Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2025 07:10 Hiti á landinu verður á bilinu núll til sex stig. Vísir/Vilhelm Úrkomusvæði gengur norðaustur yfir landið í dag og fylgir því austan- og suðaustanátt, vindur yfirleitt á bilinu fimm til fimmtán metrar á sekúndu. Hvassast verður við suðvesturströndina. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að sunnantil á landinu verði úrkoman ýmist rigning, slydda eða snjókoma og hiti á bilinu núll til sex stig. „Norðan- og austanlands verður hins vegar þurrt framan af degi og vægt frost, en seinnipartinn má búast við snjókomu með köflum á þeim slóðum. Í kvöld verður vindur suðlægari og það hlánar um landið vestanvert. Suðvestan kaldi eða stinningskaldi á morgun og dálitlar skúrir eða slydduél, en lengst af þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Dregur úr vindi síðdegis. Hiti 2 til 8 stig. Á miðvikudag nálgast næsta lægð með austlægri átt og rigningu eða slyddu víða um land. Síðdegis er lægðarmiðjunni spáð yfir landinu, útlitið er því nokkuð óljóst, en samkvæmt nýjustu spám hvessir og fer að snjóa við norðurströndina og á Vestfjörðum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél, en yfirleitt þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Dregur úr vindi síðdegis. Hiti 2 til 8 stig. Á miðvikudag: Austlæg átt 8-15 og víða rigning eða slydda. Hiti 1 til 7 stig. Norðaustan 13-20 norðantil undir kvöld og kólnar með snjókomu eða slyddu. Hægari vindur annars staðar og rigning með köflum, en gengur í allhvassa suðvestanátt syðst á landinu. Á fimmtudag: Norðaustan 10-18. Snjókoma með köflum norðan- og austanlands og vægt frost, en skúrir eða él sunnantil með hita 0 til 6 stig. Á föstudag: Norðan 5-13, en austlægari syðst. Allvíða él og frost 1 til 8 stig. Á laugardag: Norðaustlæg eða breytileg átt og él við suðurströndina, annars þurrt að kalla. Áfram svalt. Vaxandi austanátt um kvöldið. Á sunnudag: Ákveðin suðlæg átt og hlýnar með rigningu um landið sunnan- og vestanvert. Veður Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að sunnantil á landinu verði úrkoman ýmist rigning, slydda eða snjókoma og hiti á bilinu núll til sex stig. „Norðan- og austanlands verður hins vegar þurrt framan af degi og vægt frost, en seinnipartinn má búast við snjókomu með köflum á þeim slóðum. Í kvöld verður vindur suðlægari og það hlánar um landið vestanvert. Suðvestan kaldi eða stinningskaldi á morgun og dálitlar skúrir eða slydduél, en lengst af þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Dregur úr vindi síðdegis. Hiti 2 til 8 stig. Á miðvikudag nálgast næsta lægð með austlægri átt og rigningu eða slyddu víða um land. Síðdegis er lægðarmiðjunni spáð yfir landinu, útlitið er því nokkuð óljóst, en samkvæmt nýjustu spám hvessir og fer að snjóa við norðurströndina og á Vestfjörðum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél, en yfirleitt þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Dregur úr vindi síðdegis. Hiti 2 til 8 stig. Á miðvikudag: Austlæg átt 8-15 og víða rigning eða slydda. Hiti 1 til 7 stig. Norðaustan 13-20 norðantil undir kvöld og kólnar með snjókomu eða slyddu. Hægari vindur annars staðar og rigning með köflum, en gengur í allhvassa suðvestanátt syðst á landinu. Á fimmtudag: Norðaustan 10-18. Snjókoma með köflum norðan- og austanlands og vægt frost, en skúrir eða él sunnantil með hita 0 til 6 stig. Á föstudag: Norðan 5-13, en austlægari syðst. Allvíða él og frost 1 til 8 stig. Á laugardag: Norðaustlæg eða breytileg átt og él við suðurströndina, annars þurrt að kalla. Áfram svalt. Vaxandi austanátt um kvöldið. Á sunnudag: Ákveðin suðlæg átt og hlýnar með rigningu um landið sunnan- og vestanvert.
Veður Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Sjá meira