„Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. mars 2025 09:01 Helena er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. „Það sem ég stend mest fyrir er andlega heilsa og sjálfstraust. Hafandi glímt við mikinn kvíða skiptir svo ótrúlega miklu máli að það séu til sterk samtök sem bjóða upp á fræðslu og aðstoð fyrir þá sem þurfa á því að halda. Yngri kynslóðin er framtíðin okkar og það skiptir máli að við styrkjum og fræðum bæði okkur og þau,“ segir Helena Hafþórsdóttir O’Connor, spurð um hvaða samfélagslega málefni hún brennur fyrir. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn: Helena Hafþórsdóttir O’Connor. Aldur: 20 ára. Starf: Háskólanemi, vaktsjóri og kaffibarþjónn á Te og Kaffi. Menntun: Stúdentspróf og er að læra sálfræði í Háskólanum í Reykjavík. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Þrautseig, jákvæð og umburðarlynd Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það sem kæmi fólk mest að óvart væri líklegast það að mér finnst hákarl bara frekar góður. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Móðir mín er mín stærsta fyrirmynd í lífinu, ekki bara hefur hún kennt mér svo mikið en hún hefur alltaf hvatt mig til að elta draumana mín. Á eftir henni lít ég einnig mikið upp til Vigdísar Finnbogadóttur sem fyrsta lýðræðislega kosna kvenkyns þjóðarleiðtoga heims. Úr tískuheiminum lít ég upp til og fæ innblástur frá Rosie HuntingtonWhitely. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest í lífinu eru mínir aðstandendur sem hafa hjálpað mér gegnum alla erfiðleika og hvatt mig áfram til að elta alltaf draumana mína. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Ég glímdi við mikinn ofsakvíða frá ungum aldri sem stoppaði eða jafnvel hamlaði mér frá því að gera margt og þá sérstaklega þá hluti sem ég raunverulega vildi. En ég var ákveðin á að ég vildi komast í gegnum það og að ekki leyfa erfiðleikum að stjórna vegferðinni. Ég eyddi miklum tíma í sjálfsvinnu, fræddi mig meira, sótti aðstoð frá sálfræðing og að sjálfsögðu hjálpaði stuðningur frá mínum nánustu. Í dag leyfi ég ekki neinu að stoppa mig og er ákveðin á því að láta draumana mína rætast. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af hversu langt ég hef komið mér og að manneskjunni sem ég er í dag. Þegar ég var lítil æfði ég samkvæmisdans og þorði varla að stíga táslu út á dansgólfið. Í dag hef ég staðið uppi á sviði fyrir framan þúsundir manna í beinni útsendingu og ferðast erlendis til að keppa fyrir hönd Íslands í Miss Supranational. Nú leyfi ég mér að dreyma um að keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er fjölskyldan mín og nástandendur mínir. Það er ekki sjálfgefið að hafa gott bakland og því er ég óendanlega þakklát fyrir alla þá sem hafa stutt við bakið mitt í gegnum allt og hjálpað að móta mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Hvernig tekstu á við stress og álag? Það sem mér finnst best til að takast á við álag og stress er að taka öndunaræfingar og slökun á hverjum degi og jafnvel oftar ef ég finn þörfina. Mér finnst einnig hafa verið hjálplegt að „journala“ þar sem ég tel það svo ótrúlega mikilvægt að koma tilfinningum út hvort sem það sé í orðum eða á blaði. Ég hugsa oft um setninguna sem hefur gengið gegnum ættina mína „ef þú vilt ekki segja neinum, segðu þá allavega steinunum það“. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Mitt besta heilræði er að „það þarf ekki allt að vera fullkomið“. Það er svo ótrúlega mikil pressa í samfélaginu í dag að vera þessi fullkomna manneskja sem í raun og veru er alls ekki raunsætt. Það sem raunverulega skiptir máli er bara að gera sitt besta. Það er nóg. Það er mikilvægt að leyfa ekki hræðslunni við að vera ekki fullkomin stoppa þig frá því að fara eftir því sem þú raunverulega þráir. Þú ert nóg alveg eins og þú ert. Arnór Trausti Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég keppti í Ungfrú Ísland fyrst og það var komið að síðkjólaatriðinu þá vorum við stelpurnar að hlaupa upp stigann í Gamla Bíó (mjög brattur og erfiður stigi) og þegar maður er í hælum og síðkjól flækir það aðeins málin að koma sér rösklega upp stiga. Ég tel það vera góða hugmynd að henda síðkjólnum bara upp yfir öxl svo hann flækist nú ekki fyrir mér. Síðan er ég komin nánast alla leið upp (sem betur fer er gardína fyrir innganginum úr stiganum) og þá fatta ég að kjólinn minn var enn á öxlinni og ég á brókinni næstum farin inn á svið. Ég var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið í von um að enginn hefði séð þetta. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Telst það leyndur hæfileiki að borða hákarl? Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Það sem mér finnst mest heillandi við fólk er metnaður, viljastyrkur og trú á sjálfum sér! Það er hægt að uppskera svo mikið með þessum eiginleikum. En óheillandi? Líklegast mjög neikvætt hugarfar. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er að hafa ekki tímann til að gera alla hlutina sem ég þrái. Það er svo margt sem mér finnst magnað við lífið og vil fá að upplifa. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár vil ég vera búin að ferðast vel um heiminn og klára námið mitt. Líklegast að vinna við einhverskonar markaðssetningu og mögulega að stofna fjölskyldu. En hver veit hvert heimurinn leiðir mann? Hvaða tungumál talarðu? Ég tala bæði reipbrennandi íslensku og ensku. Ég lærði líka dönsku og frönsku en get ekki sagt að ég tali þau tungumál. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Ég er algjör alæta og finnst flestur matur góður og elska góðan mat, en mitt uppáhalds í augnablikinu er gott trufflupasta. Hvaða lag tekur þú í karókí? Bulletproof með La Roux! Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Frægasti einstaklingurinn sem ég hef hitt er líklegast Kate Boshworth og maðurinn hennar Justin Long en ég hitti þau í New York á góðgerðarviðburði. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs að eiga samskipti við fólk í persónu. Mér finnst það talsvert persónulegra og trúi því að þótt skilaboð séu mjög hjálpleg, þá sé nánd og tengsl svo mikilvæg og þau uppskerast í persónu. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi líklegast taka fimm milljónir frá fyrir framtíðina mína. Ég myndi leyfa mér 2,5 sem færu fyrir mig að ferðast og elta draumana mína og ég myndi vilja leggja 2,5 til að styrkja samtök eða málefni eins og Barnahúsið eða Bergið sem eru mér hjartans mál. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég átti vinkonu sem keppti árið 2022 og ég sá hversu mikil áhrif þessi keppni hafði á hana. Ég sá hana blómstra og verða að svo æðislegri kvenfyrirmynd að ég stóðst ekki mátið og ákvað að ýta mér út fyrir þægindarrammann minn og prófa eitthvað nýtt. Í ár eltist ég við drauminn minn að fá að keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært svo ótal margt á Ungfrú Ísland. Bæði hefur ferlið bætt sjálfstraustið mitt, hjálpað mér að eignast vinkonur fyrir lífstíð og hvatt mig til að elta mína drauma. Það þarf kjark og þor til að koma fram á sviði. Þessi keppni snýst ekki bara um að standa á sviði og vera sæt - þetta snýst um framkomu og persónuleg gildi og um leið fara út fyrir þægindarammann, og svo ekki síður að kynnast fólki, eignast nýja vini, stækka tengslanetið og svo ekki sé minnst á að eiga í leiðinni möguleika á spennandi tækifærum, svo sem módelsamning og utanlandsferðum og allskonar nýjum ævintýrum. Svo hef ég líka lært að vera þakklát öllu samstarfsfólkinu í ferlinu. Það er ómetanlegt að hafa hæfileikaríkt fólk í kringum sig þegar kemur að förðun og hári, kjólalagfæringum, svo ekki sé minnst á ljósmyndara og stílista og svo mætti lengi telja. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Það sem ég stend mest fyrir er andlega heilsa og sjálfstraust. Hafandi glímt við mikinn kvíða skiptir svo ótrúlega miklu máli að það séu til sterk samtök sem bjóða upp á fræðslu og aðstoð fyrir þá sem þurfa á því að halda. Yngri kynslóðin er framtíðin okkar og það skiptir máli að við styrkjum og fræðum bæði okkur og þau. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Ungfrú Ísland er ekki bara kórónan og borðinn. Ungfrú Ísland þarf að vera opin, þrautseig, jákvæð og tilbúin að takast á við ótal áskoranir og tækifæri og starfa með allskonar fólki. Ungfrú Ísland þarf að vera tilbúin til þess að vera góð fyrirmynd og síðast en ekki síst reiðubúin að vera fulltrúi lands og þjóðar á erlendum vettvangi. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Það hefur mér lengi verið draumur að keppa fyrir hönd Íslands í Miss Universe og bera titilinn Ungfrú Ísland. Ungfrú Ísland þarf að vera þrautseig, jákvæð og opin í að takast á við allskonar verkefni. Þetta eru eiginleikar sem ég trúi að ég beri og verkefni sem ég er svo sannarlega tilbúin í að takast á við. Ég stend sterklega með því að allir eigi að elta draumana sína og aldrei gefast upp þrátt fyrir erfiðleika eða þó draumurinn rætist ekki í fyrsta skiptið. Mig hefur lengi dreymt um að bera þennan titil og veit að ég myndi vera verðugur fulltrúi fyrir Íslands hönd. View this post on Instagram A post shared by Helena Hafþórsdóttir O'Connor (@helenaoc) Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég trúi því að allir keppendurnar í ár myndu sinna starfi Ungfrú Ísland með prýði og ég er svo heppin að fá að kynnast og tengjast svona frábærum, skemmtilegum og duglegum kvenfyrirmyndum. Það sem greinir mig helst frá öðrum keppendum er kannski helst fyrrum reynslan mín frá Ungfrú Ísland og Miss Supranational, ég hef mikla reynslu og eytt miklum tíma í æfingar og fræðslu á þessum velli. Ég tel það hafi verið mikil gæfa fyrir mig að hafa fengið titilinn Miss Supranational Iceland í fyrsta skipti sem ég keppti í Ungfrú Ísland, reynslan í Miss Supranational var ómetanleg. Ég bý að því að vera reynslunni ríkari eftir það ferli, sem ég tel að styrki mig til muna ef ég fæ tækifærið að keppa í Miss Universe. Flestir keppendur annarra ríkja í Miss Universe hafa gengið í gegnum margar keppnir til þess að fá réttinn til að keppa í Miss Universe fyrir sitt land. Það skiptir því máli að hafa reynslu þegar á stóra sviðið er komið. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Í dag er sjálfsmynd margra undir pressu að valdi samfélagsmiðla, sem getur skapað óöryggi og aukin andlega vanlíðan. Ég trúi að það sé rosalega dýrmætt að fræða fólkið í kringum okkur að vera meðvituð um að það er ekki allt sem sýnist á samfélagsmiðlum og að treysta á sjálfan sig því að þú ert nóg alveg eins og þú ert. Annars eru næg vandamál sem unga kynslóðin stendur frammi fyrir í dag. Hvernig mætti leysa það? Ég tel mikilvægt að við lifum í sátt og samlyndi við hvort annað og við náttúruna. En sjálfstraust einstaklingsins, umburðarlyndi og virðing fyrir fólki og umhverfi okkar gæti komið okkur langt. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Það er vissulega satt að sumar fegurðarsamkeppnir hafi í gegnum tíðina stuðlað að þröngum staðalímyndum sem ég styð alls ekki og mér finnst í fyrsta lagi að orðið „fegurðarsamkeppnir“ sé orðið úrelt og gefi til kynna ranghugmyndir um hvað þessar kepnnir raunverulega snúast um. Í dag hafa þessar keppnir þróast í átt að fjölbreytileika og sjálfsstyrkingu. Þetta er vettvangur til að efla sjálfstraust sitt og hafa jákvæð áhrif á aðra. Það þarf mikinn kjark og þor til að koma svona fram á sviði og fara í gegnum þetta ferli. Að sjálfsögðu eiga allir sinn rétt á sinni skoðun en mér finnst mikilvægt að fólk sé upplýst, fræði sig og myndi sér svo skoðun. Fegurðarsamkeppnir eru frábær vettvangur til að koma fram og styrkja sig. Fegurðarsamkeppnir snúast ekki lengur bara um það að standa á sviði og vera sæt, enda er ekki hægt að dæma eða mæla fegurð, heldur tekur það á persónulegum gildum og hver þú ert sem manneskja. Loks kalla ég eftir því að einhverjir orðasnillingar finni nýtt heiti á þetta fyrirbæri sem býður upp á frábæran vettvang til að koma fram, koma sér á framfæri og vaxa sem manneskja, um leið og það er stórkostleg skemmtun fyrir þátttakendur og áhorfendur. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Dreymir um að verða rithöfundur „Ég sækist um að verða Ungfrú Ísland til að geta orðið góð fyrirmynd fyrir ungar stelpur og komið því vel á framfæri að fegurð er alls ekki bara útlit, heldur er hún blanda af ýmsum þáttum, svo sem sjálfstrausti, góðu hjarta, jákvæðni og andlegum styrk,“segir Ásta Rósey Hjálmarsdóttir, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. 24. mars 2025 09:09 Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum „Mér finnst stærsta vandamálið sem mín kynslóð stendur frammi fyrir vera skjáfíknin og einangrunin sem fylgir henni. Mín kynslóð og komandi kynslóðir hafa ekki upplifað það frelsi sem fylgir því að vera ekki alltaf með síma í hendi,“ segir Eydís Eik Sigurðardóttir, , spurð hvert stærsta vandamál hennar kynslóðar stendur frammi fyrir. 21. mars 2025 10:01 Lífsins gæfa að eignast litla systur með Downs „Því að mér finnst allt svo ótrúlega skemmtilegt. Þetta er svo ótrúlega þroskandi og gefandi ferli að ég væri til í að halda endalaust áfram,“ segir Dagný Björt Axelsdóttir, aðspurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. 20. mars 2025 09:02 Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Gossip girl stjarna orðinn faðir Lífið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn: Helena Hafþórsdóttir O’Connor. Aldur: 20 ára. Starf: Háskólanemi, vaktsjóri og kaffibarþjónn á Te og Kaffi. Menntun: Stúdentspróf og er að læra sálfræði í Háskólanum í Reykjavík. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Þrautseig, jákvæð og umburðarlynd Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það sem kæmi fólk mest að óvart væri líklegast það að mér finnst hákarl bara frekar góður. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Móðir mín er mín stærsta fyrirmynd í lífinu, ekki bara hefur hún kennt mér svo mikið en hún hefur alltaf hvatt mig til að elta draumana mín. Á eftir henni lít ég einnig mikið upp til Vigdísar Finnbogadóttur sem fyrsta lýðræðislega kosna kvenkyns þjóðarleiðtoga heims. Úr tískuheiminum lít ég upp til og fæ innblástur frá Rosie HuntingtonWhitely. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest í lífinu eru mínir aðstandendur sem hafa hjálpað mér gegnum alla erfiðleika og hvatt mig áfram til að elta alltaf draumana mína. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Ég glímdi við mikinn ofsakvíða frá ungum aldri sem stoppaði eða jafnvel hamlaði mér frá því að gera margt og þá sérstaklega þá hluti sem ég raunverulega vildi. En ég var ákveðin á að ég vildi komast í gegnum það og að ekki leyfa erfiðleikum að stjórna vegferðinni. Ég eyddi miklum tíma í sjálfsvinnu, fræddi mig meira, sótti aðstoð frá sálfræðing og að sjálfsögðu hjálpaði stuðningur frá mínum nánustu. Í dag leyfi ég ekki neinu að stoppa mig og er ákveðin á því að láta draumana mína rætast. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af hversu langt ég hef komið mér og að manneskjunni sem ég er í dag. Þegar ég var lítil æfði ég samkvæmisdans og þorði varla að stíga táslu út á dansgólfið. Í dag hef ég staðið uppi á sviði fyrir framan þúsundir manna í beinni útsendingu og ferðast erlendis til að keppa fyrir hönd Íslands í Miss Supranational. Nú leyfi ég mér að dreyma um að keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er fjölskyldan mín og nástandendur mínir. Það er ekki sjálfgefið að hafa gott bakland og því er ég óendanlega þakklát fyrir alla þá sem hafa stutt við bakið mitt í gegnum allt og hjálpað að móta mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Hvernig tekstu á við stress og álag? Það sem mér finnst best til að takast á við álag og stress er að taka öndunaræfingar og slökun á hverjum degi og jafnvel oftar ef ég finn þörfina. Mér finnst einnig hafa verið hjálplegt að „journala“ þar sem ég tel það svo ótrúlega mikilvægt að koma tilfinningum út hvort sem það sé í orðum eða á blaði. Ég hugsa oft um setninguna sem hefur gengið gegnum ættina mína „ef þú vilt ekki segja neinum, segðu þá allavega steinunum það“. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Mitt besta heilræði er að „það þarf ekki allt að vera fullkomið“. Það er svo ótrúlega mikil pressa í samfélaginu í dag að vera þessi fullkomna manneskja sem í raun og veru er alls ekki raunsætt. Það sem raunverulega skiptir máli er bara að gera sitt besta. Það er nóg. Það er mikilvægt að leyfa ekki hræðslunni við að vera ekki fullkomin stoppa þig frá því að fara eftir því sem þú raunverulega þráir. Þú ert nóg alveg eins og þú ert. Arnór Trausti Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég keppti í Ungfrú Ísland fyrst og það var komið að síðkjólaatriðinu þá vorum við stelpurnar að hlaupa upp stigann í Gamla Bíó (mjög brattur og erfiður stigi) og þegar maður er í hælum og síðkjól flækir það aðeins málin að koma sér rösklega upp stiga. Ég tel það vera góða hugmynd að henda síðkjólnum bara upp yfir öxl svo hann flækist nú ekki fyrir mér. Síðan er ég komin nánast alla leið upp (sem betur fer er gardína fyrir innganginum úr stiganum) og þá fatta ég að kjólinn minn var enn á öxlinni og ég á brókinni næstum farin inn á svið. Ég var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið í von um að enginn hefði séð þetta. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Telst það leyndur hæfileiki að borða hákarl? Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Það sem mér finnst mest heillandi við fólk er metnaður, viljastyrkur og trú á sjálfum sér! Það er hægt að uppskera svo mikið með þessum eiginleikum. En óheillandi? Líklegast mjög neikvætt hugarfar. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er að hafa ekki tímann til að gera alla hlutina sem ég þrái. Það er svo margt sem mér finnst magnað við lífið og vil fá að upplifa. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár vil ég vera búin að ferðast vel um heiminn og klára námið mitt. Líklegast að vinna við einhverskonar markaðssetningu og mögulega að stofna fjölskyldu. En hver veit hvert heimurinn leiðir mann? Hvaða tungumál talarðu? Ég tala bæði reipbrennandi íslensku og ensku. Ég lærði líka dönsku og frönsku en get ekki sagt að ég tali þau tungumál. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Ég er algjör alæta og finnst flestur matur góður og elska góðan mat, en mitt uppáhalds í augnablikinu er gott trufflupasta. Hvaða lag tekur þú í karókí? Bulletproof með La Roux! Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Frægasti einstaklingurinn sem ég hef hitt er líklegast Kate Boshworth og maðurinn hennar Justin Long en ég hitti þau í New York á góðgerðarviðburði. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs að eiga samskipti við fólk í persónu. Mér finnst það talsvert persónulegra og trúi því að þótt skilaboð séu mjög hjálpleg, þá sé nánd og tengsl svo mikilvæg og þau uppskerast í persónu. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi líklegast taka fimm milljónir frá fyrir framtíðina mína. Ég myndi leyfa mér 2,5 sem færu fyrir mig að ferðast og elta draumana mína og ég myndi vilja leggja 2,5 til að styrkja samtök eða málefni eins og Barnahúsið eða Bergið sem eru mér hjartans mál. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég átti vinkonu sem keppti árið 2022 og ég sá hversu mikil áhrif þessi keppni hafði á hana. Ég sá hana blómstra og verða að svo æðislegri kvenfyrirmynd að ég stóðst ekki mátið og ákvað að ýta mér út fyrir þægindarrammann minn og prófa eitthvað nýtt. Í ár eltist ég við drauminn minn að fá að keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært svo ótal margt á Ungfrú Ísland. Bæði hefur ferlið bætt sjálfstraustið mitt, hjálpað mér að eignast vinkonur fyrir lífstíð og hvatt mig til að elta mína drauma. Það þarf kjark og þor til að koma fram á sviði. Þessi keppni snýst ekki bara um að standa á sviði og vera sæt - þetta snýst um framkomu og persónuleg gildi og um leið fara út fyrir þægindarammann, og svo ekki síður að kynnast fólki, eignast nýja vini, stækka tengslanetið og svo ekki sé minnst á að eiga í leiðinni möguleika á spennandi tækifærum, svo sem módelsamning og utanlandsferðum og allskonar nýjum ævintýrum. Svo hef ég líka lært að vera þakklát öllu samstarfsfólkinu í ferlinu. Það er ómetanlegt að hafa hæfileikaríkt fólk í kringum sig þegar kemur að förðun og hári, kjólalagfæringum, svo ekki sé minnst á ljósmyndara og stílista og svo mætti lengi telja. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Það sem ég stend mest fyrir er andlega heilsa og sjálfstraust. Hafandi glímt við mikinn kvíða skiptir svo ótrúlega miklu máli að það séu til sterk samtök sem bjóða upp á fræðslu og aðstoð fyrir þá sem þurfa á því að halda. Yngri kynslóðin er framtíðin okkar og það skiptir máli að við styrkjum og fræðum bæði okkur og þau. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Ungfrú Ísland er ekki bara kórónan og borðinn. Ungfrú Ísland þarf að vera opin, þrautseig, jákvæð og tilbúin að takast á við ótal áskoranir og tækifæri og starfa með allskonar fólki. Ungfrú Ísland þarf að vera tilbúin til þess að vera góð fyrirmynd og síðast en ekki síst reiðubúin að vera fulltrúi lands og þjóðar á erlendum vettvangi. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Það hefur mér lengi verið draumur að keppa fyrir hönd Íslands í Miss Universe og bera titilinn Ungfrú Ísland. Ungfrú Ísland þarf að vera þrautseig, jákvæð og opin í að takast á við allskonar verkefni. Þetta eru eiginleikar sem ég trúi að ég beri og verkefni sem ég er svo sannarlega tilbúin í að takast á við. Ég stend sterklega með því að allir eigi að elta draumana sína og aldrei gefast upp þrátt fyrir erfiðleika eða þó draumurinn rætist ekki í fyrsta skiptið. Mig hefur lengi dreymt um að bera þennan titil og veit að ég myndi vera verðugur fulltrúi fyrir Íslands hönd. View this post on Instagram A post shared by Helena Hafþórsdóttir O'Connor (@helenaoc) Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég trúi því að allir keppendurnar í ár myndu sinna starfi Ungfrú Ísland með prýði og ég er svo heppin að fá að kynnast og tengjast svona frábærum, skemmtilegum og duglegum kvenfyrirmyndum. Það sem greinir mig helst frá öðrum keppendum er kannski helst fyrrum reynslan mín frá Ungfrú Ísland og Miss Supranational, ég hef mikla reynslu og eytt miklum tíma í æfingar og fræðslu á þessum velli. Ég tel það hafi verið mikil gæfa fyrir mig að hafa fengið titilinn Miss Supranational Iceland í fyrsta skipti sem ég keppti í Ungfrú Ísland, reynslan í Miss Supranational var ómetanleg. Ég bý að því að vera reynslunni ríkari eftir það ferli, sem ég tel að styrki mig til muna ef ég fæ tækifærið að keppa í Miss Universe. Flestir keppendur annarra ríkja í Miss Universe hafa gengið í gegnum margar keppnir til þess að fá réttinn til að keppa í Miss Universe fyrir sitt land. Það skiptir því máli að hafa reynslu þegar á stóra sviðið er komið. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Í dag er sjálfsmynd margra undir pressu að valdi samfélagsmiðla, sem getur skapað óöryggi og aukin andlega vanlíðan. Ég trúi að það sé rosalega dýrmætt að fræða fólkið í kringum okkur að vera meðvituð um að það er ekki allt sem sýnist á samfélagsmiðlum og að treysta á sjálfan sig því að þú ert nóg alveg eins og þú ert. Annars eru næg vandamál sem unga kynslóðin stendur frammi fyrir í dag. Hvernig mætti leysa það? Ég tel mikilvægt að við lifum í sátt og samlyndi við hvort annað og við náttúruna. En sjálfstraust einstaklingsins, umburðarlyndi og virðing fyrir fólki og umhverfi okkar gæti komið okkur langt. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Það er vissulega satt að sumar fegurðarsamkeppnir hafi í gegnum tíðina stuðlað að þröngum staðalímyndum sem ég styð alls ekki og mér finnst í fyrsta lagi að orðið „fegurðarsamkeppnir“ sé orðið úrelt og gefi til kynna ranghugmyndir um hvað þessar kepnnir raunverulega snúast um. Í dag hafa þessar keppnir þróast í átt að fjölbreytileika og sjálfsstyrkingu. Þetta er vettvangur til að efla sjálfstraust sitt og hafa jákvæð áhrif á aðra. Það þarf mikinn kjark og þor til að koma svona fram á sviði og fara í gegnum þetta ferli. Að sjálfsögðu eiga allir sinn rétt á sinni skoðun en mér finnst mikilvægt að fólk sé upplýst, fræði sig og myndi sér svo skoðun. Fegurðarsamkeppnir eru frábær vettvangur til að koma fram og styrkja sig. Fegurðarsamkeppnir snúast ekki lengur bara um það að standa á sviði og vera sæt, enda er ekki hægt að dæma eða mæla fegurð, heldur tekur það á persónulegum gildum og hver þú ert sem manneskja. Loks kalla ég eftir því að einhverjir orðasnillingar finni nýtt heiti á þetta fyrirbæri sem býður upp á frábæran vettvang til að koma fram, koma sér á framfæri og vaxa sem manneskja, um leið og það er stórkostleg skemmtun fyrir þátttakendur og áhorfendur.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Dreymir um að verða rithöfundur „Ég sækist um að verða Ungfrú Ísland til að geta orðið góð fyrirmynd fyrir ungar stelpur og komið því vel á framfæri að fegurð er alls ekki bara útlit, heldur er hún blanda af ýmsum þáttum, svo sem sjálfstrausti, góðu hjarta, jákvæðni og andlegum styrk,“segir Ásta Rósey Hjálmarsdóttir, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. 24. mars 2025 09:09 Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum „Mér finnst stærsta vandamálið sem mín kynslóð stendur frammi fyrir vera skjáfíknin og einangrunin sem fylgir henni. Mín kynslóð og komandi kynslóðir hafa ekki upplifað það frelsi sem fylgir því að vera ekki alltaf með síma í hendi,“ segir Eydís Eik Sigurðardóttir, , spurð hvert stærsta vandamál hennar kynslóðar stendur frammi fyrir. 21. mars 2025 10:01 Lífsins gæfa að eignast litla systur með Downs „Því að mér finnst allt svo ótrúlega skemmtilegt. Þetta er svo ótrúlega þroskandi og gefandi ferli að ég væri til í að halda endalaust áfram,“ segir Dagný Björt Axelsdóttir, aðspurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. 20. mars 2025 09:02 Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Gossip girl stjarna orðinn faðir Lífið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Sjá meira
Dreymir um að verða rithöfundur „Ég sækist um að verða Ungfrú Ísland til að geta orðið góð fyrirmynd fyrir ungar stelpur og komið því vel á framfæri að fegurð er alls ekki bara útlit, heldur er hún blanda af ýmsum þáttum, svo sem sjálfstrausti, góðu hjarta, jákvæðni og andlegum styrk,“segir Ásta Rósey Hjálmarsdóttir, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. 24. mars 2025 09:09
Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum „Mér finnst stærsta vandamálið sem mín kynslóð stendur frammi fyrir vera skjáfíknin og einangrunin sem fylgir henni. Mín kynslóð og komandi kynslóðir hafa ekki upplifað það frelsi sem fylgir því að vera ekki alltaf með síma í hendi,“ segir Eydís Eik Sigurðardóttir, , spurð hvert stærsta vandamál hennar kynslóðar stendur frammi fyrir. 21. mars 2025 10:01
Lífsins gæfa að eignast litla systur með Downs „Því að mér finnst allt svo ótrúlega skemmtilegt. Þetta er svo ótrúlega þroskandi og gefandi ferli að ég væri til í að halda endalaust áfram,“ segir Dagný Björt Axelsdóttir, aðspurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. 20. mars 2025 09:02