MAST kærir Kaldvík til lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2025 14:46 Laxar með vetrarsár svamla í sjókvíum Kaldvíkur í Berufirði. Matvælastofnun hefur farið fram á opinbera rannsókn lögreglu vegna meintra brota fiskeldisfyrirtækisins Kaldvík á Austfjörðum á lögum um velferð dýra. Þetta kemur fram á vefsíðu MAST. Þar segir að meint brot varði útsetningu seiða í of kaldan sjó með þeim afleiðingum að þau drápust í stórum stíl. Matvælastofnun telur meint brot varða við ákveðin ákvæði dýravelferðarlaga. Stofnunin metur brotin alvarleg og segist þar af leiðandi hafa óskað eftir lögreglurannsókn. Ekki kemur fram í tilkynningu MAST hvaða fyrirtæki um ræði en samkvæmt heimildum fréttastofu er um Kaldvík að ræða. Lögreglan á Austurlandi hefur málið til meðferðar og veitir Matvælastofnun ekki frekari upplýsingar um málið að sinni. Hátt í 100 prósent afföll Eftirlitsmenn MAST hófu þann 9. desember síðastliðinn rannsókn á aðdraganda affalla sem áttu sér stað eftir útsetningu seiða á eldissvæðum Kaldvíkur á Einstigi og Fögrueyri í Fáskrúðsfirði í nóvember og desember í fyrra. Seiðin höfðu verði flutt úr seiðastöð Kaldvíkur í Þorlákshöfn austur á firði. Hátt í hundrað prósent afföll urðu á seiðunum eftir flutningana sem voru talin mega rekja til margra þátta; lágs sjávarhita við útsetningu, vonds veðurs, langrar og krefjandi flutningaleiðar auk ástands seiða við komu í sjókvíar. Fram kemur í skýrslu MAST sem skilað var í lok febrúar (og sjá má neðst í fréttinni) að ekki sé æskilegt að setja seiði út í sjó sem er undir 4°C og lækkandi. Hitastig á Einstigi og Fögrueyri var 3,7°C annars vegar og 2,8°C hins vegar umrædda daga í nóvember og desember. Streituvaldandi 70 klukkustunda flutningur Flutningur á seiðum er sagður streituvaldandi og þá myndast oft hreisurslos. Venjulega tekur flutningur frá Þorlákshöfn austur á firði 40 til 50 klukkustundir en vegna vonds veðurs tók flutningurinn 42 klukkustundir annars vegar og um 70 klukkustundir hins vegar. Í niðurstöðum úr gæðamati seiða sem framkvæmt var af starfsfólki Kaldvíkur fyrir flutning þann 21. nóvember kom fram að stór hluti þeirra seiða var með misalvarlegar uggaskemmdir. Við skoðun dýralæknis í brunnbát eftir sama flutning var 82 seiða úrtak skoðað og voru öll seiðin með hreisturslos. „Sár og áverkar gróa hægt í lágu hitastigi eins og var í sjó við útsetningu og opnar hreisturslos leið fyrir sáramyndandi tækifærisbakteríur. Slæmt veður var á eldissvæðunum sem ollu fiskunum enn meira álagi og áverkum, þar sem veiklaður fiskur getur slegist utan í nótina og hlotið áverka,“ sagði í skýrslu MAST. Mátti vera ljóst að seiðin ættu varla séns Eftir rannsókn málsins og skoðun gagna frá Kaldvík telur Matvælastofnun að forsvarsmönnum Kaldvíkur hefði átt að vera ljóst að líkurnar á að seiðin gætu aðlagast og lifað af í þeim aðstæðum sem ríktu í sjó á þeim tíma sem flutningarnir áttu sér stað væru litlar sem engar, sérstaklega í ljósi reynslunnar af fyrri flutningi seiða 31. október þar sem mikil afföll urðu þótt aðstæður meðal annars með tilliti til hitastigs hefðu verið mun ákjósanlegri. „Það er mat Matvælastofnunar að rekstraraðili hafi með háttsemi sinni brotið gegn ákvæðum laga um velferð dýra nr. 55/2013 við flutning seiðanna frá Þorlákshöfn á eldissvæðin Einstigi og Fögrueyri í Fáskrúðsfirði þann 21. nóvember og 1. desember 2024,“ segir í skýrslunni. Fréttin er í vinnslu. Í fyrstu útgáfu var fullyrt að um laxadauða í Berufirði væri að ræða en samkvæmt heimildum fréttastofu er um laxadauða í Fáskrúðsfirði að ræða. Fiskeldi Lögreglumál Fjarðabyggð Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Lax slapp úr sjókví fyrir austan Líffræðingur sem rannsakað hefur fiskeldi árum saman gerir athugasemdir við fullyrðingar Kaldvíkur um engar slysasleppingar úr sínum kvíum. Fiskur sem hann veiddi í Fjarðará í Seyðisfirði bendi ótvírætt til þess að þær fullyrðingar standist ekki. 14. mars 2025 14:34 Stórfelldur laxadauði í Berufirði Stórfelldur laxadauði var í nóvember, desember og janúar í sjókvíum í Berufirði en þar er fiskeldisfyrirtækið Kaldvík með aðstöðu. Fyrirtækið þurfti að farga tugþúsundum eldislaxa sem voru ýmist dauðir vegna vetrarsára eða áttu sér enga lífsvon vegna þess hversu illa leiknir þeir voru. 12. mars 2025 08:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Þar segir að meint brot varði útsetningu seiða í of kaldan sjó með þeim afleiðingum að þau drápust í stórum stíl. Matvælastofnun telur meint brot varða við ákveðin ákvæði dýravelferðarlaga. Stofnunin metur brotin alvarleg og segist þar af leiðandi hafa óskað eftir lögreglurannsókn. Ekki kemur fram í tilkynningu MAST hvaða fyrirtæki um ræði en samkvæmt heimildum fréttastofu er um Kaldvík að ræða. Lögreglan á Austurlandi hefur málið til meðferðar og veitir Matvælastofnun ekki frekari upplýsingar um málið að sinni. Hátt í 100 prósent afföll Eftirlitsmenn MAST hófu þann 9. desember síðastliðinn rannsókn á aðdraganda affalla sem áttu sér stað eftir útsetningu seiða á eldissvæðum Kaldvíkur á Einstigi og Fögrueyri í Fáskrúðsfirði í nóvember og desember í fyrra. Seiðin höfðu verði flutt úr seiðastöð Kaldvíkur í Þorlákshöfn austur á firði. Hátt í hundrað prósent afföll urðu á seiðunum eftir flutningana sem voru talin mega rekja til margra þátta; lágs sjávarhita við útsetningu, vonds veðurs, langrar og krefjandi flutningaleiðar auk ástands seiða við komu í sjókvíar. Fram kemur í skýrslu MAST sem skilað var í lok febrúar (og sjá má neðst í fréttinni) að ekki sé æskilegt að setja seiði út í sjó sem er undir 4°C og lækkandi. Hitastig á Einstigi og Fögrueyri var 3,7°C annars vegar og 2,8°C hins vegar umrædda daga í nóvember og desember. Streituvaldandi 70 klukkustunda flutningur Flutningur á seiðum er sagður streituvaldandi og þá myndast oft hreisurslos. Venjulega tekur flutningur frá Þorlákshöfn austur á firði 40 til 50 klukkustundir en vegna vonds veðurs tók flutningurinn 42 klukkustundir annars vegar og um 70 klukkustundir hins vegar. Í niðurstöðum úr gæðamati seiða sem framkvæmt var af starfsfólki Kaldvíkur fyrir flutning þann 21. nóvember kom fram að stór hluti þeirra seiða var með misalvarlegar uggaskemmdir. Við skoðun dýralæknis í brunnbát eftir sama flutning var 82 seiða úrtak skoðað og voru öll seiðin með hreisturslos. „Sár og áverkar gróa hægt í lágu hitastigi eins og var í sjó við útsetningu og opnar hreisturslos leið fyrir sáramyndandi tækifærisbakteríur. Slæmt veður var á eldissvæðunum sem ollu fiskunum enn meira álagi og áverkum, þar sem veiklaður fiskur getur slegist utan í nótina og hlotið áverka,“ sagði í skýrslu MAST. Mátti vera ljóst að seiðin ættu varla séns Eftir rannsókn málsins og skoðun gagna frá Kaldvík telur Matvælastofnun að forsvarsmönnum Kaldvíkur hefði átt að vera ljóst að líkurnar á að seiðin gætu aðlagast og lifað af í þeim aðstæðum sem ríktu í sjó á þeim tíma sem flutningarnir áttu sér stað væru litlar sem engar, sérstaklega í ljósi reynslunnar af fyrri flutningi seiða 31. október þar sem mikil afföll urðu þótt aðstæður meðal annars með tilliti til hitastigs hefðu verið mun ákjósanlegri. „Það er mat Matvælastofnunar að rekstraraðili hafi með háttsemi sinni brotið gegn ákvæðum laga um velferð dýra nr. 55/2013 við flutning seiðanna frá Þorlákshöfn á eldissvæðin Einstigi og Fögrueyri í Fáskrúðsfirði þann 21. nóvember og 1. desember 2024,“ segir í skýrslunni. Fréttin er í vinnslu. Í fyrstu útgáfu var fullyrt að um laxadauða í Berufirði væri að ræða en samkvæmt heimildum fréttastofu er um laxadauða í Fáskrúðsfirði að ræða.
Fiskeldi Lögreglumál Fjarðabyggð Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Lax slapp úr sjókví fyrir austan Líffræðingur sem rannsakað hefur fiskeldi árum saman gerir athugasemdir við fullyrðingar Kaldvíkur um engar slysasleppingar úr sínum kvíum. Fiskur sem hann veiddi í Fjarðará í Seyðisfirði bendi ótvírætt til þess að þær fullyrðingar standist ekki. 14. mars 2025 14:34 Stórfelldur laxadauði í Berufirði Stórfelldur laxadauði var í nóvember, desember og janúar í sjókvíum í Berufirði en þar er fiskeldisfyrirtækið Kaldvík með aðstöðu. Fyrirtækið þurfti að farga tugþúsundum eldislaxa sem voru ýmist dauðir vegna vetrarsára eða áttu sér enga lífsvon vegna þess hversu illa leiknir þeir voru. 12. mars 2025 08:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Lax slapp úr sjókví fyrir austan Líffræðingur sem rannsakað hefur fiskeldi árum saman gerir athugasemdir við fullyrðingar Kaldvíkur um engar slysasleppingar úr sínum kvíum. Fiskur sem hann veiddi í Fjarðará í Seyðisfirði bendi ótvírætt til þess að þær fullyrðingar standist ekki. 14. mars 2025 14:34
Stórfelldur laxadauði í Berufirði Stórfelldur laxadauði var í nóvember, desember og janúar í sjókvíum í Berufirði en þar er fiskeldisfyrirtækið Kaldvík með aðstöðu. Fyrirtækið þurfti að farga tugþúsundum eldislaxa sem voru ýmist dauðir vegna vetrarsára eða áttu sér enga lífsvon vegna þess hversu illa leiknir þeir voru. 12. mars 2025 08:01