Hratt vaxandi skjálftavirkni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. mars 2025 12:52 Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. vísir/arnar Skjálftavirkni við Sundhnúksgíga fer hratt vaxandi að sögn fagstjóra hjá Veðurstofunni og kvikumagnið undir Svartsengi er komið yfir öll fyrri mörk. Hann segir almannavarnayfirvöld þurfa að gera ráðstafnir áður en gosvirkni færist á milli kerfa á Reykjanesskaganum. „Skjálftavirknin þarna er að vaxa tiltölulega hratt. Við fáum svona hrinur og svo er hljóðlátara inni á milli en heilt yfir er sjálftavirknin við Sundhnúksgíga að vaxa,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem reið yfir við Sundhnúksgíga í gær. Skjálftavirknin hefur verið minni í dag en Benedikt segir kvikumagnið undir Svartsengi komið yfir öll fyrri mörk. Þessi aukna skjálftavirkni, er hún til marks um að kvikuhlaup sé yfirvofandi? „Það er erfitt að fullyrða um það, en já ætli það ekki. Það er nú líklegt að það fari að styttast í eitthvað. Við vitum ekki hvað við þurfum að bíða lengi en við erum að sjá hana vaxa frekar hratt þannig ég myndi halda að það ætti nú eitthvað að fara að gerast.“ Almannavarnayfirvöld þurfa að vera undir það búin að gosvirkni færist á milli kerfa og gera ráðstafanir, til dæmis fyrir það ef gosvirknin færist til Krýsuvíkur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.vísir/Vilhelm Veðurstofan birti fyrir helgi pistil þar sem bent er á að almennt hafi hægt á kvikusöfnun undir Svartsengi. Gróft áætlað sé hraðinn nú, og fyrir síðustu gos, um fjórðungur af því sem hann var í upphafi goshrinunnar. Líklegt sé að virknin muni færast yfir í nálægt goskerfi þegar henni lýkur við Svartsengi. Íbúar og almannavarnayfirvöld þurfi að vera undir það búin og gera ráðstafanir. „Þetta snýst fyrst og fremst um viðbragðsáætlanir þar sem eldstöðvakerfi eru nærri byggð, eins og sérstaklega við Krýsuvík þar sem þetta gæti haft áhrif inn á höfuðborgarsvæðið. Ekki eldgos en mögulega spurnguhreyfingar, skjálftavirkni og annað slíkt. Einnig hraunflæði, sem er kannski ólíklegra en líka alveg inni í myndinni. Þetta eru bara hlutir sem þarf að fara að undirbúa og hafa áætlanir um,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
„Skjálftavirknin þarna er að vaxa tiltölulega hratt. Við fáum svona hrinur og svo er hljóðlátara inni á milli en heilt yfir er sjálftavirknin við Sundhnúksgíga að vaxa,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem reið yfir við Sundhnúksgíga í gær. Skjálftavirknin hefur verið minni í dag en Benedikt segir kvikumagnið undir Svartsengi komið yfir öll fyrri mörk. Þessi aukna skjálftavirkni, er hún til marks um að kvikuhlaup sé yfirvofandi? „Það er erfitt að fullyrða um það, en já ætli það ekki. Það er nú líklegt að það fari að styttast í eitthvað. Við vitum ekki hvað við þurfum að bíða lengi en við erum að sjá hana vaxa frekar hratt þannig ég myndi halda að það ætti nú eitthvað að fara að gerast.“ Almannavarnayfirvöld þurfa að vera undir það búin að gosvirkni færist á milli kerfa og gera ráðstafanir, til dæmis fyrir það ef gosvirknin færist til Krýsuvíkur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.vísir/Vilhelm Veðurstofan birti fyrir helgi pistil þar sem bent er á að almennt hafi hægt á kvikusöfnun undir Svartsengi. Gróft áætlað sé hraðinn nú, og fyrir síðustu gos, um fjórðungur af því sem hann var í upphafi goshrinunnar. Líklegt sé að virknin muni færast yfir í nálægt goskerfi þegar henni lýkur við Svartsengi. Íbúar og almannavarnayfirvöld þurfi að vera undir það búin og gera ráðstafanir. „Þetta snýst fyrst og fremst um viðbragðsáætlanir þar sem eldstöðvakerfi eru nærri byggð, eins og sérstaklega við Krýsuvík þar sem þetta gæti haft áhrif inn á höfuðborgarsvæðið. Ekki eldgos en mögulega spurnguhreyfingar, skjálftavirkni og annað slíkt. Einnig hraunflæði, sem er kannski ólíklegra en líka alveg inni í myndinni. Þetta eru bara hlutir sem þarf að fara að undirbúa og hafa áætlanir um,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira