Fótbolti

Alexandra lagði upp í frum­rauninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexandra Jóhannsdóttir var ekki lengi að stimpla sig inn hjá Kristianstad.
Alexandra Jóhannsdóttir var ekki lengi að stimpla sig inn hjá Kristianstad. vísir/anton

Þrátt fyrir að vera 0-1 yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka tapaði Íslendingalið Kristianstad fyrir Djurgården, 2-1, í 1. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Allir þrír Íslendingarnir hjá Kristianstad voru í byrjunarliðinu í dag; Guðný Árnadóttir, Katla Tryggvadóttir og Alexandra Jóhannsdóttir.

Sú síðastnefnda lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Kristianstad í dag og var ekki lengi að láta að sér kveða. Á 10. mínútu lagði hún upp mark fyrir Viktoriu Persson.

Allt stefndi í sigur Kristianstad en Djurgården skoraði tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins og tryggði sér stigin þrjú.

Rosengård hóf titilvörn sína með 1-0 sigri á Piteå á heimavelli. Guðrún Arnardóttir kom inn á sem varamaður á 68. mínútu hjá Rosengård sem vann deildina með miklum yfirburðum á síðasta tímabili.

Bryndís Arna Níelsdóttir kom inn á sem varamaður þegar Växjö tapaði fyrir Hammarby, 4-1.

Fanney Inga Birkisdóttir sat á bekknum þegar Häcken laut í gras fyrir Malmö, 2-3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×