Skipti um skoðun í landsleikjahlénu og rak Motta Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. mars 2025 08:01 Eftir slæmt tap gegn Fiorentina fullyrti framkvæmdastjórinn Cristiano Giuntoli að hann myndi ekki reka Thiago Motta. Brottreksturinn var tilkynntur í gær. Daniele Badolato - Juventus FC/Juventus FC via Getty Images Þrátt fyrir jákvæðar yfirlýsingar framkvæmdastjórans fyrir landsleikjahlé var Thiago Motta vikið frá störfum í gær eftir aðeins níu mánuði sem þjálfari Juventus á Ítalíu. Igor Tudor tekur við af honum og stýrir liðinu út tímabilið. Motta fór vel af stað á tímabilinu og Juventus var lengi ósigrað, þó liðið spilaði ekki skemmtilegasta fótboltann og leikir enduðu oft með markalausu jafntefli. En undanfarið hefur leiðin legið niður á við, síðasta mánuðinn rúman hefur liðið dottið úr leik í Meistaradeildinni (4-3 í umspili gegn PSV) og ítalska bikarnum (tap í vítaspyrnukeppni gegn Empoli) og þurft að þola tvö slæm töp í síðustu leikjum gegn Atalanta (4-0) og Fiorentina (3-0). What a colossal failure the Thiago Motta project has been at Juventus. Knocked out of UCL by PSV. Knocked out of Cup by Empoli’s third team. Humiliated by Atalanta and Fiorentina in back to back weeks. The top signings regressing massively. Awful football with no identity.— Matteo Bonetti (@Bonetti) March 23, 2025 Eftir tapið gegn Fiorentina fullyrti framkvæmdastjórinn Cristiano Giuntoli að Motta yrði ekki rekinn, honum hefur þó greinilega snúist hugur í landsleikjahlénu því brottreksturinn var staðfestur af félaginu í gær. Hinn 47 ára gamli Igor Tudor mun taka við út tímabilið hið minnsta, með möguleika á framlengingu. Króatinn þekkir Juventus vel eftir að hafa spilað þar frá 1998-2007 og verið síðan aðstoðarþjálfari Andrea Pirlo tímabilið 2020-21. Igor Tudor is the new Head Coach of the Men’s First Team. Welcome, Igor!Juventus thanks Thiago Motta for his work, passion and dedication during his time with the club.— JuventusFC 🇬🇧🇺🇸 (@juventusfcen) March 23, 2025 Tudor hefur sérhæft sig í aðstoðar- og tímabundnum störfum. Nú síðast hjá Lazio eftir að Maurizio Sarri var rekinn vorið 2024. Tudor kláraði tímabilið með Lazio en hefur verið án þjálfarastarfs síðan. Ítalski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira
Motta fór vel af stað á tímabilinu og Juventus var lengi ósigrað, þó liðið spilaði ekki skemmtilegasta fótboltann og leikir enduðu oft með markalausu jafntefli. En undanfarið hefur leiðin legið niður á við, síðasta mánuðinn rúman hefur liðið dottið úr leik í Meistaradeildinni (4-3 í umspili gegn PSV) og ítalska bikarnum (tap í vítaspyrnukeppni gegn Empoli) og þurft að þola tvö slæm töp í síðustu leikjum gegn Atalanta (4-0) og Fiorentina (3-0). What a colossal failure the Thiago Motta project has been at Juventus. Knocked out of UCL by PSV. Knocked out of Cup by Empoli’s third team. Humiliated by Atalanta and Fiorentina in back to back weeks. The top signings regressing massively. Awful football with no identity.— Matteo Bonetti (@Bonetti) March 23, 2025 Eftir tapið gegn Fiorentina fullyrti framkvæmdastjórinn Cristiano Giuntoli að Motta yrði ekki rekinn, honum hefur þó greinilega snúist hugur í landsleikjahlénu því brottreksturinn var staðfestur af félaginu í gær. Hinn 47 ára gamli Igor Tudor mun taka við út tímabilið hið minnsta, með möguleika á framlengingu. Króatinn þekkir Juventus vel eftir að hafa spilað þar frá 1998-2007 og verið síðan aðstoðarþjálfari Andrea Pirlo tímabilið 2020-21. Igor Tudor is the new Head Coach of the Men’s First Team. Welcome, Igor!Juventus thanks Thiago Motta for his work, passion and dedication during his time with the club.— JuventusFC 🇬🇧🇺🇸 (@juventusfcen) March 23, 2025 Tudor hefur sérhæft sig í aðstoðar- og tímabundnum störfum. Nú síðast hjá Lazio eftir að Maurizio Sarri var rekinn vorið 2024. Tudor kláraði tímabilið með Lazio en hefur verið án þjálfarastarfs síðan.
Ítalski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira