Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Auðun Georg Ólafsson skrifar 25. mars 2025 15:04 Alexandra Briem segir viðskipti við Tesla ekki lengur vera spurningu um hvar viðskiptavinur fái bestu vöruna eða verðið. Nauðsynlegt sé að taka samtalið út af stærsta eiganda Tesla, Elon Musk Vísir/Arnar Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir mótmæli sem hún tók þátt í fyrir framan umboð Tesla í Vatnagörðum um helgina ekki beinast gegn eigendum Teslu bíla eða starfsfólki fyrirtækisins heldur Elon Musk, stærsta eigenda þess. Alexandra flutti ræðu á mótmælunum sem um tíu til fimmtán manns sóttu. „Eins og ég tók fram í ræðu minni þá er mitt vandamál ekki gagnvart fólki sem á Teslur, rekur Tesla umboð eða vinnur hjá Tesla. Ég veit alveg að fólk hefur keypt þennan bíl, fengið sína vinnu eða opnað umboð áður en það kom í ljós hvaða mann Elon Musk hefur að geyma. Í dag er alveg komið í ljós fyrir hverju þessi auðugasti maður heims beitir sér og sínum auðæfum og það er að vinna gegn mannréttindum. Sérstaklega réttindum hinsegin fólks og trans fólks eins og mín.“ „Með þessari rosalegu framgöngu eiganda fyrirtækisins með afgerandi hætti inn í stjórnmálin í Bandaríkjunum og víðar þá þurfum að átta okkur á því að Tesla er ekki bara eitthvað fyrirtæki á markaði. Það er farið að vera gerandi í mjög viðkvæmri pólitík og réttindarmálum í heimunum,“ segir Alexandra. Hún segir viðskipti við Tesla ekki lengur vera spurningu um hvar viðskiptavinur fái bestu vöruna eða verðið. Nauðsynlegt sé að taka samtalið út af stærsta eiganda Tesla, Elon Musk. Eðlilegt að mótmæla Musk Alexandra segir Musk grafa undan lýðræði í heiminum meðal annars með því að beita algórithma á samfélagsmiðli sínum X ,sem hét áður Twitter, til að hafa áhrif á lýðræðislegar útkomur í þágu alræðislegra afla. „Ég vil meina að það sé fullkomlega réttmætt að mótmæla því. Af því hann er hvergi kjörinn þá getum við í rauninni ekki annað sem erum hrædd við þessa vegferð og viljum mótmæla henni að vijla draga úr auðsöfnun hans. Við getum ekki beitt okkur gegn honum öðruvísi en að einblína á þá hluti sem eru að auka við auð hans. Ég hef mikinn skilning á því að fólk er ekki fasistar þótt það eigi Teslu. Fólk í minni fjölskyldu á Teslur og ég fæ stundum slíkan bíl að láni. Þetta snýst ekki um það. Við vissum ekki hvað Elon Musk var að gera fyrir nokkrum árum en í dag vitum við það og mér finnst bara mjög eðlilegt að vekja athygli á því og mótmæla þvi. Þá verður maður bara að nota þann vettvang sem er í boði.“ Eru fleiri mótmæli fyrirhuguð fyrir utan Teslu umboðið? „Ég veit það ekki, ég er ekki skipuleggjandi að þessu. Það kæmi mér ekki á óvart nema að Tesla á heimsvísu tæki einhverja ákvörðun um viðsnúning hvert hlutverk Musk sé í fyrirtækinu eða hvernig hann hagar sér eða beitir sér,“ segir Alexandra sem telur persónu Musk og fyrirtækisins Tesla tengjast með áberandi hætti. „Hann er áberandi talsmaður og talinn vera stærsti eigandi fyrirtækisins. Hann beitir sér í þágu þessa fyrirtækis þannig að í almenningsvitundinni er það hluti af hans vörumerki. Jafnvel sterkar heldur en SpaceX eða X. Þetta snýst bara um að þarna er mjög hættulegur maður sem hefur afneitað tilvist transfólks og hefur talað um að samúð sé veikleiki Vesturlanda. Hann vill meina að við séum komin svo langt í samúð að við séum að fremja menningarlegt sjálfsmorð sem er auðvitað ekki rétt og mjög hættulegt viðhorf.“ Hvetur ekki til skemmdarverka Hvað viltu segja við því að það sé verið að skemma Teslur? „Auðvitað á það ekki að vera þannig og ég vil fá að taka það fram að hvorki ég né þau sem stóðu að þessum mótmælum myndu styðja það enda vitum við að það er ekki vandamálið. Auðvitað er það þannig að Musk er orðinn það óvinsæll og umdeildur að hann á fleiri andstæðingu en fólk eins og mig sem vill mótmæla honum af ábyrgð og yfirvegun. Ég geri ráð fyrir að fólk sem hefur áhyggjur af þessu vilji lika hafa raddir eins og mína í umræðunni sem vilja ekki skemmdarverk. Það á ekki að gera líf fólk erfiðara sem á þessa bíla. Það er ekki þannig sem við tökum þennan slag.“ Tesla Elon Musk Bandaríkin Píratar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira
Alexandra flutti ræðu á mótmælunum sem um tíu til fimmtán manns sóttu. „Eins og ég tók fram í ræðu minni þá er mitt vandamál ekki gagnvart fólki sem á Teslur, rekur Tesla umboð eða vinnur hjá Tesla. Ég veit alveg að fólk hefur keypt þennan bíl, fengið sína vinnu eða opnað umboð áður en það kom í ljós hvaða mann Elon Musk hefur að geyma. Í dag er alveg komið í ljós fyrir hverju þessi auðugasti maður heims beitir sér og sínum auðæfum og það er að vinna gegn mannréttindum. Sérstaklega réttindum hinsegin fólks og trans fólks eins og mín.“ „Með þessari rosalegu framgöngu eiganda fyrirtækisins með afgerandi hætti inn í stjórnmálin í Bandaríkjunum og víðar þá þurfum að átta okkur á því að Tesla er ekki bara eitthvað fyrirtæki á markaði. Það er farið að vera gerandi í mjög viðkvæmri pólitík og réttindarmálum í heimunum,“ segir Alexandra. Hún segir viðskipti við Tesla ekki lengur vera spurningu um hvar viðskiptavinur fái bestu vöruna eða verðið. Nauðsynlegt sé að taka samtalið út af stærsta eiganda Tesla, Elon Musk. Eðlilegt að mótmæla Musk Alexandra segir Musk grafa undan lýðræði í heiminum meðal annars með því að beita algórithma á samfélagsmiðli sínum X ,sem hét áður Twitter, til að hafa áhrif á lýðræðislegar útkomur í þágu alræðislegra afla. „Ég vil meina að það sé fullkomlega réttmætt að mótmæla því. Af því hann er hvergi kjörinn þá getum við í rauninni ekki annað sem erum hrædd við þessa vegferð og viljum mótmæla henni að vijla draga úr auðsöfnun hans. Við getum ekki beitt okkur gegn honum öðruvísi en að einblína á þá hluti sem eru að auka við auð hans. Ég hef mikinn skilning á því að fólk er ekki fasistar þótt það eigi Teslu. Fólk í minni fjölskyldu á Teslur og ég fæ stundum slíkan bíl að láni. Þetta snýst ekki um það. Við vissum ekki hvað Elon Musk var að gera fyrir nokkrum árum en í dag vitum við það og mér finnst bara mjög eðlilegt að vekja athygli á því og mótmæla þvi. Þá verður maður bara að nota þann vettvang sem er í boði.“ Eru fleiri mótmæli fyrirhuguð fyrir utan Teslu umboðið? „Ég veit það ekki, ég er ekki skipuleggjandi að þessu. Það kæmi mér ekki á óvart nema að Tesla á heimsvísu tæki einhverja ákvörðun um viðsnúning hvert hlutverk Musk sé í fyrirtækinu eða hvernig hann hagar sér eða beitir sér,“ segir Alexandra sem telur persónu Musk og fyrirtækisins Tesla tengjast með áberandi hætti. „Hann er áberandi talsmaður og talinn vera stærsti eigandi fyrirtækisins. Hann beitir sér í þágu þessa fyrirtækis þannig að í almenningsvitundinni er það hluti af hans vörumerki. Jafnvel sterkar heldur en SpaceX eða X. Þetta snýst bara um að þarna er mjög hættulegur maður sem hefur afneitað tilvist transfólks og hefur talað um að samúð sé veikleiki Vesturlanda. Hann vill meina að við séum komin svo langt í samúð að við séum að fremja menningarlegt sjálfsmorð sem er auðvitað ekki rétt og mjög hættulegt viðhorf.“ Hvetur ekki til skemmdarverka Hvað viltu segja við því að það sé verið að skemma Teslur? „Auðvitað á það ekki að vera þannig og ég vil fá að taka það fram að hvorki ég né þau sem stóðu að þessum mótmælum myndu styðja það enda vitum við að það er ekki vandamálið. Auðvitað er það þannig að Musk er orðinn það óvinsæll og umdeildur að hann á fleiri andstæðingu en fólk eins og mig sem vill mótmæla honum af ábyrgð og yfirvegun. Ég geri ráð fyrir að fólk sem hefur áhyggjur af þessu vilji lika hafa raddir eins og mína í umræðunni sem vilja ekki skemmdarverk. Það á ekki að gera líf fólk erfiðara sem á þessa bíla. Það er ekki þannig sem við tökum þennan slag.“
Tesla Elon Musk Bandaríkin Píratar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira