Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Jón Þór Stefánsson skrifar 26. mars 2025 09:42 Kristján Markús Sívarsson neitaði sök og sagðist ekki bera ábyrgð á áverkum konunnar. Vísir/AntonBrink Kristján Markús Sívarsson var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því í lok síðasta árs verður dregið frá refsingunni. Honum var gefið að sök að hafa um nokkurra daga skeið í nóvember beitt konu gríðarlegu ofbeldi á heimili sínu í Hafnarfirði. Þetta er í áttunda skiptið sem Kristján Markús hlýtur dóm fyrir ofbeldisbrot. Fyrir dóminn í dag hlaut hann síðast dóm í nóvember þegar hann var sakfelldur fyrir að ráðast á konu með kertastjaka. Árið 2015 hlaut hann fjögurra ára og níu mánaða fangelsisdóm vegna tveggja frelsissviptinga. Ógeðfeldar lýsingar var að finna í ákærunni sem héraðsdómur tók afstöðu til í dag. Við vörum lesendur við þeim. Kristjáni Markúsi var gefið að sök að slá konuna víðsvegar í líkama og höfuð, meðal annars með hleðslusnúru, hamri, járnröri og tréspýtu. Þá er hann sagður hafa slegið hana í andlitið með kveikjara og lagt logandi sígarettur að hálsi hennar. Jafnframt er hann ákærður fyrir að taka höndum um háls konunnar, þrengja að og stinga hana í líkamann með sprautunálum, skera fótleggi hennar með hníf. Þar að auki er hann sagður hafa stigið og traðkað á báðum fótleggjum hennar, og sparka víðs vegar í líkama hennar, og hrækja framan í hana, og líka skvetta vatni á hana. Í ákæru var miklum áverkum, sem munu hafa verið víða um líkama konunnar, lýst. „Ég er þekktur og er undir eftirliti“ Vísir fjallaði um aðalmeðferð málsins sem fór fram í upphafi mánaðar. Þar neitaði Kristján Markús sök. „Ég er ekki að skilja hvernig ég á að geta misþyrmt manneskju dögum saman, án þess að lögreglan komi. Ég er þekktur og er undir eftirliti,“ sagði hann. „Ég ber ekki ábyrgð á þessum áverkum sem hún er með.“ Sjá nánar: „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Kristján sagðist hafa þekkt konuna í þrjár eða fjórar vikur áður en hann var handtekinn. Vinur hans hefði kynnt þau, en að hans sögn voru þau „neysluvinir“ en ekki par. Hann sagðist hafa veitt konunni húsaskjól nokkrum sinnum þar sem að hún hafi verið á vergangi. Breytti framburði sínum Lögreglu barst tilkynning um málið um miðjan dag 10. nóvember síðastliðinn. Það var bráðamóttaka Landspítalans sem greindi lögreglu frá málinu, en þangað var konan komin vegna líkamsmeiðinga sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan. Hjúkrunarfræðingur sagðist aldrei hafa séð aðra eins áverka. Konan sagði Kristján hafa veitt sér áverkana og í kjölfarið var hann handtekinn á heimili sínu. Á Þorláksmessu gaf konan síðan aðra skýrslu. Þá sagði hún að Kristján Markús hefði ekki veitt henni alla áverkana, og í raun hefði hún átt upptök að átökum þeirra á milli. Konunni þótti ósanngjarnt að Kristján væri í gæsluvarðhaldi fyrir eitthvað sem hann hefði ekki gert. Hún sagðist ekki hafa verið beitt þrýstingi til að breyta frásögn sinni. Samband hennar og Kristjáns væri gott. Nágrannar lýstu miklum rifrildum Tveir nágrannar Kristjáns gáfu skýrslu fyrir dómi. Þeir sögðust reglulega hafa heyrt rifrildi, læti og öskur innan úr íbúð Kristjáns, en hvorugur þeirra hafði séð konuna vera beitta ofbeldi eða heyrt eitthvað sem gæfi til kynna að verið væri að misþyrma henni. Þeir báðir sögðu konuna hafa bankað upp á hjá þeim og beðið um vatnsglas. Hún hefði þá verið með glóðurauga á báðum augum en tjáð þeim að það væri allt í lagi með sig. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Honum var gefið að sök að hafa um nokkurra daga skeið í nóvember beitt konu gríðarlegu ofbeldi á heimili sínu í Hafnarfirði. Þetta er í áttunda skiptið sem Kristján Markús hlýtur dóm fyrir ofbeldisbrot. Fyrir dóminn í dag hlaut hann síðast dóm í nóvember þegar hann var sakfelldur fyrir að ráðast á konu með kertastjaka. Árið 2015 hlaut hann fjögurra ára og níu mánaða fangelsisdóm vegna tveggja frelsissviptinga. Ógeðfeldar lýsingar var að finna í ákærunni sem héraðsdómur tók afstöðu til í dag. Við vörum lesendur við þeim. Kristjáni Markúsi var gefið að sök að slá konuna víðsvegar í líkama og höfuð, meðal annars með hleðslusnúru, hamri, járnröri og tréspýtu. Þá er hann sagður hafa slegið hana í andlitið með kveikjara og lagt logandi sígarettur að hálsi hennar. Jafnframt er hann ákærður fyrir að taka höndum um háls konunnar, þrengja að og stinga hana í líkamann með sprautunálum, skera fótleggi hennar með hníf. Þar að auki er hann sagður hafa stigið og traðkað á báðum fótleggjum hennar, og sparka víðs vegar í líkama hennar, og hrækja framan í hana, og líka skvetta vatni á hana. Í ákæru var miklum áverkum, sem munu hafa verið víða um líkama konunnar, lýst. „Ég er þekktur og er undir eftirliti“ Vísir fjallaði um aðalmeðferð málsins sem fór fram í upphafi mánaðar. Þar neitaði Kristján Markús sök. „Ég er ekki að skilja hvernig ég á að geta misþyrmt manneskju dögum saman, án þess að lögreglan komi. Ég er þekktur og er undir eftirliti,“ sagði hann. „Ég ber ekki ábyrgð á þessum áverkum sem hún er með.“ Sjá nánar: „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Kristján sagðist hafa þekkt konuna í þrjár eða fjórar vikur áður en hann var handtekinn. Vinur hans hefði kynnt þau, en að hans sögn voru þau „neysluvinir“ en ekki par. Hann sagðist hafa veitt konunni húsaskjól nokkrum sinnum þar sem að hún hafi verið á vergangi. Breytti framburði sínum Lögreglu barst tilkynning um málið um miðjan dag 10. nóvember síðastliðinn. Það var bráðamóttaka Landspítalans sem greindi lögreglu frá málinu, en þangað var konan komin vegna líkamsmeiðinga sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan. Hjúkrunarfræðingur sagðist aldrei hafa séð aðra eins áverka. Konan sagði Kristján hafa veitt sér áverkana og í kjölfarið var hann handtekinn á heimili sínu. Á Þorláksmessu gaf konan síðan aðra skýrslu. Þá sagði hún að Kristján Markús hefði ekki veitt henni alla áverkana, og í raun hefði hún átt upptök að átökum þeirra á milli. Konunni þótti ósanngjarnt að Kristján væri í gæsluvarðhaldi fyrir eitthvað sem hann hefði ekki gert. Hún sagðist ekki hafa verið beitt þrýstingi til að breyta frásögn sinni. Samband hennar og Kristjáns væri gott. Nágrannar lýstu miklum rifrildum Tveir nágrannar Kristjáns gáfu skýrslu fyrir dómi. Þeir sögðust reglulega hafa heyrt rifrildi, læti og öskur innan úr íbúð Kristjáns, en hvorugur þeirra hafði séð konuna vera beitta ofbeldi eða heyrt eitthvað sem gæfi til kynna að verið væri að misþyrma henni. Þeir báðir sögðu konuna hafa bankað upp á hjá þeim og beðið um vatnsglas. Hún hefði þá verið með glóðurauga á báðum augum en tjáð þeim að það væri allt í lagi með sig.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira