerc varð fimmti í kínverska kappakstrinum og Gasly ellefti. Eftir að úrslit þremenninganna í Kína voru þurrkuð út er Hamilton í 9. sæti í keppni ökuþóra, Leclerc í 10. sætinu og Gasly í því fimmtánda. Hamilton vann sprettkeppnina í gær. Það var hans fyrsti sigur síðan hann gekk í raðir Ferrari. Næsta keppni tímabilsins í Formúlu 1 fer fram í Japan 6. apríl. Akstursíþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Hamilton endaði í 6. sæti í Kínakappakstrinum í morgun. Árangur hans verður hins vegar þurrkaður út eftir að upp komst að plankinn undir Ferrari-bíl hans var ekki nógu þykkur. Plankar þurfa að vera ákveðið þykkir til að tryggja að bílar í Formúlu 1 séu ekki of lágir. Samherji Hamiltons hjá Ferrari, Charles Leclerc, var einnig dæmdur úr leik sem og Pierre Gasly á Alpine. Bílar þeirra voru of léttir. Leclerc varð fimmti í kínverska kappakstrinum og Gasly ellefti. Eftir að úrslit þremenninganna í Kína voru þurrkuð út er Hamilton í 9. sæti í keppni ökuþóra, Leclerc í 10. sætinu og Gasly í því fimmtánda. Hamilton vann sprettkeppnina í gær. Það var hans fyrsti sigur síðan hann gekk í raðir Ferrari. Næsta keppni tímabilsins í Formúlu 1 fer fram í Japan 6. apríl.
Akstursíþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira