Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi Jón Þór Stefánsson skrifar 24. mars 2025 10:38 Árásin átti sér stað í Kópavogi í mars 2022. Vísir/Ívar Fannar Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 26 ára gamlan karlmann í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir hnífstunguárás, og fyrir að brjótast inn á heimili þess sem varð fyrir árásinni og valda skemmdum á bíl hans. Árásarmanninum er einnig gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni, karlmanni á fimmtugsaldri 400 þúsund krónur í miskabætur, og 2,5 milljónir í sakarkostnað. Árásin sem málið varðar átti sér stað á heimili þess sem varð fyrir henni í Kópavogi á sunnudagsmorgni í mars árið 2022. Hann leigði íbúð hjá foreldrum árásarmannsins. Um er að ræða kjallaraíbúð undir einbýlishúsi foreldranna, þar sem árásarmaðurinn bjó líka. Sonurinn í næsta herbergi Vísir fjallaði um aðalmeðferð málsins sem fór fram í febrúar. Þar greindi maðurinn sem varð fyrir árásinni frá því að faðir árásarmannsins hefði greint honum frá því að sonur hans hefði átt erfitt. Maðurinn sagðist alltaf hafa reynt að vera viðkunnanlegur við árásarmanninn. Sjá nánar: Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Þennan morgun þóttist maðurinn vita að foreldrar árásarmannsins væru erlendis, og hann væri því einn heima. Sjálfur hafi hann verið heima með barnungum syni sínum. Árásarmaðurinn hefði látið undarlega, verið með læti, bankað upp á hjá feðgunum og sakað manninn um eitthvað óljóst. Einhverju síðan hafi árásarmaðurinn hrækt á bíl mannsins, makað hrákunni yfir húddið og svo tekið stórt slökkvitæki og slegið því í bílrúðuna. Þá hafi maðurinn hringt á lögregluna, og hún viljað fá að vita hvað væri fullt nafn árásarmannsins. Hann ákvað því að skjótast út og finna nafn hans á svokölluðu hurðaskilti við útidyrahurð heimilis árásarmannsins. En á sama tíma hafi árásarmaðurinn farið inn í húsið. Maðurinn elti hann aftur þangað inn, og þar áttu þeir í átökum, en árásarmaðurinn mun hafa verið vopnaður eldhúshníf. Árásarmaðurinn var ákærður fyrir að stinga manninn tvívegis vinstra megin í brjóstkassa. Á meðan á átökum mannanna stóð sagðist sá sem varð fyrir árásinni hafa öskrað á son sinn og beðið hann um að halda sig inni í herberginu. Eftir að maðurinn áttaði sig á því að hann hafði verið stunginn sagðist hann hafa tekið árásarmanninn niður og haldið honum þannig þangað til lögregla kom á vettvang. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Iðraðist mikið Í dómi héraðsdóms að árásin hafi verið alvarleg þar sem hættulegu vopni var beitt. Mikil mildi væri að ekki hefði hlotist meira líkamstjón af. Þá hefði árásin verið framin í viðurvist barnungs sonar þess sem varð fyrir árásinni. Árásarmaðurinn sagðist iðrast mikið og hafa komið lífi sínu á rétta braut. Vegna þess, en líka vegna þess hve mikill dráttur varð á meðferð málsins þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Árásarmanninum er einnig gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni, karlmanni á fimmtugsaldri 400 þúsund krónur í miskabætur, og 2,5 milljónir í sakarkostnað. Árásin sem málið varðar átti sér stað á heimili þess sem varð fyrir henni í Kópavogi á sunnudagsmorgni í mars árið 2022. Hann leigði íbúð hjá foreldrum árásarmannsins. Um er að ræða kjallaraíbúð undir einbýlishúsi foreldranna, þar sem árásarmaðurinn bjó líka. Sonurinn í næsta herbergi Vísir fjallaði um aðalmeðferð málsins sem fór fram í febrúar. Þar greindi maðurinn sem varð fyrir árásinni frá því að faðir árásarmannsins hefði greint honum frá því að sonur hans hefði átt erfitt. Maðurinn sagðist alltaf hafa reynt að vera viðkunnanlegur við árásarmanninn. Sjá nánar: Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Þennan morgun þóttist maðurinn vita að foreldrar árásarmannsins væru erlendis, og hann væri því einn heima. Sjálfur hafi hann verið heima með barnungum syni sínum. Árásarmaðurinn hefði látið undarlega, verið með læti, bankað upp á hjá feðgunum og sakað manninn um eitthvað óljóst. Einhverju síðan hafi árásarmaðurinn hrækt á bíl mannsins, makað hrákunni yfir húddið og svo tekið stórt slökkvitæki og slegið því í bílrúðuna. Þá hafi maðurinn hringt á lögregluna, og hún viljað fá að vita hvað væri fullt nafn árásarmannsins. Hann ákvað því að skjótast út og finna nafn hans á svokölluðu hurðaskilti við útidyrahurð heimilis árásarmannsins. En á sama tíma hafi árásarmaðurinn farið inn í húsið. Maðurinn elti hann aftur þangað inn, og þar áttu þeir í átökum, en árásarmaðurinn mun hafa verið vopnaður eldhúshníf. Árásarmaðurinn var ákærður fyrir að stinga manninn tvívegis vinstra megin í brjóstkassa. Á meðan á átökum mannanna stóð sagðist sá sem varð fyrir árásinni hafa öskrað á son sinn og beðið hann um að halda sig inni í herberginu. Eftir að maðurinn áttaði sig á því að hann hafði verið stunginn sagðist hann hafa tekið árásarmanninn niður og haldið honum þannig þangað til lögregla kom á vettvang. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Iðraðist mikið Í dómi héraðsdóms að árásin hafi verið alvarleg þar sem hættulegu vopni var beitt. Mikil mildi væri að ekki hefði hlotist meira líkamstjón af. Þá hefði árásin verið framin í viðurvist barnungs sonar þess sem varð fyrir árásinni. Árásarmaðurinn sagðist iðrast mikið og hafa komið lífi sínu á rétta braut. Vegna þess, en líka vegna þess hve mikill dráttur varð á meðferð málsins þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði