„Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. mars 2025 20:02 „Gamla Þingborg“, húsið, sem stendur við þjóðveg 1 en það var byggt 1927, sem samkomuhús en húsið er sunnan þjóðvegar gegnt bænum Skeggjastöðum. Félagslíf sveitarinnar fór fram í „Gömlu Þingborg“ þar voru sett upp leikrit, þetta var ballhús, Ungmennafélagið og Kvenfélagið höfðu aðstöðu þar. Í Gömlu Þingborg var heimavist fyrir krakka sveitarinnar sem höfðu um lengri veg að fara. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra skynjar miklar tilfinningar hjá íbúum Flóahrepps vegna þeirrar ákvörðun Vegagerðarinnar að kaupa „Gömlu Þingborg“, sem er hús byggt 1927 og var samkomuhús sveitarinnar til fjölda ára. Vegagerðin hefur húsið á 72,5 milljónir króna, en rífa á húsið til að koma tveir plús einn vegi fram hjá því. Flóahreppur átti húsið, sem er alltaf kallað “Gamla Þingborg”, en það hefur verið til sölu í nokkurn tíma. Húsið á að víkja fyrir nýjum tveir plús einn vegi. Í húsinu er Þingborgarhópurinn svonefndi, sem er hópur prjónakvenna meðal annars með verslun og miðstöð íslensku ullarinnar en hvað verður um þá starfsemi er óvíst. Stofnaður hefur verið sérstakur hópur á Facebook með yfirskriftinni „Björgum gömlu Þingborg”. Guðni Ágústsson, sem ólst upp í 16 systkinahópi á Brúnastöðum í Flóahreppi segist sjá eftir húsinu en afi Margrétar Hauksdóttur, sem er kona Guðna, Gísli á Stóru - Reykjum í sömu sveit var oddviti á byggingartíma hússins og aðalhvatamaður að byggingu þess en húsið er frá 1927 eða 98 ára gamalt. „Þetta er eitt fyrsta fundar- og samkomuhús í Árnessýslu. Þarna var stofnað Mjólkurbúa Flóamanna, þarna voru haldnir hinir stóru baráttufundir í pólitík. Þetta var miðstöð samskipta hér eftir 1930 og fram yfir miðja öld,” segir Guðni. Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra úr Flóanum, sem hefði viljað að „Gamla Þingborg“ fengi eitthvað í hlutverk í framtíðinni í staðin fyrir að rífa húsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni segir húsið sögufrægt, enda hafi verið byggt við það og þar hafi verið barnaskóli til fjölda ára, sem hann og Margrét voru meðal annars í. Hann segir að það sé draugur í húsinu og biður menn að vara sig á honum. Stofnaður hefur verið sérstakur hópur á Facebook með yfirskriftinni “Björgum gömlu Þingborg”.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú á að fara að rífa húsið, hvað finnst þér um það? „Þetta er tilfinningamál. Ég má enga skoðun hafa sjálfum sér á því en auðvitað hefði það verið skemmtilegra ef það hefði fengið hlutverk húsið og geta staðið þarna til framtíðar,” segir Guðni og bætir við. „Þarna fór ég fyrst á svið, var stórleikari á sviðinu í Þingborg á þorrablótum og í barnaskóla. Þannig að minningarnar eru náttúrulega kærar og við erum sjálfsagt þúsund börnin, sem fórum í gegnum þennan skóla, stórir hópar kynslóða." Flóahreppur átti húsið, sem Vegagerðin hefur nú keypt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hópsins Flóahreppur Vegagerð Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Sjá meira
Flóahreppur átti húsið, sem er alltaf kallað “Gamla Þingborg”, en það hefur verið til sölu í nokkurn tíma. Húsið á að víkja fyrir nýjum tveir plús einn vegi. Í húsinu er Þingborgarhópurinn svonefndi, sem er hópur prjónakvenna meðal annars með verslun og miðstöð íslensku ullarinnar en hvað verður um þá starfsemi er óvíst. Stofnaður hefur verið sérstakur hópur á Facebook með yfirskriftinni „Björgum gömlu Þingborg”. Guðni Ágústsson, sem ólst upp í 16 systkinahópi á Brúnastöðum í Flóahreppi segist sjá eftir húsinu en afi Margrétar Hauksdóttur, sem er kona Guðna, Gísli á Stóru - Reykjum í sömu sveit var oddviti á byggingartíma hússins og aðalhvatamaður að byggingu þess en húsið er frá 1927 eða 98 ára gamalt. „Þetta er eitt fyrsta fundar- og samkomuhús í Árnessýslu. Þarna var stofnað Mjólkurbúa Flóamanna, þarna voru haldnir hinir stóru baráttufundir í pólitík. Þetta var miðstöð samskipta hér eftir 1930 og fram yfir miðja öld,” segir Guðni. Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra úr Flóanum, sem hefði viljað að „Gamla Þingborg“ fengi eitthvað í hlutverk í framtíðinni í staðin fyrir að rífa húsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni segir húsið sögufrægt, enda hafi verið byggt við það og þar hafi verið barnaskóli til fjölda ára, sem hann og Margrét voru meðal annars í. Hann segir að það sé draugur í húsinu og biður menn að vara sig á honum. Stofnaður hefur verið sérstakur hópur á Facebook með yfirskriftinni “Björgum gömlu Þingborg”.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú á að fara að rífa húsið, hvað finnst þér um það? „Þetta er tilfinningamál. Ég má enga skoðun hafa sjálfum sér á því en auðvitað hefði það verið skemmtilegra ef það hefði fengið hlutverk húsið og geta staðið þarna til framtíðar,” segir Guðni og bætir við. „Þarna fór ég fyrst á svið, var stórleikari á sviðinu í Þingborg á þorrablótum og í barnaskóla. Þannig að minningarnar eru náttúrulega kærar og við erum sjálfsagt þúsund börnin, sem fórum í gegnum þennan skóla, stórir hópar kynslóða." Flóahreppur átti húsið, sem Vegagerðin hefur nú keypt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hópsins
Flóahreppur Vegagerð Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Sjá meira